Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fim 21. mars 2024 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Virtur ísraelskur blaðamaður hefur áhyggjur af Alberti - „Allir í Ísrael eru að tala um hann"
Icelandair
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Albert Guðmundsson hefur átt frábært tímabil með Genoa á Ítalíu og er mættur aftur í íslenska liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við ísraelska fjölmiðlamanninn Amit Lewinthal sem vinnur hjá One í heimalandinu. One er stærsta íþróttavefsíðan í Ísrael. Hann ræddi um leikinn sem fram fer í kvöld.

Amit sér leikinn eins og flestir, jafn leikur fyrir fram. „Ég held að bekkurinn gæti ráðið úrslitum , margir góðir leikmenn eru á bekknum hjá Ísrael eins og Oscar Gloukh og líka Adaba. Þetta verður bardagi milli líkamlegu hliðarinnar hjá Íslandi og tekknísku hliðarlinnar hjá Ísrael. Khalaili getur orðið stjarna leiksins, hann hefur spilað mjög vel og athyglin verðir á Zahavi sem leiðir línuna. Leikmennirnir í kringum Zahavi geta nýtt sér það til að skora mörk."

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Það er mjög óvænt að Oscar Gloukh, sem er stóra stjarnan í Ísrael og spilar í Salzburg, sé ekki í byrjunarliðinu. Allir blaðamennirnir í Ísrael eru núna að gagnrýna þessa ákvörðun. Miðjan er ekkert rosalega sterk heldur, þeir sem eru með Peretz eru ekki líkamlega sterkir eins og Abu Fani sem er á bekknum."

„Það er mikil pressa á Alon Hazan þjálfara liðsins. Hann veit að ef hann tapar í dag þá mun hann ekki halda starfinu. Hann verður að ná í úrslit, annars verður mikil gagnrýni, fólk býst við því að Ísrael vinni leikinn."


Amit hefur áhyggjur af Alberti Guðmundssyni í liði Íslands, það sé leikmaður sem verði að stoppa. „Allir í Ísrael eru að tala um hann, hefur skorað tíu mörk í Serie A. Það er held ég aðalatriðið að stoppa hann. Það eru tveir hlutir sem lagðir eru áherslur á varðandi íslenska liðið. Fyrsta lagi pressa íslenska liðsins og föstu leikatriðin. Liðin mættust fyrir minna en tveimur árum og vita við hverju á að búast. Það kæmi mér ekki á óvart ef leikurinn yrði framlengdur og fari jafnvel í vítaspyrnukeppni," sagði Amit.

„Allir í Ísrael eru mjög bjartsýnir, ég hitti ekki einn í Ísrael sem hélt að við myndum ekki fara áfram. Ég er sá eini sem er efins, kannski veit ég eitthvað, kannski ekki."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hann ræðir um áhrif stríðsins og segir að ísraelska liðið vilji gleðja fólkið heima fyrir.
Athugasemdir
banner
banner