Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
   mið 20. mars 2024 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
„Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"
Icelandair
Arnór ræddi við íslenska fjölmiðla á hóteli landsliðsins.
Arnór ræddi við íslenska fjölmiðla á hóteli landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Var í byrjunarliðinu gegn Portúgal í nóvember.
Var í byrjunarliðinu gegn Portúgal í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ræddi við íslenska fjölmiðlamennn á hóteli landsliðsins í Búdapest í dag. Arnór ræddi um leikinn mikilvæga gegn Ísrael sem fram fer annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Sæti í úrslitaleik um sæti á EM er undir.

„Það má búast við hörkuleik, það er allt undir og bæði lið vita það. En þetta snýst líka um að koma með rétt spennustig í leikinn og stjórna því hvernig við förum inn í leikinn. Þetta verður líklega lokaður leikur í byrjun en svo munu liðin finna opnanirnar," sagði Arnór.

„Ég er búinn að vera byrja upp á síðkastið og búinn að spila vel með Blackburn á þessu tímabili. Auðvitað vonast maður til þess að byrja."

„Við erum búnir að fara yfir allt; bæði hvernig við ætlum að pressa og hvernig við ætlum að sækja. Þessir dagar eru búnir að vera mjög góðir, góður undirbúningur og maður finnur að liðið er klárt í þetta."


Er horft í leikina frá árinu 2022 í Þjóðadeildinni?

„Við höfum farið yfir þá, það er ekki svo langt síðan. Við fundum það þegar við spiluðum við þá að við hefðum léttilega átt að klára báða leikina. Við förum ekkert of mikið í þá leik samt því það eru tvö ár liðin síðan."

„Ég hef fulla trú á þessu, það verða allir í kringum liðin og öll þjóðin að hafa trú. Við vitum að við getum þetta og erum með leikmenn sem hafa gert þetta áður. Ég hef sjálfur bullandi trú á þessu og er mjög spenntur fyrir þessu."

„Þetta eru tveir leikir og þá ertu kominn á EM, þetta er dauðafæri. Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"


Tveir leikmenn í hópnum heita Arnór, hvað eru menn kallaðir til að greina á milli? „Það er mismunandi, Nóri, Arnór Sig, eftirnöfnin oft notuð," sagði Arnór.

Í viðtalinu, sem má sjá í spilaranum efst, ræðir hann einnig um félagslið sitt Blackburn, gengi liðsins, þjálfarabreytinguna, stöðuna innan liðsins og stemninguna á Englandi.
Athugasemdir
banner