Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
Ísrael
1
4
Ísland
Eran Zahavi '31 , víti 1-0
1-1 Albert Guðmundsson '39
1-2 Arnór Ingvi Traustason '42
Roy Revivo '73
Eran Zahavi '80 , misnotað víti 1-2
1-3 Albert Guðmundsson '83
1-4 Albert Guðmundsson '87
21.03.2024  -  19:45
Szusza Ferenc Stadion
EM umspilið
Dómari: Anthony Taylor (England)
Byrjunarlið:
18. Omri Glazer (m)
2. Eli Dasa
3. Sean Goldberg
4. Miguel Vítor
7. Eran Zahavi
8. Dor Peretz
12. Roy Revivo
13. Anan Khalaili
14. Gavriel Kanichowsky ('46)
17. Gizacho Gadi Kinda ('62)
19. Dor Turgeman

Varamenn:
1. Gad Amos (m)
23. Yoav Gerafi (m)
5. Ofri Arad
6. Neta Lavi
9. Tai Baribo
10. Ramzi Safuri ('62)
11. Liel Adaba
15. Oscar Gloukh ('46)
16. Mohammad Abu Fani
20. Tomer Yosefi
21. Ido Shahar
22. Ofir Davidzada

Liðsstjórn:
Alon Hazan (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Roy Revivo ('73)
Leik lokið!
Við erum á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu um sæti á EM næsta sumar eftir hreint út sagt stórkostlegan leik í Búdapest. Viðtöl og viðbrögð munu berast eftir því sem líður á kvöldið en við erum skrefi nær einu stórmóti enn!
Sverrir Örn Einarsson
Sverrir Örn Einarsson
Sverrir Örn Einarsson
Sverrir Örn Einarsson
90. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma. Ef staðan væri 2-1 þá væri ég stressaður. Ég er það hins vegar ekki núna.
Sverrir Örn Einarsson
89. mín
Úkraína hefur snúið blaðinu við Er að vinna Bosníu 2-1. Stefnir í að við mætum Úkraínu í Póllandi á þriðjudag.
89. mín
Úkraína var að jafna gegn Bosníu.

Stemmingin hjá Ísraelum í stúkunni er svo heldur súr..... Mér er eigilega alveg drullusama. Lái mér hver sem vill en þeir þurfa að laga ýmislegt hjá sér hvort sem það er fótboltatengt eða annað.
Sverrir Örn Einarsson
87. mín MARK!
Albert Guðmundsson (Ísland)
Albert með eins og eina þrennui!!!!!! Albert að klára þrennuna!!!!!

Fylgir eftir skoti Jóns Dags eftir stórgóða skyndisókn Íslands.

VAR skoðun lokið og markið stendur.
Sverrir Örn Einarsson
85. mín
Skilaboð til flugfélaga Er stemming fyrir hópferð til Póllands eða Bosniu? Góðir viðskiptamöguleikar fyrir þá sem grípa þá gæs!
Sverrir Örn Einarsson
83. mín MARK!
Albert Guðmundsson (Ísland)
Lék á varnarmenn og skaut í annan og frá honum flaug boltinn hátt og datt í markið.

Þessi leikur er að spilast eftir hinu fullkomna handriti
Hafliði Breiðfjörð
80. mín
Ísland fær aukaspyrnu á flottum stað. Albert tekur hana en Ísrael hreinsar frá.

Þvílik spenna hérna!
Anton Freyr Jónsson
80. mín Misnotað víti!
Eran Zahavi (Ísrael)
Setti boltann framhjá markinu! Við erum enn með þennan leik!
Hafliði Breiðfjörð
79. mín
Ísrael fær vítaspyrnu eftir VAR skoðun.
Hafliði Breiðfjörð
73. mín Rautt spjald: Roy Revivo (Ísrael)
Ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni.
70. mín
Mynd: Getty Images

69. mín
Andri Lucas sterkur í teignum vinnur annað horn
Sverrir Örn Einarsson
67. mín
Hákon með snyrtilegt hlaup og vinnur aukaspyrnu

Líklega aðeins of langt fyrir skot

Albert reynir skot en af veggnum og aftur fyrir.

Hornspyrna.
Sverrir Örn Einarsson
67. mín
AD 1 fann hægri höndina á sér og gaf okkur innkast.
Sverrir Örn Einarsson
63. mín
Bosnía yfir Bosnía er óvænt yfir gegn Úkraínu. Eins og staðan er núna verður Bosnía - Ísland úrslitaleikur í Sarajevo á þriðjudaginn. En nóg eftir.
62. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
62. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
62. mín
Inn:Ramzi Safuri (Ísrael) Út: Gizacho Gadi Kinda (Ísrael)
Sverrir Örn Einarsson
60. mín
Anan Khalaili í hörkufæri fyrir Ísrael eftir alltof góðann spilkafla þeirra. Skot hans varið virkilega vel af Hákoni sem slær boltann frá
Sverrir Örn Einarsson
55. mín
Snyrtilegt spil Íslands við teig Ísrael skilar horni.

Guðlaugur Victor með skallann en beint á Glazer.

Ísraeli leggst í teignum eftir viðureign sína við Gulla. Ég hefði gert það líka. Ræður ekkert við svona menn.
Sverrir Örn Einarsson
54. mín
AD1 virðist bara geta flaggað í aðra áttina. Í þriðja skiptið á 8 mínútum fer boltinn af Ísraela og út af en þeir fá innkastið.
Sverrir Örn Einarsson
53. mín
Ísraelar sækja hratt og vinna horn

Hálf þunglamaleg útfærsla endar með skoti frá Kinda beint á Hákon
Sverrir Örn Einarsson
51. mín
Á Louvre safnið með þessar takk!
Mynd: Getty Images

Mynd: Getty Images

Mynd: Getty Images

50. mín
Oscar Gloukh með skot að marki en beint á Hákon sem á ekki í nokkrum vandæðum með það.
Sverrir Örn Einarsson
48. mín
Hákon með geggjaðan sprett frá miðjunni og inn að teig Ísraels. Nær skotinu en Glazer slær boltann í horn.

Skemmtileg útfærsla á horninu sem er tekið á nær á Guðlaug Viktor sem hamrar boltann hátt yfir.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Ísrael hefur þetta á ný.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Inn:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) Út:Willum Þór Willumsson (Ísland)
Bæði lið breyta í hálfleik
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Inn: Oscar Gloukh (Ísrael) Út:Gavriel Kanichowsky (Ísrael)
Bæði lið breyta í hálfleik
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Fínasta fyrri hálfleik lokið.

Eftir að hafa lent undir beit íslenska liðið svo sannarlega í skjaldarrendur og sneri taflinu við með tveimur frábærum mörkum undir lok hálfleiksins .

Meira af því sama í síðari hálftleik og tryggjum okkur úrslitaleik um gott partý næsta sumar.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
+3

Álitleg skyndisók Íslands. Hákon finnur Albert í teignum sem þarf að sækja boltann og nær ekki góðu skoti og boltinn hátt yfir.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er 3 mínútur
Sverrir Örn Einarsson
Sverrir Örn Einarsson
42. mín MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Stoðsending: Sverrir Ingi Ingason
Þarna var það!!!!!! Albert með hornið frá hægri inn á teiginn. Sverrir Ingi í baráttu við varnarmann sem fær boltann í sig sem berst fyrir fætur Arnórs Ingva sem tekur hann í fyrsta og smellir honum í hornið.

Þvílíkar mínútur fyrir Ísland og taflinu snúið við!

Leiðrétting: boltinn fór ekkert af neinum varnarmanni heldur beint af Sverri Inga. Stoðsending klár
Sverrir Örn Einarsson
41. mín
Ísland vinnur horn.
Sverrir Örn Einarsson
39. mín MARK!
Albert Guðmundsson (Ísland)
Hvaða orð á maður að nota?
Þvílík spyrna!!!!!!

Minnir um margt á spyrnu Gylfa Sig gegn Slóveníu hér um árið. Yfir vegginn og beint í vinkilinn. Sturluð spyrna í alla staði og allt er jafnt á ný.

Gummi Ben lét vel í sér heyra í lýsingu Stöðvar 2 sport og skil ég hann vel.
Sverrir Örn Einarsson
38. mín
Ísland fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Kanichowsky brotlegur gegn Hákoni.

Gummi Tóta og Albert standa yfir boltanum.
Sverrir Örn Einarsson
35. mín
34. mín
Ísland fær sitt fyrsta horn.

Erum talsvert hærra liðið á vellinum og verðum að nýta svona sénsa.

Ekkert verður úr.
Sverrir Örn Einarsson
32. mín
Mynd: Getty Images

31. mín Mark úr víti!
Eran Zahavi (Ísrael)

Hákon í rétt horn en spyrnan alveg út við stöng.

Það er svo stutt á milli í þessu. Dauðafæri á einum enda vallarsins sem nýtist ekki og við fáum mark beint í pönnuna.
Sverrir Örn Einarsson
29. mín
NEI NEI OG AFTUR NEI! Ísrael er að fá vítaspyrnu!!!!!!

Snöggir að taka innkast frá hægra. Boltinn á Zahavi í teignum og Daníel Leó bara of seinn og fer í hann og víti dæmt.
Sverrir Örn Einarsson
28. mín
Orri Steinn í dauðafæri!!!!!! Frábær sókn Íslands!

Arnór Sig keyrir inn völlinn og kemst óáreittur alla leið að D-boganum þar sem hann lætur vaða á markið. Glazer í marki Ísrael gerir vel að verja en boltinn beint fyrir fætur Orra sem setur boltann hárfínt framhjá.
Sverrir Örn Einarsson
25. mín
Hornspyrnan léleg en Ísrael vinnur boltann strax aftur. Boltinn fyrir markið frá vinstri þar sem Hákon mætir út en lendir í samstuði við Vitor og missir boltann.

Við hreinum og Ísrael byggir upp á ný.
Sverrir Örn Einarsson
24. mín
Ísrael sækir fyrstu hornspyrnu leiksins.
Sverrir Örn Einarsson
20. mín
Leikarinn Revivo með fyrirgjöf frá vinstri. Hákon mætir út í teiginn og hirðir boltann sinn.
Sverrir Örn Einarsson
17. mín
Mynd: Getty Images

16. mín
Jói Berg fylgist spenntur með Stendur rétt fyrir aftan varamannaskýlið.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

15. mín
Revivo fellur með tilþrifum eftir baráttu við Arnór Ingva. Engin snerting en aukaspyrna niðurstaðan. Tekinn inn á teiginn þar sem Miguel Vitor skallar boltann himinhátt yfir.
Sverrir Örn Einarsson
10. mín
Ísrael að þrýsta liði sínu ofar á völlinn.

Dor Turgeman með fyrirgjöf frá vinstri sem svífur afturfyrir.
Sverrir Örn Einarsson
9. mín
Byrjunarliðið
Mynd: Getty Images

8. mín
Ísraelar sækja hratt og komast hátt á völlinn úti hægra megin. Boltinn inn í átt að teignum fyrir fætur Kinda sem á skot beint í varnarmann.
Sverrir Örn Einarsson
5. mín
Við höfum haldið boltanum betur þessar fyrstu mínútur Ísraelum í stúkunni til lítillar gleði sem baula í hvert sinn sem við vinnum boltann.
Sverrir Örn Einarsson
1. mín
Leikur hafinn

Leikurinn er farinn af stað í Búdapest. Það er Ísland sem sparkar þessu af stað.

Áfram Ísland!
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Liðin ganga til vallar Þjóðsöngvarnir næst á dagskrá.
Fyrir leik
Ingó veðurguð meðal áhorfenda Er í skýjunum með að sinn maður sé í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Innlit í klefa Íslands
Mynd: Getty Images

Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Formaðurinn mættur til Búdapest
Fyrir leik
Daníel Leó og Gummi Tóta byrja Liðið hjá Hareide kemur aðeins á óvart. Fótbolti.net setti í aðdraganda leiksins upp líklegt byrjunarlið og eru tvær breytingar frá því liði. Daníel Leó Grétarsson er við hlið Sverris Inga í hjarta varnarinnar og Guðmundur Þórarinsson er í vinstri bakverði. Sverrir er með fyrirliðabandið í fjarveru Jóhanns Bergs Guðmundssonar.
Fyrir leik
(Staðfest) byrjunarlið Íslands
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Fyrir leik
Sverrir Ingi er með fyrirliðabandið í kvöld
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Age Hareide mætir úr rútunni
Mynd: Getty Images
Fyrir leik
Sviðið er klárt
Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Nokkrar mínútur í að byrjunarlið Íslands verði opinberað Ef þið eigið eftir að hlusta á hlaðvarpsþátt okkar frá Búdapest sem tekinn var upp í dag þá er hann hér að neðan og á öllum veitum. Um 20 mínútna þáttur þar sem Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður var gestur.

   21.03.2024 14:04
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Fyrir leik
Tólfan heima á Íslandi?
Fyrir leik
Nýjustu tölur af miðasölu Ísraelskir fjölmiðlar greina frá því að miðasalan á landsleik Ísraels og Íslands hafi tekið kipp í dag. Rúmlega 1.300 áhorfendur á bandi Ísraela verði á Szusza Ferenc leikvangnum.

Í gær höfðu aðeins um 600 miðar verið seldir til stuðningsmanna Ísraels.

Það verða ekki margir Íslendingar á vellinum en samkvæmt nýjustu upplýsingum verða þeir um 100.
Fyrir leik
Óvæntir hlutir í byrjunarliði Ísraels
Mynd: Getty Images

Ekki er búið að tilkynna íslenska byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins en Ísraelar hafa hinsvegar tilkynnt sitt lið.

Þar vekur mesta athygli að Oscar Gloukh, einn hæfileikaríkasti leikmaður liðsins, er á bekknum.

Gloukh spilar fyrir Red Bull Salzburg, er nítján ára og er mikið efni. Hann hefur verið orðaður við Barcelona, Manchester United, Arsenal, Liverpool, Newcastle og fleiri félög.

Einnig er áhugavert að Mohammad Abu Fani er líka á bekknum en nær allir ísraelskir fjölmiðlar bjuggust við því að hann myndi byrja.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Komumst við áfram?
Mynd: Fótbolti.net

Fyrir leik
Jói Berg ekki með - Áfall fyrir Ísland
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ísland hefur orðið fyrir áfalli fyrir leikinn mikilvæga gegn Ísrael í kvöld því Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla.
Fyrir leik
Fókusinn á fótboltann
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Umfjöllun í aðdraganda þessa leiks hefur svo sannarlega ekki snúist bara um fótbolta. Stríðsátökin í Ísrael og Palestínu og kynferðisbrotamál hafa verið áberandi. Það var þrúgandi andrúmsloft á fréttamannafundi í gær þar sem ísraelskir fjölmiðlar þjörmuðu að Age Hareide og í vikunni sendi sá norski frá sér stutta yfirlýsingu vegna ummæla sinna sem tengjast máli Alberts.

Vonandi er stutt í að fótboltinn fari í algjöran forgang í umræðunni í kringum landsliðið.
Fyrir leik
Það verða mun fleiri á bandi Ísrael í stúkunni
   20.03.2024 12:39
Döpur mæting hjá íslenskum stuðningsmönnum
Fyrir leik
Erlendir veðbankar telja Ísraelsmenn sigurstranglegri í komandi viðureign
   18.03.2024 12:55
Allir veðbankar telja Ísrael sigurstranglegra gegn Íslandi
Fyrir leik
Englendingar dæma
Mynd: Getty Images

Enski úrvalsdeildardómarinn Anthony Taylor dæmir leikinn í kvöld. Enskir dómarar sjá alfarið um dómgæslu leiksins. Chris Kavanagh verður fjórði dómari og Stuart Attwell sér um VAR dómgæsluna. Aðstoðardómarar verða Gary Beswick og Adam Nunn.
Fyrir leik
Öll þjóðin verður að hafa trú
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Það má búast við hörkuleik, það er allt undir og bæði lið vita það. En þetta snýst líka um að koma með rétt spennustig í leikinn og stjórna því hvernig við förum inn í leikinn. Þetta verður líklega lokaður leikur í byrjun en svo munu liðin finna opnanirnar," segir Arnór Sigurðsson.

„Ég er búinn að vera byrja upp á síðkastið og búinn að spila vel með Blackburn á þessu tímabili. Auðvitað vonast maður til þess að byrja."

„Við erum búnir að fara yfir allt; bæði hvernig við ætlum að pressa og hvernig við ætlum að sækja. Þessir dagar eru búnir að vera mjög góðir, góður undirbúningur og maður finnur að liðið er klárt í þetta."


Er horft í leikina frá árinu 2022 í Þjóðadeildinni?

„Við höfum farið yfir þá, það er ekki svo langt síðan. Við fundum það þegar við spiluðum við þá að við hefðum léttilega átt að klára báða leikina. Við förum ekkert of mikið í þá leik samt því það eru tvö ár liðin síðan."

„Ég hef fulla trú á þessu, það verða allir í kringum liðin og öll þjóðin að hafa trú. Við vitum að við getum þetta og erum með leikmenn sem hafa gert þetta áður. Ég hef sjálfur bullandi trú á þessu og er mjög spenntur fyrir þessu."

„Þetta eru tveir leikir og þá ertu kominn á EM, þetta er dauðafæri. Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"


   20.03.2024 14:33
„Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn Verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Búdapest þar sem íslenska landsliðið mætir því ísraelska í umspilinu fyrir EM. Leikurinn hefst 19:45. Að staðartíma 20:45.

Leikið er til þrautar. Sigurliðið mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik í næstu viku þar sem í boði er sæti á EM í Þýskalandi. Já takk!

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Guðmundur Þórarinsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
8. Arnór Sigurðsson
9. Orri Steinn Óskarsson ('62)
10. Albert Guðmundsson
10. Hákon Arnar Haraldsson
15. Willum Þór Willumsson ('46)
18. Daníel Leó Grétarsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('62)

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
13. Patrik Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
6. Hjörtur Hermannsson
10. Ísak Bergmann Jóhannesson ('62)
11. Alfreð Finnbogason
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('46)
14. Kolbeinn Finnsson
18. Mikael Anderson
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('62)
23. Mikael Egill Ellertsson
23. Kristian Hlynsson

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: