Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Stjarnan
5
3
KR
Örvar Eggertsson '20 1-0
1-1 Axel Óskar Andrésson '30
Örvar Eggertsson '47 2-1
Guðmundur Baldvin Nökkvason '55 3-1
Óli Valur Ómarsson '78 4-1
4-2 Benoný Breki Andrésson '86
4-3 Benoný Breki Andrésson '88
Adolf Daði Birgisson '90 5-3
16.05.2024  -  19:30
Samsungvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Hafa verið betri, hafa verið verri
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 694
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f) ('82)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('58)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('5)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason ('82)
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
9. Daníel Laxdal ('82)
11. Adolf Daði Birgisson ('58)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('82)
30. Kjartan Már Kjartansson ('82)
35. Helgi Fróði Ingason ('5) ('82)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Emil Atlason ('45)
Mathias Rosenörn ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+8 - Litli leikurinn! Ég segi bara takk!

Geggjaður seinni hálfleikur að baki og alvöru 8 marka veisla.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Þangað til næst, takk fyrir mig!
90. mín MARK!
Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
+6 - ÞÁ ER ÞETTA BÚIÐ! Stórkostlegt mark. Leikur á Lúkas og kemst inn fyrir vörn KR og klárar fáranlega vel. Vippar bara yfir Guy í markinu. Þetta mark ætti að innsigla farseðilin í 8-liða úrslitin fyrir Stjörnuna!

90. mín
+3 KR-ingar að leggja allt í sölurnar!

Það liggur alveg eitt mark hérna í loftinu!
90. mín
+6 Nægur tími eftir!
90. mín
Það er alvöru hiti kominn í þennan leik!

Hvaða veisla er þetta bara?!
88. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
HVAÐ ER AÐ GERAST?! Ekki er öll von úti hjá KR-ingum!

Boltinn kemur inn á teiginn. Það myndast mikið klafs inni á teig Stjörnunnar og þeir ná ekki að hreinsa. Alls ekki góður varnarleikur. En Benoný gerir frábærlega og nær á einhvern ótrúlegan hátt að teigja sig í boltann og vippar honum inn!

Það ætlar allt um koll að keyra!

86. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Luke Rae
Ég jinxaði þetta! Þeir gefast ekki upp!

Luke Rae með sendingu inn fyrir á Benoný sem klárar vel. Meira að segja Stjörnumenn fagna þessu marki með KR-ingum!

Fáum við alvöru bikardrama?!
86. mín
Ekki mikið að frétta úr Garðarbænum. Stemningin er Stjörnumenn og ef eitthvað er eru þeir líklegri að bæta við.
82. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
82. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
82. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
78. mín
694 áhorfendur í Garðarbænum í kvöld
78. mín MARK!
Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Adolf Daði Birgisson
ÓLI AÐ KLÁRA ÞETTA! Adolf Daði kemur boltanum á Óla Val inn fyrir vörn KR-inga sem er kominn einn á móti Guy Smit. Óli klárar færið sitt mjög vel og fagnar vel og innilega.

Verðskuldað hjá Stjörnumönnum!
76. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR) Út:Rúrik Gunnarsson (KR)
76. mín
Inn:Moutaz Neffati (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
73. mín
Kristján tekur spyrnuna. Skot á markið sem Mathias ver vel.
73. mín
KR að fá aukaspyrnu á ágætis stað.
72. mín
Aron Kristófer núna með hornið sem Stjörnumenn verjast vel.
72. mín
KR að fá annað horn! Aron Þórður með spyrnuna inn á teiginn sem Stjörnumenn hreinsa í annað horn!
71. mín
KR að fá horn! Aron Kristófer með skot sem Mathias ver í horn.
71. mín
Guðmundur Baldvin með sendingu í gegn á Adolf sem var aðeins of föst. Guy Smit nær rétt svo að handsama hann. Stjörnumenn betri þessa stundina finnst mér.
68. mín
MAAARRRR...rangur! Ægir Jarl skallar boltann í netið eftir fyrirgjöf frá að mér sýndist Alexi en flaggið fór þá á loft. KR-ingar ekki sáttir.
66. mín
Aron Þórður kemur með boltann inn á teiginn sem Ægir Jarl skallar framhjá.
66. mín
KR að fá horn!
63. mín
"Gregg Ryder is going down, Óskar Hrafn is back in town" syngja Stjörnumenn.
58. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Örvar, markaskorarinn, fékk eitthvað högg eftir markið sem Guðmundur skoraði og fer af velli.
57. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
57. mín
Inn:Aron Sigurðarson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
55. mín MARK!
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
HANN ELSKAR BIKARINN! Allur vindur farinn úr KR-ingum!

Örvar fær boltann út við hliðarlínu og kemur honum á fjærstöngina þar sem Róbert Frosti er. Hann kemur boltanum fyrir markið í fyrsta þar sem Guðmundur Baldvin er mættur og kemur honum í netið. Hann elskar að skora í bikarnum þessi gæi!

Stjörnumenn miklu betri í seinni hálfleik!

49. mín
Inn:Lúkas Magni Magnason (KR) Út:Axel Óskar Andrésson (KR)
Ekki góðar fréttir fyrir KR-inga
49. mín
Eftir markið þarf Axel Óskar aftur aðhlynningu og fer núna af velli sýnist mér.
47. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
STJÖRNUMENN KOMNIR AFTUR YFIR! Frábært spil hjá Stjörnumönnum. Guðmundur Baldvin kemur með bolta inn fyrir vörn KR. Þar er Óli Valur mættur og keyrir upp völlinn. Stjörnumenn eru skyndilega komnir þrír á þrjá en Óli kemur með boltann fyrir markið. Emil Atla lætur boltann fara og Örvar Eggerts fær boltann einn á móti Guy Smit og klárar vel.

Örvar funheitur í dag með sitt annað mark!

46. mín
Seinni hálfelikur hafinn KR-ingar koma okkur aftur af stað. Þeir sækja nú í átt að Keflavík en Stjörnumenn í átt að Breiðholti.
45. mín
Hálfleikur
Fínasti fyrri hálfleikur að baki. Nóg af færum og tvö mörk.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo aftur að vörmu spori.
45. mín
+7 Kristján tekur spyrnuna sem Stjörnumenn höndla og hreinsa.
45. mín Gult spjald: Mathias Rosenörn (Stjarnan)
+7 Fer út úr teignum og slær boltann út í innkast. KR-ingar ekki sáttir.

45. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
+6 Sleppur einn í gegn og fer framhjá Guy í markinu. Hann skorar en það var löngu búið að flauta og flagga.

45. mín
+5 Ekkert mikið að frétta í þessum uppbótartíma...
45. mín
+6 í uppbót
45. mín
HVERNIG?! Óli Valur kemur með bolta inn á teiginn sem KR-ingar ná að komast í. Emil Atla fær þá boltann í erfiðri stöðu en nær að pota í boltann en hann fer ekki inn. Ég skil þetta ekki! Hvernig var þetta ekki mark?
44. mín
Boltinn kemur inn á teiginn og Stjörnumenn hreinsa í innkast.
44. mín
KR að fá horn! Luke gerir frábærlega og kemur honum á Alex Þór sem tekur hörkuskot sem Mathias ver.
42. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Aftur fara KR-ingar í bókina hjá Sigurði
41. mín Gult spjald: Luke Rae (KR)
Sá þetta ekki alveg. Sá bara að Helgi Fróði fór eitthvað niður og Stjörnumenn ekki sáttir. Núna eru KR-ingar ekki sáttir.
40. mín
Rétt yfir! Ægir Jarl fær boltann frá Alexi inni í D-boganum og tekur skotið. Lítil sem engin pressa á honum en skotið fer rétt yfir. KR-ingarnir hættulegri þessa stundina!
38. mín
Jóhann Árni tekur spyrnuna stutt og fær hann aftur. Síðan kemur hann með fyrirgjöf sem var ekki góð og KR-ingarnir hreinsa.
37. mín
Stjarnan að fá horn!
34. mín
Helgi Fróði með fyrir gjöf á Örvar Eggerts sem tekur skotið í fyrsta í jörðina sem Guy Smit handsamar.
33. mín
Theodór Elmar tekur spyrnuna inn á pakkaðan markteig Stjörnunnar. Þar gerir Matthias mjög vel og kýlir frá áður en Luke Rae kemur með misheppnaða fyrirgjöf.
32. mín
KR að fá horn!
30. mín MARK!
Axel Óskar Andrésson (KR)
FÓR DRAGHALTUR ÚTAF ÁÐAN EN SKORAR NÚNA Já ég skal segja ykkur það.

Aukaspyrna frá miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar sem kemur inn á teig Stjörnunnar. Heimamenn ná að hreinsa en ekki nógu langt. Axel Óskar er þá mættur inn á teiginn og klárar listivel. Gæinn hatar ekkert að skora í Garðarbænum.

Allt orðið jafnt!
29. mín
Núna liggur Gummi Kristjáns niðri og þarf aðhlynningu. Meiri meiðslin í þessum fyrri hálfleik.
26. mín
KR-ingar vinna boltann á miðjum vellinum. Atli Sigurjóns hleður bara í skotið sem fer rétt framhjá. Mathias rennur er hann er að hlaupa til baka í markið.
25. mín
Stjarnan í færi Örvar Logi keyrir upp miðjan völlinn og rennir boltanum til hliðar á nafna sinn Eggertsson. Hann er þá komin í ágætis skotstöðu en skotið beint á Guy Smit sem ver vel.
23. mín
Theodór Elmar með hornið sem Stjörnumenn ná að hreinsa en Atli Sigurjóns kemst í boltann og tekur skotið sem fer rétt yfir.
23. mín
KR að fá horn!
20. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Rúrik minn.... Mörkin verða bara klaufalegri og klaufalegri hjá KR þessa dagana.

Mathias í marki Stjörnunnar kemur með langan bolta upp völlinn og yfir varnarlínu KR. Rúrik ætlar að koma honum niður til baka á Guy í marki KR-inga en hittir varla boltann. Sendingin mjög laus og Örvar kemst fyrir. Tökum ekkert af Örvari því hann gerði allt rétt og kláraði mjög vel.

19. mín
Þrír aðrir leikir í gangi í Mjólkurbikarnum Sverrir Örn er í Sunnykef
BOLD Keflavík - ÍA

Anton Freyr er mættur í Árbæinn
BOLD Fylkir - HK

Kári Snorrason er mættur í Safamýrina
BOLD Grindavík - Víkingur R.

Komin mörk í alla leiki nema í Garðarbænum
17. mín
Neinei hann ætlar ekkert útaf Lúkas Magni var búinn að gera sig tilbúin að koma inn á en Axel Óskar virðist ætla að halda leik áfra. Lúkas Magni fer bara aftur í úlpuna.

Áhugavert því KR fór draghaltur af velli.
15. mín
Ekki góðar fréttir fyrir KR Axel Óskar fær högg og þarf aðhlynningu.

Hann þarf aðstoð við það að ganga af velli.
12. mín
Örvar kemst einn í gegn Örvar sleppur einn í gegn en Rúrik nær honum. Hann virðist hafa brotið mjög augljóslega á honum rétt fyrir utan vítateig KR en Sigurður Hjörtur var vel staðsettur og dæmir enga aukaspyrnu.
11. mín
Klaufagangur í uppspili Stjörnumanna sem Alex Þór og Theodór Elmar ná ekki að nýta.
10. mín
Atli Sigurjóns tekur spyrnuna inn á teiginn, beint á Axel Óskar sem nær að skalla boltann en stúrir honum illa og hann fer burt.
9. mín
KR að fá hornspyrnu!
9. mín
Byrjunarliðin Stjarnan (4-2-3-1)
Mathias
Óli - Guðmundur - Sindri - Örvar
Jóhann - Guðmundur
Róbert - Helgi - Örvar
Emil

KR (4-2-3-1)
Smit
Rúrik- Finnur - Axel - Aron
Alex - Ægir
Atli - Theodór - Luke
Kristján
5. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Greinilega ekki verið að taka neina sénsa. Sendum Hilmari Árna góða strauma. Helgi Fróði, sem hefur verið verið geggjaður í upphafi móts að koma inn í hans stað.
3. mín
Hilmar Árni fer niður og þarf aðhlynningu eftir nokkrar mínútur. Meiðsli aftan í læri. Helgi Fróði að gera sig til.
2. mín
Frábær stuðningur Silfurskeiðin og Miðjan að syngja og tralla mjög mikið.

"Engar trommur, það heyrist ekki neitt" syngur Miðjan.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn sem hefja leikinn og sækja í átt að Keflavík. Gestirnir sækja í átt að Breiðholti.

Stjarnan leikur í bláum treyjum, hvítum stuttbuxum og bláum sokkum.

KR leikur í svörtum og hvítum treyjum, svörtum stuttbuxum og hvítum sokkum.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin til vallar og klappa fyrir áhorfendum
Fyrir leik
Leikur kvöldsins er í Garðarbænum
Fyrir leik
Bryjunarliðstíðindi! Stjarnan, sem vann Augnablik 2-1 í 32-liða úrslitunum, gera tvær breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn Fram á dögunum í Bestu deildinni. Mathias Brinch Rosenorn, markmaðurinn, og Örvar Eggertsson, koma inn í liðið fyrir þá Árna Snæ og Andra Adolphsson.

KR-ingar unnu KÁ nokkuð örugglega í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Gregg Ryder gerir fjórar breytingar á KR-liðinu frá 2-1 tapinu gegn HK seinustu helgi. Sigurpáll Sören, Moutaz Neffati, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki koma úr liðinu fyrir þá Guy Smit, Theodór Elmar, Aron Kristófer og Luke Rae.

Fyrir leik
Býður Gregg Ryder stuðningsmönnum í glas eftir leik? 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins er í fullum gangi en hann Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina.

Stjarnan 3 - 2 KR (Í kvöld 19:30)
Svakalegur leikur í Garðabænum og Stjarnan nær að hefna fyrir tapið í deildinni gegn KR. Emil Atlason verður á skotskónum - skorar sigurmarkið undir blálokin. Gregg Ryder biður stuðningsmenn KR afsökunar á slöku gengi undanfarið og býður þeim uppá tvo bjóra á Rauða ljóninu eftir leik.

Fyrir leik
Teymið Sigurður Hjörtur stýrir flautukonsertinu í Garðarbænum í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon. Gunnar Oddur er skiltadómari en eftirlitsmaður KSÍ er hann Gylfi Þór Orrason.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Liðin mættust á dögunum Það er ekki langt síðan liðin mættust í Garðarbænum í Bestu deildinni. Þá vann KR 3-1 sigur en mikið vatn hefur runnið til sjávar eftir þennan leik.

Fyrir leik
Gengi KR-inga Gengi KR í sumar hefur eiginlega verið öfugt við gengi Stjörnunnar því þeir byrjuðu leiktíðina vel en hafa ekki verið góðir í undanförnum leikjum. Liðið situr í 8. sæti deildarinnar með 7 stig og hefur fengið á sig 11 mörk en skorað 11 mörk. Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum hafa þeir ekki unnið leik síðan nema í bikarnum gegn KÁ í seinustu umferð sem kom þeim í þennan leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klaufagangur og markmannsmistök
Mörkin sem KR hefur fengið á sig í seinustu leikjum getur ekki verið eitthvað sem Gregg Ryder, þjálfari liðsins, er sáttur með. Það hefur verið mikill klaufagangur í varnarleik KR-inga og síðan hafa markmenn liðsins ekki staðið sig vel. Dýr mistök sem eru alls ekki ásættanleg. Guy Smit hefur oftar en ekki verið skúrkurinn en hann var í leikbanni gegn HK í seinasta leik deildarinnar. Þá var Sigurpáll Sörens í marki KR sem gerði þá einnig dýrkeypt mistök.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Stjörnumenn byrjaðir að vinna - Leið þeirra í leikinn Eftir mjög slæma byrjun á tímabilinu hefur Stjarnan náð að vinna þrjá og gera eitt jafntefli í seinustu fjórum deildarleikjum. Stjörnumenn unnu Augnablik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2-1 fyrir þessa umferð. Guðmundur Baldvin reyndist vera hetja Stjörnunnar það kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jákvæðir punktar í liði Stjörnunnar
Þrátt fyrir nokkrar frammistöður sem hafa ekki verið góðar, og einhverja leiðinlega kafla í leikjum Stjörnunnar, eru nokkrir ljósir punktar í liðinu. Helgi Fróði hefur verið stórmagnaður í upphafi móts og Guðmundur Baldvin hefur einnig komið skemmtilega inn í lið Stjörnunnar. Guðmundur hefur ekki byrjað alla leiki Stjörnunnar en hann hefur skorað tvö gífurlega sæt og mikilvæg sigurmörk. Síðan er mjög jákvætt fyrir Garðbæinga að fá Emil Atla í gang sem skoraði gegn Skaganum á dögunum sitt fyrsta mark á mótinum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bikarinn heldur áfram Einn af þremur Bestu deildarslögum í 16-liða úrslitum Mjólurbikarsins fer fram í kvöld í Garðarbænum þegar Stjörnumenn fá KR-inga í heimsókn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson ('49)
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
10. Kristján Flóki Finnbogason ('76)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('57)
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('57)
30. Rúrik Gunnarsson ('76)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
8. Moutaz Neffati ('76)
9. Benoný Breki Andrésson ('76)
11. Aron Sigurðarson ('57)
15. Lúkas Magni Magnason ('49)
19. Eyþór Aron Wöhler
29. Aron Þórður Albertsson ('57)

Liðsstjórn:
Gregg Ryder (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Alexander Arnarsson
Attila Hajdu

Gul spjöld:
Luke Rae ('41)
Theodór Elmar Bjarnason ('42)

Rauð spjöld: