Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
   mið 20. mars 2024 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
„Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"
Icelandair
Arnór ræddi við íslenska fjölmiðla á hóteli landsliðsins.
Arnór ræddi við íslenska fjölmiðla á hóteli landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Var í byrjunarliðinu gegn Portúgal í nóvember.
Var í byrjunarliðinu gegn Portúgal í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ræddi við íslenska fjölmiðlamennn á hóteli landsliðsins í Búdapest í dag. Arnór ræddi um leikinn mikilvæga gegn Ísrael sem fram fer annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Sæti í úrslitaleik um sæti á EM er undir.

„Það má búast við hörkuleik, það er allt undir og bæði lið vita það. En þetta snýst líka um að koma með rétt spennustig í leikinn og stjórna því hvernig við förum inn í leikinn. Þetta verður líklega lokaður leikur í byrjun en svo munu liðin finna opnanirnar," sagði Arnór.

„Ég er búinn að vera byrja upp á síðkastið og búinn að spila vel með Blackburn á þessu tímabili. Auðvitað vonast maður til þess að byrja."

„Við erum búnir að fara yfir allt; bæði hvernig við ætlum að pressa og hvernig við ætlum að sækja. Þessir dagar eru búnir að vera mjög góðir, góður undirbúningur og maður finnur að liðið er klárt í þetta."


Er horft í leikina frá árinu 2022 í Þjóðadeildinni?

„Við höfum farið yfir þá, það er ekki svo langt síðan. Við fundum það þegar við spiluðum við þá að við hefðum léttilega átt að klára báða leikina. Við förum ekkert of mikið í þá leik samt því það eru tvö ár liðin síðan."

„Ég hef fulla trú á þessu, það verða allir í kringum liðin og öll þjóðin að hafa trú. Við vitum að við getum þetta og erum með leikmenn sem hafa gert þetta áður. Ég hef sjálfur bullandi trú á þessu og er mjög spenntur fyrir þessu."

„Þetta eru tveir leikir og þá ertu kominn á EM, þetta er dauðafæri. Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"


Tveir leikmenn í hópnum heita Arnór, hvað eru menn kallaðir til að greina á milli? „Það er mismunandi, Nóri, Arnór Sig, eftirnöfnin oft notuð," sagði Arnór.

Í viðtalinu, sem má sjá í spilaranum efst, ræðir hann einnig um félagslið sitt Blackburn, gengi liðsins, þjálfarabreytinguna, stöðuna innan liðsins og stemninguna á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner