Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   fim 25. ágúst 2022 14:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði gegn Blikum 2016 - „Get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag"
Natasha Moraa Anasi.
Natasha Moraa Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara spennt sko," segir Natasha Moraa Anasi, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan er bikarúrslitaleikur hjá Blikum gegn Val á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á laugardag.

„Ég var síðast í bikarúrslitaleik árið 2016 á móti Breiðabliki. Það er skrítið að vera komin til þeirra og spila annan bikarúrslitaleik núna með þeim."

Natasha var í liði ÍBV gegn Breiðabliki árið 2016 og var á skotskónum í þeim leik, en það mark dugði ekki til sigurs því Breiðablik fór með 3-1 sigur af hólmi.

„Við erum rosalega tilbúnar. Stemningin í klefanum er góð fyrir þennan leik," segir Natasha.

Hún er á sínu fyrsta tímabili með Blikum og er hún gríðarlega ánægð með tíma sinn í Kópavoginum til þessa. „Þetta er búið að vera æðislegt og ég elska að spila fyrir þetta félag. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og ég get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag."

„Ég er mjög ánægð hérna," segir Natasha. „Þetta er leikur sem þú vilt spila, það er bikar undir og þetta er leikur sem þú vilt vera í. Við erum tilbúnar og ég er persónulega rosalega spennt."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan en þar ræðir Natasha meðal annars um Evrópuævintýri Blika og íslenska landsliðið.

Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 16:00 á laugardaginn og fer miðasalan fram á tix.is.
Athugasemdir
banner
banner