Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, er að sjálfsögðu stödd í Manchester þar sem Ísland hefur leik á EM á morgun þegar leikið verður gegn Belgíu.
Fótbolti.net ræddi við Borghildi í dag á meðan Ísland æfði á Akademíuvellinum, keppnisvelli morgundagsins.
„Það er komin spenna í hópinn. Þetta verða erfiðir leikir en ég hef trú á því að við getum gert góða hluti ef við hittum á réttu dagana. Ég held að við höfum ekki verið með eins öflugt lið áður og væntum mikils af þeim. Þetta verður rosalega spennandi," segir Borghildur.
„Ég er búin að horfa á alla leikina hingað til og mótið fer vel af stað. Það eru nokkur lið sem maður átti von á öflugri. Þetta verður hörkumót."
Fótbolti.net ræddi við Borghildi í dag á meðan Ísland æfði á Akademíuvellinum, keppnisvelli morgundagsins.
„Það er komin spenna í hópinn. Þetta verða erfiðir leikir en ég hef trú á því að við getum gert góða hluti ef við hittum á réttu dagana. Ég held að við höfum ekki verið með eins öflugt lið áður og væntum mikils af þeim. Þetta verður rosalega spennandi," segir Borghildur.
„Ég er búin að horfa á alla leikina hingað til og mótið fer vel af stað. Það eru nokkur lið sem maður átti von á öflugri. Þetta verður hörkumót."
Borghildur segir að allur undirbúningur og utanumhald kringum íslenska liðið hafi gengið rosalega vel. Hún segist alltaf finna fyrir stressi fyrir leiki en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir