„Ég er bara spennt sko," segir Natasha Moraa Anasi, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.
Framundan er bikarúrslitaleikur hjá Blikum gegn Val á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á laugardag.
„Ég var síðast í bikarúrslitaleik árið 2016 á móti Breiðabliki. Það er skrítið að vera komin til þeirra og spila annan bikarúrslitaleik núna með þeim."
Framundan er bikarúrslitaleikur hjá Blikum gegn Val á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á laugardag.
„Ég var síðast í bikarúrslitaleik árið 2016 á móti Breiðabliki. Það er skrítið að vera komin til þeirra og spila annan bikarúrslitaleik núna með þeim."
Natasha var í liði ÍBV gegn Breiðabliki árið 2016 og var á skotskónum í þeim leik, en það mark dugði ekki til sigurs því Breiðablik fór með 3-1 sigur af hólmi.
„Við erum rosalega tilbúnar. Stemningin í klefanum er góð fyrir þennan leik," segir Natasha.
Hún er á sínu fyrsta tímabili með Blikum og er hún gríðarlega ánægð með tíma sinn í Kópavoginum til þessa. „Þetta er búið að vera æðislegt og ég elska að spila fyrir þetta félag. Stelpurnar eru búnar að vera æðislegar og ég get ekki ímyndað mér að spila fyrir annað félag."
„Ég er mjög ánægð hérna," segir Natasha. „Þetta er leikur sem þú vilt spila, það er bikar undir og þetta er leikur sem þú vilt vera í. Við erum tilbúnar og ég er persónulega rosalega spennt."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan en þar ræðir Natasha meðal annars um Evrópuævintýri Blika og íslenska landsliðið.
Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 16:00 á laugardaginn og fer miðasalan fram á tix.is.
Athugasemdir