Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 18. mars 2024 12:55
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Allir veðbankar telja Ísrael sigurstranglegra gegn Íslandi
Icelandair
Mynd: EPA
Spennan er að magnast upp fyrir landsleik Íslands gegn Ísrael sem fram fer í Búdapest á fimmtudaginn. Sigurvegarinn leikur úrslitaleik gegn Úkraínu eða Bosníu um sæti á EM í Þýskalandi.

Í könnun á forsíðu eru rétt rúmlega 50% lesenda Fótbolta.net á því að Ísland muni bera sigur úr býtum gegn Ísraelsmönnum.

Heimurinn er þó á því að ísraelska liðið sé talsvert sigurstranglegra og er lægri stuðull á sigur Ísrales en Íslands í öllum veðbönkum.

Til dæmis er stuðullinn á sigur Ísraels 2,20 hjá bet365 en 3,40 á sigur Íslands. 3,25 er á að jafnt verði eftir 90 mínútur og þá farið í framlengingu.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Fórst þú út á leik í enska boltanum á árinu 2024?
Athugasemdir
banner
banner
banner