Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
   fim 25. ágúst 2022 14:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði gegn Blikum 2016 - „Get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag"
Natasha Moraa Anasi.
Natasha Moraa Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara spennt sko," segir Natasha Moraa Anasi, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan er bikarúrslitaleikur hjá Blikum gegn Val á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á laugardag.

„Ég var síðast í bikarúrslitaleik árið 2016 á móti Breiðabliki. Það er skrítið að vera komin til þeirra og spila annan bikarúrslitaleik núna með þeim."

Natasha var í liði ÍBV gegn Breiðabliki árið 2016 og var á skotskónum í þeim leik, en það mark dugði ekki til sigurs því Breiðablik fór með 3-1 sigur af hólmi.

„Við erum rosalega tilbúnar. Stemningin í klefanum er góð fyrir þennan leik," segir Natasha.

Hún er á sínu fyrsta tímabili með Blikum og er hún gríðarlega ánægð með tíma sinn í Kópavoginum til þessa. „Þetta er búið að vera æðislegt og ég elska að spila fyrir þetta félag. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og ég get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag."

„Ég er mjög ánægð hérna," segir Natasha. „Þetta er leikur sem þú vilt spila, það er bikar undir og þetta er leikur sem þú vilt vera í. Við erum tilbúnar og ég er persónulega rosalega spennt."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan en þar ræðir Natasha meðal annars um Evrópuævintýri Blika og íslenska landsliðið.

Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 16:00 á laugardaginn og fer miðasalan fram á tix.is.
Athugasemdir