Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 0
4
Víkingur R.
Besta-deild karla
KR
LL 2
2
Fylkir
Besta-deild karla
Vestri
LL 1
3
Fram
Lengjudeild kvenna
Selfoss
LL 0
0
Grótta
KA
3
2
Fram
Sveinn Margeir Hauksson '8 1-0
1-1 Kennie Chopart '12
1-2 Kennie Chopart '36
Daníel Hafsteinsson '78 2-2
Daníel Hafsteinsson '93 3-2
23.06.2024  -  17:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Síbreytilegar. Blíða, svo rigning, svo aftur blíða.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Kári Gautason ('71)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
8. Harley Willard ('46)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('59)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
7. Daníel Hafsteinsson ('59)
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Mikael Breki Þórðarson
23. Viðar Örn Kjartansson ('46)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('71)
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Eggert Högni Sigmundsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('65)
Ívar Örn Árnason ('85)
Daníel Hafsteinsson ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Lífsnauðsynleg þrjú stig hjá KA! Það var ekkert sem að benti til þess að heimamenn næðu að troða inn jöfnunarmarki - hvað þá sigurmarki! Svona getur þessi fótbolti verið magnaður.

Næsti leikur KA er úti gegn HK, á meðan Framarar mæta Vestra.
96. mín
Sex mínútum var bætt við Svo að það komi fram!
95. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Fyrir brot úti á kanti.
93. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Hans Viktor Guðmundsson
HANN SKORAR BARA ANNAÐ!!! Boltinn kemur út á hægri kantinn þar sem að Hans Viktor stillir sér upp í fyrirgjöf. Fyrirgjöf hans er frábær og beint á pönnuna á Daníel.

Varamaðurinn stangar boltann í hornið og kemur heimamönnum yfir!

3-2!
91. mín
Hans í færi! Góð fyrirgjöf Hallgríms ratar á kollinn á miðverðinum, en skallinn hans fer beint á Ólaf sem að blakar boltanum yfir.
90. mín
Heimamenn fá aðra hornspyrnu.
88. mín
KA menn fá hornspyrnu. Hafa haldið ágætis pressu á Fram eftir jöfnunarmarkið.

Ekkert kemur úr henni.
85. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Ívar er vægast sagt brjálaður og segist hafa tekið boltann. Sigurður er hjartanlega ósammála.
82. mín
Ólafur Íshólm liggur eftir. Sveinn Margeir hoppaði upp með honum og virðist hafa farið af krafti í markmanninn.

Hann er staðinn á fætur og áfram gakk. Glimrandi gott.
79. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Tvöföld skipting hjá Rúnari til að svara jöfnunarmarki KA.
79. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
78. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Ingimar Torbjörnsson Stöle
VARAMENNIRNIR KOMA KA INN Í LEIKINN! Loksins spil á einhverju tempói frá heimamönnum og boltinn fær að fljóta milli kanta. Ingimar Stöle fær boltann úti hægra megin og finnur Daníel inni í teig Fram sem að setur boltann í fjærhornið!

2-2 og spennandi lokakafli framundan!
76. mín
Framarar liggja neðarlega þessa stundina og verjast. Guðmundur Magnússon liggur, en Sigurður Hjörtur hjálpar honum bara á fætur aftur og áfram með leikinn.
72. mín
Hætta! Steinþór ver svo vel frá Alex Frey! Varamaðurinn kom á siglingu inn í teig KA, en skot hans er nálægt Steinþóri sem að ver í horn.
72. mín
KA menn ná smá pressu á Fram, en spilið er of hægt og hugmyndasnautt til þess að ógna af einhverju viti.
71. mín
Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) Út:Kári Gautason (KA)
67. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Fram)
Fyrir tuð.
67. mín
Þá vilja Framarar fá víti, en Sigurður Hjörtur bendir bara á hornfánann!
66. mín
Enn eitt hornið sem að gestirnir fá.
65. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Birgir Baldvinsson fer harkalega í Fred sem að fer niður.
64. mín
Þá fá KA menn hornspyrnu.
62. mín
Það er orkuleysi KA megin og þeir hafa lítið sem ekkert ógnað marki Fram í seinni hálfleik. Framarar miklu grimmari.
61. mín
Fred ætlar að setja boltann í Kára Gautason og útaf til að fá innkastið, en gjörsamlega hamrar boltanum í áhorfanda. Vonandi er allt í góðu þar.
60. mín
Fred Saraiva klippir inn af vinstri kantinum og reynir langskot, en þrumar boltanum 20 metra framhjá og yfir.
59. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Þá kemur Daníel inná.
58. mín
...og annað horn.
57. mín
KA menn komast ekki úr skotgröfunum þessa stundina og Framarar fá enn eitt hornið!
55. mín
Tiago í færi! Eftir gott og langt spil hjá gestunum kemst Tiago í þröngt færi, en skot hans er beint á Steinþór sem að ver boltann í horn.

Fram halda boltanum og fá aðra hornspyrnu.
54. mín
Daníel Hafsteinsson að gera sig kláran á hliðarlínunni. KA menn orðnir pirraðir og komast ekkert í boltann. Vel gert hjá gestunum!
52. mín
Fer heldur hægt af stað hér í seinni hálfleik. Framarar halda ágætlega í boltann og það er ótrúlegt að segja frá því, en KA menn skora ekki jöfnunarmarkið á meðan.
49. mín
Birgir Baldvinsson með lausa fyrirgjöf inn í teig Fram og Sveinn Margeir á lítinn möguleika á að ná krafti í skalla sinn. Boltinn endar í fanginu á Ólafi.
47. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Kennie Chopart (Fram)
46. mín
Kennie Chopart kennir sér til meins og mér sýndist hann vera að gefa til kynna að hann þyrfti skiptingu. Framarar eru ekki klárir með skiptimann, svo að þeir spila manni færri í einhver augnablik.
46. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (KA) Út:Harley Willard (KA)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Framarar leiða í hálfleik Athyglisverðum fyrri hálfleik lokið. Liðin hafa skipst á að hafa yfirburði, en KA kannski fengið aðeins hættulegri færi.

Tvö gjörólík skallamörk frá Kennie Chopart gera það að verkum að gestirnir eru yfir og Steinþór Már Auðunsson blótar sennilega manna hæst í búningsklefa KA, þar sem að hann hefði átt að gera talsvert betur í seinna marki Fram.
45. mín
+1 KA menn vilja hendi inni í teig Fram, en það virtist lítið vera þar. Þeir fá hornspyrnu.
44. mín
Neinei, það var Sveinn Margeir og hann lúðrar boltanum langt yfir mark Fram.
44. mín
Nú fá KA aukaspyrnu fyrir utan teig Fram og spurning hvort að Bjarni eða Hallgrímur Mar reyni skot af þessu færi.
43. mín
Hætta! Sýndist aukaspyrna Hallgríms stefna í fjærhornið, en boltinn var skallaður frá á síðustu stundu!
42. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)
Tekur Svein Margeir niður og KA fá aukaspyrnu á álitlegum stað á vinstri kantinum.
36. mín MARK!
Kennie Chopart (Fram)
Stoðsending: Ólafur Íshólm Ólafsson
KOMINN MEÐ TVÖ! Ólafur Íshólm lúðrar boltanum viðstöðulaust fram og hittir hann ekki einu sinni það vel, en boltinn ratar í átt að vítateig KA og Steinþór Már kemur út úr marki KA.

Á móti honum kemur Chopart á siglingunni og er MIKLU grimmari en markmaður KA. Hann skallar boltann í opið markið og kemur gestunum yfir! Þarna einfaldlega verður Steinþór að gera betur.

1-2!
34. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnu KA í kjölfarið.
34. mín
Sveinn Margeir í færi! Sleppur í gegn eftir fína stungusendingu frá Ásgeiri! Er aðeins of lengi að athafna sig og Chopart blokkar skotið í horn!
32. mín
Hornspyrnan er góð og ratar á kollinn á Guðmundi Magnússyni, en fyrirliðanum tekst ekki að stýra boltanum á markið! Hann sneiðir hann þvert fyrir teiginn og sókn Fram rennur svo út í sandinn eftir stutt spil í kringum teig heimamanna.
31. mín
Þá fá gestirnir horn. Þetta gengur endanna á milli - þó ekki á neinum brjálæðislegum hraða.
30. mín
Ekkert kemur úr hornunum, en KA heldur boltanum ofarlega á vallarhelmingi Fram.
29. mín
Þá fá KA menn hornspyrnu...

og fá aðra.
28. mín
Snyrtilegt stutt spil KA við vítateig gestanna! Willard leikur inná teig, en skot hans er blokkað af varnarmanni.
26. mín
Stöngin bjargar Fram! Eftir smá darraðadans í teig Framara þá berst boltinn á fjær til Rodri. Spánverjinn tekur boltann niður og þrumar boltanum í nærstöngina og út!
25. mín
Bjarni með þéttingsfast skot með vinstri sem að Ólafur slær í burtu! KA heldur boltanum.
22. mín
Ásgeir Sigurgeirsson reynir fast skot fyrir utan teig Fram, en það fer framhjá markinu.
16. mín
Gestirnir ætla að láta kné fylgja kviði eftir jöfnunarmarkið og fá hér aðra hornspyrnu.

KA menn koma boltanum frá og hefja nú sókn.
14. mín
Hætta! Stórhættuleg fyrirgjöf frá Haraldi Einari inná teig KA, en Steinþór Már nær að grípa inn í á ögurstundu!
12. mín MARK!
Kennie Chopart (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
TÓK EKKI LANGAN TÍMA! Fred Saraiva setur hornspyrnuna út í teiginn og þar rís Chopart hæst og stangar boltann niður í hornið!

1-1!
11. mín
Framarar fá hér hornspyrnu og tækifæri til að svara strax.
8. mín MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Birgir Baldvinsson
ÞETTA VAR SVO HUGGULEGT! Birgir Baldvinsson fær boltann úti vinstra megin og sér Svein Margeir í hlaupinu í gegnum miðjuna. Birgir lyftir boltanum yfir miðverðina og þar mætir Sveinn til að stýra boltanum viðstöðulaust yfir Ólaf í markinu. Alveg frábærlega gert!

1-0!
3. mín
Hallgrímur Mar nálægt því að finna Ásgeir í hlaupinu inn fyrir, en Ólafur Íshólm er vel vakandi í markinu og handsamar boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Við erum komin af stað! KA koma leiknum í gang.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir enga breytingu á liðinu sínu frá seinasta leik. KA-menn fóru í Kópavoginn í vikunni og mættu þar Breiðabliki í leik sem KA tapaði 2-1.

Rúnar Kristins gerir tvær breytingar á liðinu sínu frá því í seinasta leik sem Fram tapaði 2-1 gegn HK á heimavelli. Tiago Fernandes og Kennie Chopart koma inn í liðið fyrir þá Alex Freyr og Frey Sigurðsson.

Kennie Chopart hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en hann er mættur í byrjunarlið Fram á ný sem er gífurlega jákvætt fyrir Fram.
Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Dómarateymið Á flautunni er fasteignasalinn og Crossfit garpurinn Sigurður Hjörtur Þrastarson. Honum til aðstoðar eru Birkir Sigurðarson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Varadómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og eftirlitsmaður er Bragi Bergmann.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fram í afturgír Gengi Fram undanfarið hefur heldur ekki verið neitt til þess að hrópa þrefalt húrra fyrir. Bláklæddir hafa náð í 3 stig í síðustu fimm leikjum og vörn liðsins hefur verið að leka mörkum eftir að hafa byrjað tímabilið af fítonskrafti.

Eftir að hafa ráðið lögum og lofum í fyrri hálfleik gegn HK í síðasta leik, þá seig á ógæfuhliðina í þeim síðari og 1-2 tap var niðurstaðan. Framarar voru óheppnir að jafna ekki í lok leiks, en naga sig sennilega helst í handarbökin að hafa ekki gengið frá leiknum í fyrri hálfleik þar sem að yfirburðir liðsins voru miklir.

Gestirnir eru á betri stað í töflunni en KA, en munu vilja lengja bilið í liðin í neðri hlutanum og leikur gegn botnliðinu er kjörið tækifæri til þess að gera einmitt það.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundi Magnússyni voru mislagðir fætur gegn Fram og vill hann líklega kvitta fyrir það gegn KA.
Fyrir leik
Heimamenn í örvæntingarfullri leit að stigum KA menn sitja á botni Bestu-deildarinnar. Uppskeran er 5 stig eftir 10 umferðir og það segir kannski talsvert að spilamennska þeirra í 2-1 tapi gegn Blikum í síðustu umferð hafi verið með því betra sem að sést hefur frá liðinu í sumar.

Í síðustu fimm leikjum hefur liðið náð í einn sigur. Sá sigur kom gegn Fylki og var það fyrir rúmum mánuði síðan. Það má kannski segja að ákveðin fölsk dögun hafi átt sér stað í þeim leik, þar sem að liðið komst 3-0 yfir og virtist mögulega vera að snúa við blaðinu. Sá leikur endaði hinsvegar 3-2 og hefðu KA menn hreinlega getað misst unninn leik úr höndunum.

Nú mæta þeir liði sem að þeir unnu örugglega í Mjólkurbikarnum fyrir skömmu síðan og vilja endurtaka leikinn.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvívegis gegn Fram í bikarkeppninni.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og Fram í Bestu-deild karla. Stutt er síðan að liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og þar vann KA verðskuldaðan 3-0 sigur á Greifavellinum.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Endurfundir á Akureyri.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson ('79)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('79)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart ('47)
10. Fred Saraiva
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Breki Baldursson ('79)
25. Freyr Sigurðsson ('79)
31. Þengill Orrason
71. Alex Freyr Elísson ('47)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Adam Örn Arnarson ('42)
Kyle McLagan ('67)

Rauð spjöld: