Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fim 25. ágúst 2022 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur spenntur fyrir úrslitaleiknum: Af því ég vel liðið hinsegin
Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan Valur var í úrslitaleik í bikar. Það er kominn tími á það að mæta á Laugardalsvöll," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Valur spilar á laugardaginn við Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna.

Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Vals síðan 2012 þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar í 0-1 sigri.

Pétur segir að allir leikmenn Vals séu klárar í slaginn nema Lillý Rut Hlynsdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir sem eru að glíma við meiðsli.

„Það er mjög gott ástand á okkur eftir þetta verkefni. Það er gott að vera mættar á Laugardalsvöll í úrslitaleik."

Landsliðskonan Elín Metta Jensen hefur verið að byrja á bekknum á undanfarið. Hún var að glíma við veikindi eftir EM. Er það enn að hrjá hana?

„Hún er klár í slaginn, jú," sagði Pétur en af hverju hefur hún þá verið svona mikið á bekknum? „Af því ég vel liðið hinsegin," sagði Pétur.

Pétur býst við hörkuleik á laugardaginn. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Miðasala fyrir leikinn fer fram á tix.is. Það er um að gera að kaupa miða áður en haldið er á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner