Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar kvenna - úrslitaleikur
Aðstæður: Algjörlega stórkostlegar
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Leiknum er lokið og Valskonur vinna hér 2-1 sigur!
Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir í fyrri hálfleik en Valskonur létu það ekki slá sig útaf laginu, komu sterkar inn í síðari hálfleikinn og sneru leiknum sér í hag. Þær Cyera Makenzie Hintzen og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu mörkin.
Sannfærandi frammistaða hjá Val og fjórtandi bikarmeistaratitill liðsins staðreynd.
Til hamingju Valsarar!
Við þökkum annars fyrir okkur í bili og minnum á viðtöl, einkunnir og skýrslu hér á eftir.
Þórdís Hrönn heppin að Einar Ingi lætur þetta "slæda". Hún er á gulu spjaldi.
Ásmundur er að undirbúa þriðju skiptingu sína en Pétur Pétursson, kollegi hans, er ekki enn búinn að gera neina breytingu á sínu liði.
Taylor Ziemer fær boltann rétt utan teigs. Leggur hann á sinn svakalega vinstri fót og neglir að marki. Boltinn af varnarmanni og rétt framhjá!
Ekkert verður úr hornspyrnu Blika.
Lára Kristín brýtur á Taylor ca. 35 metrum frá marki. Aukaspyrna dæmd.
Anna Petryk lætur vaða úr aukaspyrnunni og á hörkuskot að marki. Sandra Sigurðardóttir gerir gríðarlega vel og ver frábærlega!
Blikar fá í kjölfarið horn en Valsarar koma boltanum frá.
ÞvÃlÃk aukaspyrna, þvÃlÃk markvarsla - svona eiga úrslitaleikir að vera pic.twitter.com/X8u4tX0zdw
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2022
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Vandræðagangur á Heiðdísi sem tapar boltanum á miðsvæðinu. Ásdís pressar og Sólveig vinnur boltann. Kemur honum hratt á Þórdísi sem kemur boltanum inn fyrir á Ásdísi sem klárar af öryggi!
Þær Þórdís og Ásdís báðar búnar að stíga vel upp í seinni hálfleiknum.
MARK!!!!! Það er Valur sem er komið yfir á móti Breiðablik à úrslitaleiknum - það var ÃsdÃs Karen Halldórsdóttir sem er að skora mark Valskvenna á 72'. Hvað gerir Breiðablik núna? pic.twitter.com/OtpijuNahg
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2022
Cyera leggur upp dauðafæri fyrir Sólveigu. Rennir boltanum frá vinstri og fyrir markið þar sem Sólveig er mætt en hittir ekki boltann!
Algjört dauðafæri sem fór forgörðum þarna.
Sólveig pressar Heiðdísi af krafti og vinnur boltann af miðverðinum. Kemur honum á Cyeru sem er að sleppa í gegn þegar Natasha mætir í frábæra tæklingu. Cyera nær boltanum aftur og reynir skot vinstra megin úr teignum en skýtur beint á Evu.
Valskonur jafna leikinn - það er Cyera Hintzen sem skoraði markið á 54' pic.twitter.com/8OrzigmMTS
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2022
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Cyera er búin að jafna leikinn fyrir Val!
Valskonur vilja hendi á Karitas á miðjum vellinum en dómarinn lætur leikinn ganga enda Valskonur með boltann. Elísa finnur Láru sem er snögg að senda á Þórdísi sem stingur boltanum í svæði á milli miðvarða og markmanns. Þar mætir Cyera á fleygiferð á blindu hlið miðvarðanna, tekur boltann með sér, kemst framhjá Evu Persson og klárar örugglega!
Það er mjög áhugavert að aðeins þrír leikmenn sem hófu þann leik fyrir Blika eru í byrjunarliði þeirra í dag. Það eru þær Karitas, Heiðdís og Taylor. Þær Birta og Vigdís Lilja eru báðar í byrjunarliði Breiðabliks í dag en komu inná sem varamenn í síðasta bikarúrslitaleik.
Breiðablik leiðir hér 1-0 með marki Birtu Georgsdóttur.
Valskonur hafa verið meira með boltann og átt mun fleiri hættulegar sóknir en það eru mörkin sem telja og þar hafa Blikar gert betur.
Nú tekur við korterspása og við höldum svo áfram með síðari hálfleikinn.
Cyera fær boltann við vinstra vítateigshornið og neglir að marki! Boltinn aðeins framhjá!
Anna Rakel tekur hornspyrnu fyrir Val. Natasha kemur boltanum út úr teig en hann berst aftur til Önnu sem reynir aðra fyrirgjöf. Hún setur boltann beint á kollinn á Mist sem er í frábæru færi en skallar framhjá!
Birta skoraði fyrir Blika.
Stoðsending: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
Birta Georgsdóttir er að koma Blikum yfir!
Frábær sókn Blika. Vigdís spilar inná miðjuna á Clöru. Clara setur boltann svo inn fyrir á Vigdísi sem finnur svæði hægra megin. Vigdís rennir boltanum svo fyrir á Birtu.
Birta reynir skot af markteig en Sandra ver laglega frá henni. Birta tekur frákastið hinsvegar sjálf og skilar boltanum í netið í annari tilraun.
Breiðablik er komið yfir àúrslitaleiknum - Birta Georgsdóttir skoraði markið á 34' mÃÂnútu eftir skyndisókn pic.twitter.com/uLZ4DdowNA
— RÚV ÃÂþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2022
Stórhættulegt en Blikar hreinsa!
Blikar kölluðu eftir hendi og jafnvel bakhrindingu líka en Einar Ingi var með allt á tæru.
Boltinn fer aftur fyrir og önnur hornspyrna sem Valskonur fá. Anna Rakel tekur aftur. Finnur Mist í þetta skiptið en Blikar verjast vel og koma boltanum af hættusvæðinu.
Sólveig Larsen gerði vel og komst í hættulega stöðu inná víteig. Lagði stórhættulegan bolta fyrir markið en Natasha var grimmust í teignum og náði að hreinsa í horn!
Sólveig Larsen.
Bæði lið eru gríðarsterk í föstum leikatriðum og það kæmi ekkert á óvart ef við fengjum mark úr einu slíku hér í dag.
Laglegur samleikur Valskvenna endar á því að Ásdís Karen er komin inná teig og þar reynir hún skot. Setur boltann beint í fangið á Evu Persson!
Valskonur byrja betur og eiga hér hættulega sókn. Cyera kemur boltanum upp á Þórdísi Hrönn sem rennir boltanum fyrir!
Þar mætir Sólveig á harðaspretti en aftur frábær varnarleikur hjá Laufeyju sem nær að trufla Sólveigu sem finnur ekki skotið.
Valur byrjar þennan úrslitaleik af krafti - dauðafæri hérna á 8 mÃnútu pic.twitter.com/3jO58DRBCL
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2022
Annars eru liðin eins og á teikningunum hér að neðan.
Valskonur hefja leik og leika í átt að félagshúsi Þróttar.
Á meðan fer Einar Ingi dómari yfir málin með fyrirliðunum Elísu Viðarsdóttur og Natöshu Anasi.
Þetta er að skella á!
Heiðursgestir leiksins eru formenn knattspyrnudeilda félaganna, Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri MS, og frá sittvoru félaginu, þær Ingibjörg Hinriksdóttir og Laufey Ólafsdóttir.
Magnaðar konur sem hafa látið svo gott af sér leiða í þágu knattspyrnu kvenna.
Aðstæður gætu ekki verið betri, þvílíkur dagur!
Það er búið að hita vel upp fyrir hann en í morgun fór fram bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ.
Þar byrjuðu landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson á að gera upp frammistöðu Íslands á EM áður en hin írska Clare Conlon, starfsmaður írska knattspyrnusambandsins, hélt afar áhugavert erindi um "Æfingar og keppni kvenkynsleikmanna, með tilliti til tíðahrings".
Ráðstefnunni lauk svo með því að Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss, leikgreindi liðin tvö, Val og Breiðablik.
Frábært framtak sem kom fólki heldur betur í gírinn fyrir stórleikinn!
Besta veður sem hefur sést á Ãslandi à sumar og tvö frábær fótboltalið að mætast à leik þar sem allt er undir. Ekki hægt að biðja um meira.
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) August 27, 2022
Skandall ef það verður ekki sett áhorfendamet hér à dag âœŒï¸ pic.twitter.com/q3UxPfvc6y
Landsliðskonan Elín Metta Jensen er áfram á bekknum hjá Val og byrjar Cyera Mackenzie Hintzen fremst hjá Hlíðarendafélaginu.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, heldur sig við það lið sem hann hefur verið að tefla fram í síðustu leikjum. Það hefur verið að virka vel.
Það hafa margar breytingar orðið á liði Blika á síðustu viku og margir lykilmenn annað hvort meiddir eða farið annað. Þetta er samt sem áður úrslitaleikur og það getur allt gerst.
Agla María Albertsdóttir er meidd hjá Breiðabliki og er ekki með. Birta Georgsdóttir, Helena Ósk Hálfdánardóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir eru fremstar hjá Blikum í dag.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika
Natasha Anasi, fyrirliði Blika
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals
Pétur Pétursson, þjálfari Vals
Hafa misst ótrúlega mikið - „Veit ekki hvort það er of stórt til orða tekið" https://t.co/lVsepKa1Y0
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 27, 2022
Cyera búin að spila landsliðskonuna út úr liðinu https://t.co/z7L3o1sTXh
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 27, 2022
Þetta verður svo sannarlega áhugaverður leikur. Það er vonandi að fólk fjölmenni í stúkuna og búi til mikla stemningu á þessum leik - það er langskemmtilegast þannig.
Það verður fróðlegt að sjá hvort áhorfendametið á bikarúrslitaleik kvenna verði slegið, en það var sett árið 2015 þegar Stjarnan og Selfoss áttust við. Þá mættu 2,435 áhorfendur á Laugardalsvöll.
Það hefur verið mikil sókn í kvennaboltanum síðustu ár og var áhuginn á EM í sumar mikill. Það er kominn tími á að þetta met sé slegið.
Þetta eru tvö sigursælustu liðin í bikarnum og hafa þau bæði unnið keppnina 13 sinnum. Í dag skýrist það hvaða félag verður það sigursælasta í sögu bikarkeppni kvenna.
Þetta verður í sjötta sinn þar sem þessi tvö lið mætast í sjálfum úrslitaleiknum frá árinu 1994. Síðast gerðist það 2009 og þá hafði Valur betur, 5-1, eftir framlengdan leik. Kristín Ýr Bjarnadóttir og Laufey Ólafsdóttir gerðu báðar tvennu fyrir Val í þeim leik.
Valur hefur farið með sigur af hólmi í síðustu þrjú skiptin sem þessi tvö lið hafa mæst en þar áður vann Breiðablik tvisvar.
Þetta eru tvö bestu lið landsins þessa stundina og er um að gera að skella sér á völlinn í dag.
1.790 tóku þátt í skoðanakönnun á forsíðu.
45% Breiðablik vinnur
55% Valur vinnur
Í dag fer fram úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna. Breiðablik og Valur eigast við í leik sem hefst klukkan 16:00.
Þetta eru tvö sigursælustu liðin í bikarnum og hafa þau bæði unnið keppnina 13 sinnum. Í dag skýrist það hvaða félag er það sigursælasta í sögu bikarkeppni kvenna.
Þetta eru tvö bestu lið landsins þessa stundina og er um að gera að skella sér á völlinn!