„Það er langt síðan Valur var í úrslitaleik í bikar. Það er kominn tími á það að mæta á Laugardalsvöll," segir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.
Valur spilar á laugardaginn við Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna.
Valur spilar á laugardaginn við Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna.
Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Vals síðan 2012 þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar í 0-1 sigri.
Pétur segir að allir leikmenn Vals séu klárar í slaginn nema Lillý Rut Hlynsdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir sem eru að glíma við meiðsli.
„Það er mjög gott ástand á okkur eftir þetta verkefni. Það er gott að vera mættar á Laugardalsvöll í úrslitaleik."
Landsliðskonan Elín Metta Jensen hefur verið að byrja á bekknum á undanfarið. Hún var að glíma við veikindi eftir EM. Er það enn að hrjá hana?
„Hún er klár í slaginn, jú," sagði Pétur en af hverju hefur hún þá verið svona mikið á bekknum? „Af því ég vel liðið hinsegin," sagði Pétur.
Pétur býst við hörkuleik á laugardaginn. Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Miðasala fyrir leikinn fer fram á tix.is. Það er um að gera að kaupa miða áður en haldið er á völlinn.
Athugasemdir