Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fim 21. mars 2024 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Virtur ísraelskur blaðamaður hefur áhyggjur af Alberti - „Allir í Ísrael eru að tala um hann"
Icelandair
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gloukh er ekki í liðinu hjá Ísrael.
Gloukh er ekki í liðinu hjá Ísrael.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net ræddi við ísraelska fjölmiðlamanninn Amit Lewinthal sem vinnur hjá One í heimalandinu. One er stærsta íþróttavefsíðan í Ísrael. Hann ræddi um leikinn sem fram fer í kvöld.

Amit sér leikinn eins og flestir, jafn leikur fyrir fram. „Ég held að bekkurinn gæti ráðið úrslitum , margir góðir leikmenn eru á bekknum hjá Ísrael eins og Oscar Gloukh og líka Adaba. Þetta verður bardagi milli líkamlegu hliðarinnar hjá Íslandi og tekknísku hliðarlinnar hjá Ísrael. Khalaili getur orðið stjarna leiksins, hann hefur spilað mjög vel og athyglin verðir á Zahavi sem leiðir línuna. Leikmennirnir í kringum Zahavi geta nýtt sér það til að skora mörk."

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Það er mjög óvænt að Oscar Gloukh, sem er stóra stjarnan í Ísrael og spilar í Salzburg, sé ekki í byrjunarliðinu. Allir blaðamennirnir í Ísrael eru núna að gagnrýna þessa ákvörðun. Miðjan er ekkert rosalega sterk heldur, þeir sem eru með Peretz eru ekki líkamlega sterkir eins og Abu Fani sem er á bekknum."

„Það er mikil pressa á Alon Hazan þjálfara liðsins. Hann veit að ef hann tapar í dag þá mun hann ekki halda starfinu. Hann verður að ná í úrslit, annars verður mikil gagnrýni, fólk býst við því að Ísrael vinni leikinn."


Amit hefur áhyggjur af Alberti Guðmundssyni í liði Íslands, það sé leikmaður sem verði að stoppa. „Allir í Ísrael eru að tala um hann, hefur skorað tíu mörk í Serie A. Það er held ég aðalatriðið að stoppa hann. Það eru tveir hlutir sem lagðir eru áherslur á varðandi íslenska liðið. Fyrsta lagi pressa íslenska liðsins og föstu leikatriðin. Liðin mættust fyrir minna en tveimur árum og vita við hverju á að búast. Það kæmi mér ekki á óvart ef leikurinn yrði framlengdur og fari jafnvel í vítaspyrnukeppni," sagði Amit.

„Allir í Ísrael eru mjög bjartsýnir, ég hitti ekki einn í Ísrael sem hélt að við myndum ekki fara áfram. Ég er sá eini sem er efins, kannski veit ég eitthvað, kannski ekki."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hann ræðir um áhrif stríðsins og segir að ísraelska liðið vilji gleðja fólkið heima fyrir.
Athugasemdir
banner