Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   fim 25. ágúst 2022 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Loksins komin í bikarúrslitaleik - „Maður vill eiga þennan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan 2012 og Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik á ferlinum.

Leikurinn fer fram á laugardag og er andstæðingur Vals Breiðablik. Liðin eru efstu tvö lið Bestu deildarinnar, Valur er á toppnum og Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari. Elísa ræddi við Fótbolta.net í dag um úrslitaleikinn.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, loksins er komið að því. Við erum vel að þessu komnar, búnar að spila vel á tímabilinu hingað til. Við erum í góðu flæði og vonandi tökum við það með í leikinn á laugardaginn."

Elísa segir loksins, er hún búin að bíða lengi eftir því að spila bikarúrslitaleik?

„Já," sagði hún og brosti. „Ég er ógeðslega mikil keppnismanneskja og ég vil berjast um alla titla alls staðar. Maður vill eiga þennan."

„Ég hef ekki metið það kannski þannig, við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Blikarnir hafa mikla reynslu í því að mæta í þennan leik, það er langt síðan við (Valur) höfum verið hérna og þá voru nú fæstar í hópnum í þeim leik. Við ætlum bara að halda okkar vegferð áfram og vonum að það nýtist okkur á laugardaginn,"
sagði Elísa.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardag og fer fram á Laugardalsvelli. Miðasala fyrir leikinn er á tix.is.
Athugasemdir
banner
banner