Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Fylkir
1
2
Grótta
0-1 Ariela Lewis '20
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '22 1-1
1-2 María Lovísa Jónasdóttir '48
28.06.2023  -  19:15
Würth völlurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Rok og heilar 8 gráður
Dómari: Bergrós Lilja Unudóttir
Áhorfendur: 256
Maður leiksins: Hannah Abraham (Grótta)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Sara Dögg Ásþórsdóttir
2. Signý Lára Bjarnadóttir (f) ('79)
3. Mist Funadóttir
8. Marija Radojicic ('60)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
19. Tijana Krstic
20. Sunneva Helgadóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('60)
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
1. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('79)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('60)
13. Kolfinna Baldursdóttir
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('60)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Bjarni Þórður Halldórsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Sonný Lára Þráinsdóttir

Gul spjöld:
Eva Rut Ásþórsdóttir ('68)
Mist Funadóttir ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Grótta vinnur sterkan útisigur á Fylki og jafnar þær á stigum!
93. mín
Hannah sleppur ein gegn Tinnu sem ver vel!
92. mín
Grótta fær horn.
90. mín
Erum kominn inn í uppbótartíma sem við vitum ekki hvað er langur.

Grótta fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis.
90. mín
Helga Guðrún reynir skot af löngu færi en yfir markið.
88. mín
Mikill barningur síðustu mínútur leiksins, Fylkiskonur reyna að halda sér ofarlega á vellinum en það er lítið að ganga upp.
83. mín
Grótta nálægt því að drepa þennan leik!!

Hannah með enn eina fyrirgjöfina, hættulegur bolti beint fyrir framan markið og Tinna er hársbreidd frá því að ná til boltans, hefði bara þurft að snerta hann til að koma honum inn.
80. mín
Grótta fær horn.
79. mín
Inn:Tinna Harðardóttir (Fylkir) Út:Signý Lára Bjarnadóttir (Fylkir)
77. mín
Tijana með fyrirgjöf sem Eva reynir að halda inn á og kemur honum fyrir markið á Guðrúnu sem er beint fyrir framan markið en skotið hennar yfir markið!

Sýndist aðstoðardómarinn svo hafa verið búinn að flagga að boltinn var farinn útaf.
77. mín
Helga reynir fyrirgjöf en uppsker horn.
75. mín
Inn:Telma Sif Búadóttir (Grótta) Út:Margrét Lea Gísladóttir (Grótta)
74. mín Gult spjald: Mist Funadóttir (Fylkir)
Missir Arnfríði fram hjá sér og leggst yfir hana.
73. mín
Bergdís Fanney í fínu færi eftir að hafa fengið sendingu frá Helgu Guðrúnu, en skotið er yfir markið.
72. mín
Grótta bjargar á línu!!

Sara tekur hornspyrnuna, barningur fyrir framan markið og Gróttukonur ná að koma sér fyrir boltann.
71. mín
Fylkir sækir horn.
68. mín Gult spjald: Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Smá pirringslykt af þessu broti.
66. mín
Lítið að frétta síðustu mínúturnar. Mikil stöðubarátta og erfitt fyrir liðin að halda boltanum almennilega.
61. mín
Inn:Lilja Davíðsdóttir Scheving (Grótta) Út:María Lovísa Jónasdóttir (Grótta)
61. mín
Inn:Tinna Jónsdóttir (Grótta) Út:Nína Kolbrún Gylfadóttir (Grótta)
61. mín
Inn:Kolfinna Ólafsdóttir (Grótta) Út:Ariela Lewis (Grótta)
60. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
60. mín
Inn:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir) Út:Marija Radojicic (Fylkir)
59. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teiginn vinstra megin.

Eva Rut tekur spyrnuna og setur hana á markið, beint í fangið á Corneliu.
55. mín
Leikurinn stöðvaður og mér sýnist það vera Helga Guðrún sem liggur eftir og fær aðhlynningu.

Helga er klár að halda áfam og leikurinn fer aftur af stað.
52. mín
Fylkir í færi!! Guðrún Karítas í dauuðafæri!

Eva með hreinsun og vindurinn fleytir boltanum yfir öftustu línu Gróttu, Guðrún tekur við boltanum og á skot yfir markið.
50. mín
Grótta fær horn.
48. mín MARK!
María Lovísa Jónasdóttir (Grótta)
Stoðsending: Hannah Abraham
Grótta tekur forystuna!! Hannah fær boltann út vinstra megin og keyrir upp að endalínu og á góða fyrirgjöf fyrir markið þar sem María Lovísa er mætt á réttum tíma á réttan stað og kemur boltanum yfir línuna!

Góð sókn hjá Gróttu sem byrja seinnihálfleikinn vel.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Hornið fer yfir allan teiginn og Bergrós flautar til hálfleiks.

Rokið hefur sett mikinn svip á þennan fyrri hálfleik sem hefur ekki verið gríðarlega fallegur.
45. mín
Grótta fær hornspyrnu.
45. mín
Guðrún Karítas setur boltann bakvið vörnina á Helgu Guðrúnu sem er sloppin í gegn en flaggið fer á loft.
41. mín
Guðrún Karítas með fyrirgjöf sem fer beint í fangið á Corneliu.
39. mín
Eva liggur eftir einvígi við Hönnuh, leikurinn er stöðvaður í smá stund.

Eva virðist getað haldið áfram.
34. mín
Grótta sækir hornspyrnu.

Boltinn berst aftur út og það skapast svo hætta í teignum sem Fylkir nær að koma aftur fyrir, Grótta fær annað horn.
33. mín
Tijana með misheppnaða sendingu út úr vörninni, beint á Hönnuh sem keyrir á vörnina, endar með skoti sem er kraftlaust og Tinna hirðir boltann.
31. mín
Grótta fær hornspyrnu.
28. mín
María Lovísa reynir fyrirgjöf sem fer aftur fyrir.
22. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Fylkir jafnar strax!! Eva með langan bolta fram, Guðrún tekur við boltanum, snýr og fer framhjá 2-3 varnarmönnum Gróttu og leggur boltann svo til baka í fjær framhjá Cornelia í markinu!
20. mín MARK!
Ariela Lewis (Grótta)
Stoðsending: Hannah Abraham
Maaark!! Hannah með fyrirgjöf sem fýkur upp í vindinn og lendir rétt fyrir framan markið beint fyrir fæturnar á Ariela sem setur boltann undir Tinnu í markinu.
19. mín
Sunneva á góðan sprett upp hægri kantinn en fyrirgjöfin endar í hliðarnetinu.
17. mín
Grótta fær hornspyrnu.
15. mín
Darraðadans fyrir framan Fylkismarkið!

Kemur fyrirgjöf á fjær sem Hannah nær að halda inná og skalla fyrir markið, boltinn virðist vera að fara yfir en endar á fjærstönginni. Þaðan berst boltinn út í teiginn þar sem Margrét Lea kemur á fleygiferð og ætlar að hamra á markið en Fylkiskonur henda sér fyrir boltann.

Grótta líklegri fyrsta korterið!
13. mín
Hannah með fyrirgjöf og Margrét Lea nær skotinu á markið en krafturinn er lítill og Tinna á auðvelt með þennan bolta í markinu.
10. mín
Grótta í dauðafæri!! Ariela fær boltann í fætur og nær að finna Hönnuh í gegn sem er komin ein gegn Tinnu og bombar boltanum í hliðarnetið! Algjört dauuuðafæri!
6. mín
Hannah fær boltann úti vinstra megin, köttar inn og á skot hátt yfir markið.
5. mín
Guðrún Karítas gerir vel og kemur sér framhjá Hallgerði og setur hann á Söru sem á skot yfir markið en er síðan dæmd rangstæð.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir sem hefja þennan leik!
Fyrir leik
Byrjunarliðin Byrjunarliðin eru kominn inn og má sjá hér til hliðanna.

Fylkir gerir eina breytingu á sínu liði eftir sigurinn gegn FHL, Marija Radojicic kemur inn fyrir Viktoríu Diljá.

Gróttu liðið er óbreytt frá jafnteflinu við HK.
Fyrir leik
Grótta sló Fylki út úr bikarnum Liðin mættust í Mjólkurbikarnum þann 7. maí síðastliðinn hér á Würth vellinum. Grótta hafði betur 1-2 eftir sigurmark undir lok leiksins.

Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfi á 3. mínútu, Ariela Lewis jafnaði fyrir Gróttu á 49. mínútu og það var Birgitta Hallgrímsdóttir sem tryggði Gróttu sigurinn á 89. mínútu.

Grótta datt svo út í 16-liða úrslitunum þegar þær mættu Bestu deildarlið Stjörnunnar og töpuðu 9-1.
Fyrir leik
Síðustu leikir

Fylkiskonur koma inn í leikinn eftir þrjá deildarsigra í röð. 5-0 sigur á Augnabliki, 3-0 sigur á Fram og 4-2 sigur á FHL.



Grótta hefur aðeins tekið 1 stig úr síðustu 3 leikjum. 1-0 tap gegn Grindavík, 5-3 tap gegn FHL og 1-1 jafntefli við HK.
Fyrir leik
Staðan í deildinni 1. Víkingur R. - 22 stig
2. HK - 17 stig
3. Fylkir - 16 stig
4. Grótta - 13 stig
5. Grindavík - 12 stig
6. Afturelding - 11 stig
7. FHL - 9 stig
8. Fram - 7 stig
9. KR - 6 stig
10. Augnablik - 4 stig

Liðin eru hlið við hlið í 3. og 4. sæti deildarinnar en Grótta getur með sigri jafnað Fylki á stigum. Á sama tíma getur Fylkir komið sér upp fyrir HK í 2. sæti deildarinnar takist þeim að vinna í kvöld.
Fyrir leik
Gott kvöld!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá Würth vellinum í Árbænum þar sem Fylkir tekur á móti Gróttu í Lengjudeild kvenna!
Byrjunarlið:
1. Cornelia Baldi Sundelius (m)
4. Hallgerður Kristjánsdóttir
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir
8. Arnfríður Auður Arnarsdóttir
10. Margrét Lea Gísladóttir ('75)
14. Nína Kolbrún Gylfadóttir (f) ('61)
22. Hannah Abraham
23. Ariela Lewis ('61)
24. Lovísa Davíðsdóttir Scheving
25. Lilja Lív Margrétardóttir
29. María Lovísa Jónasdóttir ('61)
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
2. Kolfinna Ólafsdóttir ('61)
3. Margrét Rán Rúnarsdóttir
6. Telma Sif Búadóttir ('75)
9. Tinna Jónsdóttir ('61)
16. Elín Helga Guðmundsdóttir
17. Patricia Dúa Thompson
26. Birgitta Hallgrímsdóttir
39. Lilja Davíðsdóttir Scheving ('61)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Pétur Rögnvaldsson (Þ)
Jórunn María Þorsteinsdóttir
Erla Ásgeirsdóttir
Eydís Lilja Eysteinsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Hildur Guðný Káradóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: