Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fim 25. ágúst 2022 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Loksins komin í bikarúrslitaleik - „Maður vill eiga þennan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan 2012 og Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik á ferlinum.

Leikurinn fer fram á laugardag og er andstæðingur Vals Breiðablik. Liðin eru efstu tvö lið Bestu deildarinnar, Valur er á toppnum og Breiðablik er ríkjandi bikarmeistari. Elísa ræddi við Fótbolta.net í dag um úrslitaleikinn.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, loksins er komið að því. Við erum vel að þessu komnar, búnar að spila vel á tímabilinu hingað til. Við erum í góðu flæði og vonandi tökum við það með í leikinn á laugardaginn."

Elísa segir loksins, er hún búin að bíða lengi eftir því að spila bikarúrslitaleik?

„Já," sagði hún og brosti. „Ég er ógeðslega mikil keppnismanneskja og ég vil berjast um alla titla alls staðar. Maður vill eiga þennan."

„Ég hef ekki metið það kannski þannig, við reynum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Blikarnir hafa mikla reynslu í því að mæta í þennan leik, það er langt síðan við (Valur) höfum verið hérna og þá voru nú fæstar í hópnum í þeim leik. Við ætlum bara að halda okkar vegferð áfram og vonum að það nýtist okkur á laugardaginn,"
sagði Elísa.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardag og fer fram á Laugardalsvelli. Miðasala fyrir leikinn er á tix.is.
Athugasemdir
banner