Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
   fim 25. ágúst 2022 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur spenntur fyrir úrslitaleiknum: Af því ég vel liðið hinsegin
Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan Valur var í úrslitaleik í bikar. Það er kominn tími á það að mæta á Laugardalsvöll," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Valur spilar á laugardaginn við Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna.

Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Vals síðan 2012 þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar í 0-1 sigri.

Pétur segir að allir leikmenn Vals séu klárar í slaginn nema Lillý Rut Hlynsdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir sem eru að glíma við meiðsli.

„Það er mjög gott ástand á okkur eftir þetta verkefni. Það er gott að vera mættar á Laugardalsvöll í úrslitaleik."

Landsliðskonan Elín Metta Jensen hefur verið að byrja á bekknum á undanfarið. Hún var að glíma við veikindi eftir EM. Er það enn að hrjá hana?

„Hún er klár í slaginn, jú," sagði Pétur en af hverju hefur hún þá verið svona mikið á bekknum? „Af því ég vel liðið hinsegin," sagði Pétur.

Pétur býst við hörkuleik á laugardaginn. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Miðasala fyrir leikinn fer fram á tix.is. Það er um að gera að kaupa miða áður en haldið er á völlinn.
Athugasemdir
banner