Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 25. ágúst 2022 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Loksins komin í bikarúrslitaleik - „Maður vill eiga þennan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan 2012 og Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik á ferlinum.

Leikurinn fer fram á laugardag og er andstæðingur Vals Breiðablik. Liðin eru efstu tvö lið Bestu deildarinnar, Valur er á toppnum og Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari. Elísa ræddi við Fótbolta.net í dag um úrslitaleikinn.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, loksins er komið að því. Við erum vel að þessu komnar, búnar að spila vel á tímabilinu hingað til. Við erum í góðu flæði og vonandi tökum við það með í leikinn á laugardaginn."

Elísa segir loksins, er hún búin að bíða lengi eftir því að spila bikarúrslitaleik?

„Já," sagði hún og brosti. „Ég er ógeðslega mikil keppnismanneskja og ég vil berjast um alla titla alls staðar. Maður vill eiga þennan."

„Ég hef ekki metið það kannski þannig, við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Blikarnir hafa mikla reynslu í því að mæta í þennan leik, það er langt síðan við (Valur) höfum verið hérna og þá voru nú fæstar í hópnum í þeim leik. Við ætlum bara að halda okkar vegferð áfram og vonum að það nýtist okkur á laugardaginn,"
sagði Elísa.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardag og fer fram á Laugardalsvelli. Miðasala fyrir leikinn er á tix.is.
Athugasemdir
banner
banner