Valur er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan 2012 og Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik á ferlinum.
Leikurinn fer fram á laugardag og er andstæðingur Vals Breiðablik. Liðin eru efstu tvö lið Bestu deildarinnar, Valur er á toppnum og Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari. Elísa ræddi við Fótbolta.net í dag um úrslitaleikinn.
Leikurinn fer fram á laugardag og er andstæðingur Vals Breiðablik. Liðin eru efstu tvö lið Bestu deildarinnar, Valur er á toppnum og Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari. Elísa ræddi við Fótbolta.net í dag um úrslitaleikinn.
„Mér líst ótrúlega vel á þetta, loksins er komið að því. Við erum vel að þessu komnar, búnar að spila vel á tímabilinu hingað til. Við erum í góðu flæði og vonandi tökum við það með í leikinn á laugardaginn."
Elísa segir loksins, er hún búin að bíða lengi eftir því að spila bikarúrslitaleik?
„Já," sagði hún og brosti. „Ég er ógeðslega mikil keppnismanneskja og ég vil berjast um alla titla alls staðar. Maður vill eiga þennan."
„Ég hef ekki metið það kannski þannig, við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Blikarnir hafa mikla reynslu í því að mæta í þennan leik, það er langt síðan við (Valur) höfum verið hérna og þá voru nú fæstar í hópnum í þeim leik. Við ætlum bara að halda okkar vegferð áfram og vonum að það nýtist okkur á laugardaginn," sagði Elísa.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardag og fer fram á Laugardalsvelli. Miðasala fyrir leikinn er á tix.is.
Athugasemdir