Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   fim 25. ágúst 2022 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur spenntur fyrir úrslitaleiknum: Af því ég vel liðið hinsegin
Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan Valur var í úrslitaleik í bikar. Það er kominn tími á það að mæta á Laugardalsvöll," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Valur spilar á laugardaginn við Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna.

Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Vals síðan 2012 þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar í 0-1 sigri.

Pétur segir að allir leikmenn Vals séu klárar í slaginn nema Lillý Rut Hlynsdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir sem eru að glíma við meiðsli.

„Það er mjög gott ástand á okkur eftir þetta verkefni. Það er gott að vera mættar á Laugardalsvöll í úrslitaleik."

Landsliðskonan Elín Metta Jensen hefur verið að byrja á bekknum á undanfarið. Hún var að glíma við veikindi eftir EM. Er það enn að hrjá hana?

„Hún er klár í slaginn, jú," sagði Pétur en af hverju hefur hún þá verið svona mikið á bekknum? „Af því ég vel liðið hinsegin," sagði Pétur.

Pétur býst við hörkuleik á laugardaginn. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Miðasala fyrir leikinn fer fram á tix.is. Það er um að gera að kaupa miða áður en haldið er á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner