Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 25. ágúst 2022 14:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði gegn Blikum 2016 - „Get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag"
Natasha Moraa Anasi.
Natasha Moraa Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara spennt sko," segir Natasha Moraa Anasi, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan er bikarúrslitaleikur hjá Blikum gegn Val á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á laugardag.

„Ég var síðast í bikarúrslitaleik árið 2016 á móti Breiðabliki. Það er skrítið að vera komin til þeirra og spila annan bikarúrslitaleik núna með þeim."

Natasha var í liði ÍBV gegn Breiðabliki árið 2016 og var á skotskónum í þeim leik, en það mark dugði ekki til sigurs því Breiðablik fór með 3-1 sigur af hólmi.

„Við erum rosalega tilbúnar. Stemningin í klefanum er góð fyrir þennan leik," segir Natasha.

Hún er á sínu fyrsta tímabili með Blikum og er hún gríðarlega ánægð með tíma sinn í Kópavoginum til þessa. „Þetta er búið að vera æðislegt og ég elska að spila fyrir þetta félag. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og ég get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag."

„Ég er mjög ánægð hérna," segir Natasha. „Þetta er leikur sem þú vilt spila, það er bikar undir og þetta er leikur sem þú vilt vera í. Við erum tilbúnar og ég er persónulega rosalega spennt."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan en þar ræðir Natasha meðal annars um Evrópuævintýri Blika og íslenska landsliðið.

Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 16:00 á laugardaginn og fer miðasalan fram á tix.is.
Athugasemdir
banner