Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   fim 25. ágúst 2022 14:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði gegn Blikum 2016 - „Get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag"
Natasha Moraa Anasi.
Natasha Moraa Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara spennt sko," segir Natasha Moraa Anasi, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan er bikarúrslitaleikur hjá Blikum gegn Val á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á laugardag.

„Ég var síðast í bikarúrslitaleik árið 2016 á móti Breiðabliki. Það er skrítið að vera komin til þeirra og spila annan bikarúrslitaleik núna með þeim."

Natasha var í liði ÍBV gegn Breiðabliki árið 2016 og var á skotskónum í þeim leik, en það mark dugði ekki til sigurs því Breiðablik fór með 3-1 sigur af hólmi.

„Við erum rosalega tilbúnar. Stemningin í klefanum er góð fyrir þennan leik," segir Natasha.

Hún er á sínu fyrsta tímabili með Blikum og er hún gríðarlega ánægð með tíma sinn í Kópavoginum til þessa. „Þetta er búið að vera æðislegt og ég elska að spila fyrir þetta félag. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og ég get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag."

„Ég er mjög ánægð hérna," segir Natasha. „Þetta er leikur sem þú vilt spila, það er bikar undir og þetta er leikur sem þú vilt vera í. Við erum tilbúnar og ég er persónulega rosalega spennt."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan en þar ræðir Natasha meðal annars um Evrópuævintýri Blika og íslenska landsliðið.

Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 16:00 á laugardaginn og fer miðasalan fram á tix.is.
Athugasemdir