Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
   mið 20. mars 2024 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
„Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"
Icelandair
Arnór ræddi við íslenska fjölmiðla á hóteli landsliðsins.
Arnór ræddi við íslenska fjölmiðla á hóteli landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Var í byrjunarliðinu gegn Portúgal í nóvember.
Var í byrjunarliðinu gegn Portúgal í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ræddi við íslenska fjölmiðlamennn á hóteli landsliðsins í Búdapest í dag. Arnór ræddi um leikinn mikilvæga gegn Ísrael sem fram fer annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Sæti í úrslitaleik um sæti á EM er undir.

„Það má búast við hörkuleik, það er allt undir og bæði lið vita það. En þetta snýst líka um að koma með rétt spennustig í leikinn og stjórna því hvernig við förum inn í leikinn. Þetta verður líklega lokaður leikur í byrjun en svo munu liðin finna opnanirnar," sagði Arnór.

„Ég er búinn að vera byrja upp á síðkastið og búinn að spila vel með Blackburn á þessu tímabili. Auðvitað vonast maður til þess að byrja."

„Við erum búnir að fara yfir allt; bæði hvernig við ætlum að pressa og hvernig við ætlum að sækja. Þessir dagar eru búnir að vera mjög góðir, góður undirbúningur og maður finnur að liðið er klárt í þetta."


Er horft í leikina frá árinu 2022 í Þjóðadeildinni?

„Við höfum farið yfir þá, það er ekki svo langt síðan. Við fundum það þegar við spiluðum við þá að við hefðum léttilega átt að klára báða leikina. Við förum ekkert of mikið í þá leik samt því það eru tvö ár liðin síðan."

„Ég hef fulla trú á þessu, það verða allir í kringum liðin og öll þjóðin að hafa trú. Við vitum að við getum þetta og erum með leikmenn sem hafa gert þetta áður. Ég hef sjálfur bullandi trú á þessu og er mjög spenntur fyrir þessu."

„Þetta eru tveir leikir og þá ertu kominn á EM, þetta er dauðafæri. Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"


Tveir leikmenn í hópnum heita Arnór, hvað eru menn kallaðir til að greina á milli? „Það er mismunandi, Nóri, Arnór Sig, eftirnöfnin oft notuð," sagði Arnór.

Í viðtalinu, sem má sjá í spilaranum efst, ræðir hann einnig um félagslið sitt Blackburn, gengi liðsins, þjálfarabreytinguna, stöðuna innan liðsins og stemninguna á Englandi.
Athugasemdir
banner