Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   fim 25. ágúst 2022 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur spenntur fyrir úrslitaleiknum: Af því ég vel liðið hinsegin
Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan Valur var í úrslitaleik í bikar. Það er kominn tími á það að mæta á Laugardalsvöll," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Valur spilar á laugardaginn við Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna.

Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Vals síðan 2012 þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar í 0-1 sigri.

Pétur segir að allir leikmenn Vals séu klárar í slaginn nema Lillý Rut Hlynsdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir sem eru að glíma við meiðsli.

„Það er mjög gott ástand á okkur eftir þetta verkefni. Það er gott að vera mættar á Laugardalsvöll í úrslitaleik."

Landsliðskonan Elín Metta Jensen hefur verið að byrja á bekknum á undanfarið. Hún var að glíma við veikindi eftir EM. Er það enn að hrjá hana?

„Hún er klár í slaginn, jú," sagði Pétur en af hverju hefur hún þá verið svona mikið á bekknum? „Af því ég vel liðið hinsegin," sagði Pétur.

Pétur býst við hörkuleik á laugardaginn. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Miðasala fyrir leikinn fer fram á tix.is. Það er um að gera að kaupa miða áður en haldið er á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner