Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Risaverðmiði á Isak - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Powerade
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Amadou Onana.
Amadou Onana.
Mynd: Getty Images
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir EM lausir dagar framundan. Því miður. Chelsea hefur áhuga á sóknarmanni Newcastle, Manchester United íhugar að selja nafnaréttinn á Old Trafford og ýmislegt fleira í slúðurpakka dagsins.

Chelsea hefur spurst fyrir um Alexander Isak (24), leikmann Newcastle, en þyrfti að borga meira en 115 milljónir punda til að fá sænska framherjann. Newcastle hefur sett risaverðmiða á hann til að fæla áhugasum félög frá. (Mail)

Newcastle vill ekki missa Isak og vill frekar selja Callum Wilson (33) en félög frá Englandi, Þýskalandi og Sádi-Arabíu hafa áhuga á þessum enska framherjanum. (Teamtalk)

Bayern München ætlar að reyna að fá Amadou Onana (22), belgískan miðjumann Everton. Þýska félagið er ósátt við hversu illa hefur gengið í tilraunum sínum til að fá portúgalska miðjumanninn Joao Palhinha (28) frá Fulham. (Liverpool Echo)

Barcelona hefur áhuga á Julian Alvarez (24), argentínska sóknarmanninum hjá Manchester City. (Sport)

Opinberi fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sem á fjögur félög í Sádi-arabísku deildinni, hefur leitað til Thomas Partey (31) miðjumanns Arsenal. (Caught Offside)

Atalanta hefur boðið tíu milljónir punda í Ben Godfrey (26), varnarmann Everton, en ónafngreint félag hefur boðið 15 milljónir punda í hann. (Athletic)

Manchester United íhugar að selja nafnaréttinn til Old Trafford til að hjálpa til við að afla fjár. (Athletic)

Everton er nálægt því að fá nígeríska miðjumanninn Wilfried Ndidi (27) á frjálsri sölu þegar samningur hans við Leicester rennur út í næstu viku. (Football Insider)

Yankuba Minteh (19), framherji Newcastle, hefur hafnað því að fara til Lyon þrátt fyrir að franska félagið hafi samið um 40 milljónir punda fyrir þennan unga landsliðsmann Gambíu. (Sun)

Brighton hefur áhuga á Diego Gomez (21), paragvæskum miðjumanni Inter Miami í Bandaríkjunum. (Talksport)

Crystal Palace er að vinna að samkomulagi um kaup á enska miðjumanninum Jobe Bellingham (18) frá Sunderland. (Fabrizio Romano)

Ipswich á í viðræðum við Hull um kaup á enska varnarmanninum Jacob Greaves (23). (Athletic)

Sádi-arabíska liðið Al-Hilal er að íhuga óvænt tilboð í Alejandro Garnacho (19) kantmann Manchester United sem er núna á Copa America með Argentínu. (Express)

Arsenal er að missa af Serhou Guirassy (28) framherja Stuttgart þar sem hann vill fara til Borussia Dortmund. (Metro)

Körfuboltakappinn Shaquille O'Neal er í viðræðum um að kaupa hlut í West Ham United. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner