Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 21. mars 2024 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Virtur ísraelskur blaðamaður hefur áhyggjur af Alberti - „Allir í Ísrael eru að tala um hann"
Icelandair
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gloukh er ekki í liðinu hjá Ísrael.
Gloukh er ekki í liðinu hjá Ísrael.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net ræddi við ísraelska fjölmiðlamanninn Amit Lewinthal sem vinnur hjá One í heimalandinu. One er stærsta íþróttavefsíðan í Ísrael. Hann ræddi um leikinn sem fram fer í kvöld.

Amit sér leikinn eins og flestir, jafn leikur fyrir fram. „Ég held að bekkurinn gæti ráðið úrslitum , margir góðir leikmenn eru á bekknum hjá Ísrael eins og Oscar Gloukh og líka Adaba. Þetta verður bardagi milli líkamlegu hliðarinnar hjá Íslandi og tekknísku hliðarlinnar hjá Ísrael. Khalaili getur orðið stjarna leiksins, hann hefur spilað mjög vel og athyglin verðir á Zahavi sem leiðir línuna. Leikmennirnir í kringum Zahavi geta nýtt sér það til að skora mörk."

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Það er mjög óvænt að Oscar Gloukh, sem er stóra stjarnan í Ísrael og spilar í Salzburg, sé ekki í byrjunarliðinu. Allir blaðamennirnir í Ísrael eru núna að gagnrýna þessa ákvörðun. Miðjan er ekkert rosalega sterk heldur, þeir sem eru með Peretz eru ekki líkamlega sterkir eins og Abu Fani sem er á bekknum."

„Það er mikil pressa á Alon Hazan þjálfara liðsins. Hann veit að ef hann tapar í dag þá mun hann ekki halda starfinu. Hann verður að ná í úrslit, annars verður mikil gagnrýni, fólk býst við því að Ísrael vinni leikinn."


Amit hefur áhyggjur af Alberti Guðmundssyni í liði Íslands, það sé leikmaður sem verði að stoppa. „Allir í Ísrael eru að tala um hann, hefur skorað tíu mörk í Serie A. Það er held ég aðalatriðið að stoppa hann. Það eru tveir hlutir sem lagðir eru áherslur á varðandi íslenska liðið. Fyrsta lagi pressa íslenska liðsins og föstu leikatriðin. Liðin mættust fyrir minna en tveimur árum og vita við hverju á að búast. Það kæmi mér ekki á óvart ef leikurinn yrði framlengdur og fari jafnvel í vítaspyrnukeppni," sagði Amit.

„Allir í Ísrael eru mjög bjartsýnir, ég hitti ekki einn í Ísrael sem hélt að við myndum ekki fara áfram. Ég er sá eini sem er efins, kannski veit ég eitthvað, kannski ekki."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hann ræðir um áhrif stríðsins og segir að ísraelska liðið vilji gleðja fólkið heima fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner