Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 07:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea
Powerade
Leny Yoro er ungur miðvörður.
Leny Yoro er ungur miðvörður.
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: EPA
Velkomin um borð í slúðurlestina. Greenwood, Fernandes, Tuchel, Davies, Omorodion, Pochettino og fleiri eru farþegar á þessum fína föstudegi.

Manchester United hefur áhuga á franska varnarmanninum Leny Yoro (18) hjá Lille. (Give Me Sport)

Chelsea er með það í forgangi að reyna að fá nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (25) frá Napoli. Paris St-Germain er einnig að vínna í að fá hann. (Caught Offside)

Napoli hefur áhuga á Mason Greenwood (22) sem er hjá Getafe á láni frá Manchester United. Félagið gæti fengið samkeppni frá Juventus og Atletico Madrid. (Correire dello Sport/Star)

Thomas Tuchel stjóri Bayern München vill að félagið lofi því að kaupa varnartengilið og sóknarmiðjumann í sumar áður en hann skiptir um skoðun og íhugar að stýra liðinu áfram. Bayern hefur meðal annars áhuga á Bruno Fernandes (29) hjá Manchester United. (Independent)

Áhugi Real Madrid á kanadíska vinstri bakverðinum Alphonso Davies (23) hjá Bayern München hefur minnkað. Samningur hans við Bæjara rennur út sumarið 2025. (COPE)

Napoli hefur áhuga á framherjanum Samu Omorodion (20) hjá Atletico Madrid en hann hefur verið á láni hjá Alaves á þessu tímabili. Félagið vill fá hann til að fylla mögulega skarð Osimhen. (Sky Sports Ítalíu)

Mauricio Pochettino nýtur stuðnings valdamikilla aðila innan Chelsea áður en fundað verður um framtíð hans á Stamford Bridge. (Guardian)

Conor Gallagher (24) miðjumaður Chelsea hefur ekki áhuga á að fara í sumar til Newcastle United sem lengi hefur sýnt honum áhuga. (Football Insider)

Real Madrid ætlar að bjóða Espanyol eina og hálfa milljón evra fyrir að fá að halda spænska sóknarmanninum Joselu (34) á lánssamningi áður en ákveðið verður hvort félagið kaupi hann alfarið í sumar. (Sport)

Brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho (31), sem er á láni frá Aston Villa hjá Al-Duhail í Katar, gæti snúið aftur til Vasco da Gama í heimalandi sínu. (TNT Sports Brasilíu)

Juventus íhugar að reka stjórann Massimiliano Allegri, þrátt fyrir að hann hafi tryggt liðinu fyrsta stóra titil sinn í þrjú ár með sigri í ítalska bikarúrslitaleiknum á miðvikudaginn. (Sky Italia)

Juve hefur boðið Thiago Motta þriggja ára samning um að taka við stjórahlutverkinu. (Fabrizio Romano)

Sheffield United ætlar að reyna að fá enska varnarmanninn Joe Worrall (27) frá Nottingham Forest. (TeamTalk)

Sunderland mun fara fram á 12 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn Jobe Bellingham (18). Borussia Dortmund, fyrrum félag Jude bróður hans, hefur áhuga. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner