Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 03. maí 2024 21:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Dramatík í Laugardalnum - Afturelding og Grótta skildu jöfn
Lengjudeildin
Rafael Victor náði forystunni fyrir Þór
Rafael Victor náði forystunni fyrir Þór
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stefán Þór með sigurmark ÍR
Stefán Þór með sigurmark ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding og Grótta skildu jöfn í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld en liðunum er spáð sitthvoru megin í töflunni.


Afturelding komst yfir þegar Aron Bjarki Jósepsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en Damian Timan jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Elmar Kári Enesson Cogic var nálægt því að tryggja Aftureldingu sigurinn en skot hans fór í báðar stangirnar áður en hann fór út.

ÍR vann sterkan sigur á Keflavík en ÍR komst upp úr 2. deildinni síðasta sumar á meðan Keflavík féll úr Bestu deildinni. Stefán Þór Pálsson tryggði ÍR sigurinn með marki undir lok fyrri hálfleiks.

Það var dramatík í AVIS-Vellinum í Laugardalnum þar sem Þróttur fékk Þór í heimsókn. Gestirnir komust yfir þegar Rafael Victor skoraði af vítapunktinum.

Það var ekki fyrr en í uppbótatíma þegar Jorgen Pettersen tryggði Þrótti stig. Cristofer Rolin var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir Þrótt stuttu síðar en skot hans hafnaði í slánni.

Þá vann Njarðvík góðan sigur á Leikni í Breiðholtinu.

Leiknir R. 1 - 2 Njarðvík
0-1 Björn Aron Björnsson ('28 )
0-2 Dominik Radic ('43 )
1-2 Róbert Quental Árnason ('84 )
Lestu um leikinn

Afturelding 1 - 1 Grótta
1-0 Aron Bjarki Jósepsson ('4 , sjálfsmark)
1-1 Damian Timan ('55 )
Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 2 ÍR
0-1 Bragi Karl Bjarkason ('24 , víti)
1-1 Valur Þór Hákonarson ('26 )
1-2 Stefán Þór Pálsson ('45 )
Lestu um leikinn

Þróttur R. 1 - 1 Þór
0-1 Rafael Alexandre Romao Victor ('29 , víti)
1-1 Jorgen Pettersen ('92 )
Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner