Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 25. ágúst 2022 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Loksins komin í bikarúrslitaleik - „Maður vill eiga þennan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan 2012 og Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik á ferlinum.

Leikurinn fer fram á laugardag og er andstæðingur Vals Breiðablik. Liðin eru efstu tvö lið Bestu deildarinnar, Valur er á toppnum og Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari. Elísa ræddi við Fótbolta.net í dag um úrslitaleikinn.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, loksins er komið að því. Við erum vel að þessu komnar, búnar að spila vel á tímabilinu hingað til. Við erum í góðu flæði og vonandi tökum við það með í leikinn á laugardaginn."

Elísa segir loksins, er hún búin að bíða lengi eftir því að spila bikarúrslitaleik?

„Já," sagði hún og brosti. „Ég er ógeðslega mikil keppnismanneskja og ég vil berjast um alla titla alls staðar. Maður vill eiga þennan."

„Ég hef ekki metið það kannski þannig, við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Blikarnir hafa mikla reynslu í því að mæta í þennan leik, það er langt síðan við (Valur) höfum verið hérna og þá voru nú fæstar í hópnum í þeim leik. Við ætlum bara að halda okkar vegferð áfram og vonum að það nýtist okkur á laugardaginn,"
sagði Elísa.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardag og fer fram á Laugardalsvelli. Miðasala fyrir leikinn er á tix.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner