Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Keflavík
0
2
Breiðablik
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir '4
0-2 Katrín Ásbjörnsdóttir '28
25.06.2024  -  18:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Skýjað, smá blástur og 12 gráðu hiti. Vallaraðstæður ágætar
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 90
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Eva Lind Daníelsdóttir
5. Susanna Joy Friedrichs
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('72)
10. Saorla Lorraine Miller
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('83)
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir ('83)
24. Anita Lind Daníelsdóttir
99. Regina Solhaug Fiabema

Varamenn:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir ('83)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('83)
14. Alma Rós Magnúsdóttir
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir ('72)
19. Máney Dögg Másdóttir
20. Brynja Arnarsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Ljiridona Osmani
Þorgerður Jóhannsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Elianna Esther Anna Beard
Kamilla Huld Jónsdóttir

Gul spjöld:
Salóme Kristín Róbertsdóttir ('55)
Kristrún Ýr Holm ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Breiðablik vinnur hér sigur í helst til tilþrifalitlum leik.

Gerðu það sem þurftu en ekki mikið meira er orðalag sem vel má nota en úrslitin telja jafn mikið fyrir því.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Keflavík fær aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu. Væntanlega síðasta spyrna leiksins.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki tvær mínútur.
89. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Fyrir brot
87. mín
Saorla að vinna sig í fína stöðu úti til vinstri. Á möguleika á að skjóta en kýs að reyna að finna Marin sem er í enn betra færi í teignum. Sendingin ratar þó ekki rétta leið og Blikar koma boltanum frá.
85. mín
Melanie sækir horn fyrir Keflavík.

Ekkert kemur upp úr horninu.
83. mín
Inn:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík)
83. mín
Inn:Júlía Björk Jóhannesdóttir (Keflavík) Út:Salóme Kristín Róbertsdóttir (Keflavík)
80. mín
Breiðablik sækir hornspyrnu. Þeirra fyrsta í síðari hálfleik.
77. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik)
77. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
76. mín
Eftir einstefnu í fyrri hálfleik hefur Keflavík átt betri leik.

Það má t.d sjá er kemur að hornspyrnum en þar eru liðin nú jöfn.

6-6 í hornum,

Breiðablik þó heilt yfir verið betra liðið á vellinum.
74. mín
Litla neglan
Anita Lind með frábært skot úr aukaspyrnunni.

Hittir boltann frábærlega á markið en Telma með virkilega góða markvörslu.
74. mín Gult spjald: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Melanie snýr Ástu af sér sem brýtur á henni
72. mín
Inn:Hilda Rún Hafsteinsdóttir (Keflavík) Út:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík)
72. mín
Regina með skalla eftir seinna hornið en nær ekki að stýra boltanum á markið.
71. mín
Aníta Lind í hörkufæri á fjærstöng eftir hornið frá hægri. Nær skotinu en bæði varnarmenn og Telma loka á og boltinn í annað horn.
71. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
70. mín
Twana flautar aukaspyrnu er Keflavík er að bruna upp í skyndisókn. Áttar sig strax á eigin mistökum og biðst afsökunar.

Verðum að gefa hrós fyrir það að viðurkenna eigin mistök.
67. mín
Birta Georgsdóttir keyrir upp völlinn og reynir skotið. Fínt skot en því miður fyrir hana yfir markið.
63. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
59. mín
Blikar í færi
Hrafnhildur Ása í fínu færi í teig Keflavíkur en Aníta Lind með frábæran varnarleik og nær fæti í boltann áður en hún nær skotinu.
57. mín Gult spjald: Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Aftur spjald fyrir peysutog.
56. mín
Rétt rúmar 10 mínútur liðnar af síðari hálfleik og fjöldi aukaspyrna hefur meira en tvöfaldast.

Þær eru orðnar fimm talsins.
55. mín Gult spjald: Salóme Kristín Róbertsdóttir (Keflavík)
Peysustog er hún reynir að stöðva skyndisókn.
49. mín
Ásta Eir í brasi
Tapar boltanum í öftustu línu til Melanie sem keyrir í átt að marki með Ástu á bakinu. Melanie nær skotinu en Telma gerir vel í að verja. Keflvíkingar fá frákastið en missa boltann útaf.
48. mín
Keflavík að vinna hér horn.

Aníta Lind í boltanum eftir hornið en hittir ekki markið.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Engar skiptingar að sjá. Heimakonur sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Sanngjörn staða í hálfleik
Breiðblik leiðir hér 2-0 í hálfleik eftir einstefnu í þessum fyrri hálfleik.

Twana var ekkert að bæta við þetta enda engin ástæða til. Ekkert um tafir og aðeins tvær aukaspyrnur dæmdar í þessum fyrri hálfleik.
42. mín
Útfærsla af æfingarsvæðinu
Hornið tekið út fyrir teiginn á Elínu sem er alein við vítateigslínu. Hún reynir skotið en hittir boltann illa sem fer hættulaust talsvert framhjá markinu.
42. mín
Anna Nurmi sækir horn fyrir Breiðablik. Þeirra sjötta í leiknum.
39. mín
Keflavík vinnur hornspyrnu Saorla keyrir upp hægri vænginn. Fær Elínu Helenu í sig og setur boltann af henni og og afturfyrir í horn.

Spyrnan frá Melanie slök og hreinsuð burt af fyrsta varnarmanni.
32. mín
Möguleiki fyrir Keflavík
Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Blika. Ágætur staður til setja boltann inn á teiginn. Aníta Lind reynir þó bara skotið og það er alls ekkert galið. Telma tekur enga sénsa og fylgir boltanum en lætur hann fara yfir slánna og í markspyrnu.
28. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Fast leikatriði skilar marki Hornspyrna tekin frá hægri inn á teiginn. Boltinn frá Írenu góður inn á teiginn og þar er það Bliki sem er fyrstur á boltann og skallar markið. Katrín rekur út fótinn og breytir stefnu boltans sem var í leið í fang Veru og skorar sitt annað mark í dag.
24. mín
Hrafnhildur Ása labbar framhjá Reginu inn á teig Keflavíkur og kemur boltanum fyrir. Sýnist það vera Kristrún sem er mætt niður og kemur boltanum frá.
21. mín
Leikurinn eign Blika
Langtum sterkara liðið á vellinum og ábyggilega verið rúmlega 80% með boltann það sem af er.

Vantar þó upp á að nýta yfirburði sína betur.
15. mín
Birta Georgsdóttir með hættulegan bolta fyrir markið frá vinstri. Siglir í gegnum pakkann og út af. Breiðablik heldur pressunni.
8. mín
Katrín Ásbjörns að vinna sig í færi hægra megin í teignum. Nær að snúa og skjóta en boltinn af varnarmanni og afturfyrir.
4. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Birta Georgsdóttir
Fyrsta markið er komið Hröð sókn Breiðabliks. Boltinn út á hægri vænginn þaðan sem fyrirgjöfin frá Birtu kemur milli varnar og markmanns. Katrín eins og sönnum framherja sæmir mætir í hlaupið og skilar boltanum af öryggi í netið af stuttu færi.
2. mín
Þetta var nú eitthvað furðulegt.
Keflavík að reyna að spila út frá marki úr markspyrnu. Boltinn á Veru í markteignum sem er undir pressu og og tapar boltanum.
Nær þó að vinna sig til baka og verja skot Birtu sem er í hörkufæri. Frákastið aftur á Birtu sem reynir að snúa aftur í átt að marki en fer niður í baráttu við varnarmann.

Einhver köll um víti en Twana lætur leik halda áfram. Verður alveg áhugavert að sjá þetta aftur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar
Allt til reiðu hér og aðeins örfá formsatriði eftir til að leikur geti hafist.
Fyrir leik
Spákona umferðarinnar lín Björg Norðfjörð Símonardóttir, markahæsti leikmaður 2. deildar kvenna, spáir í leikina sem eru framundan. Elín hefur átt frábært sumar með Haukum og skorað 13 mörk í sjö leikjum. Um leik Keflavíkur og Breiðabliks sagði hún.

Keflavík 1 - 3 Breiðablik

Held að þetta verði auðvelt fyrir Blika en Keflavík nær að koma inn einu marki.

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Fyrir leik
Tríóið
Twana Khalid Ahmed fær það hlutverk að dæma leik kvöldsins. Honum til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Sigurður Þór Sveinsson. Guðni Páll Kristjánsson er varadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sveinsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureignir Það er nokkuð áhugavert að skoða viðureignir liðanna á grasinu í Keflavík þegar innbyrðis viðureignir liðanna undanfarin ár er skoðuð.

Grasið í Keflavík virðist ekki fara neitt sérstaklega vel í Blikastelpur en liðið hefur aðeins sótt eitt stig samtals á grasið á HS-Orkuvellinum í síðustu tveimur heimsóknum sínum. Liðin gerðu 1-1 jafntefli þar sumarið 2021 og tímabilið 2022 fór svo að lið Keflavíkur fór með 1-0 sigur af hólmi. Sá leikur fer helst í sögubækurnar fyrir hreint ótrúlega frammistöðu Samönthu Murphy þáverandi markvarðar Keflavíkur sem átti hverja vörsluna á fætur annari í leiknum og kórónaði leik sinn með því að verja vítaspyrnu í uppbótartíma. Síðasti sigur Breiðabliks á grasinu í Keflavík kom þann 13. maí 2019. Það má því eiginlega segja að lið Breiðabliks hafi ekki unnið á grasinu í Keflavík síðan að gervigras var lagt á Kópavogsvelli en það var vígt þann 19.maí 2019. Sturluð staðreynd það.

   07.05.2022 09:30
Sterkust í 2. umferð - Sjaldan séð annað eins


Heimsókn Breiðabliks í Reykjanesbæ í fyrra var þó öllu gjöfulli. Þá mættust liðin á gervigrasinu við Nettóhöllina. Það virtist henta liðið Breiðabliks öllu betur og fór svo að þær höfðu 6-0 stórsigur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík Keflavík situr í núnda sæti deildarinnar með sex stig að loknum níu umferðum. Eftir erfiða byrjun og töp í fyrstu fimm leikjum mótsins rétti liðið heldur úr kútnum og vann tvo sterka sigra í röð. Síðan þá hefur heldur hallað undan fæti og tvö töp hafa fylgt í síðustu tveimur leikjum.

Leikmannahópur Keflavíkur hefur verið ansi þunnskipaður að undanförnu og liðið þurft að kafa dýpra í yngri flokka lið en ákjósanlegt væri til að manna lið og bekk. Það er þó vonandi að úr fari að rætast og lykilkonur eins og Caroline Slambrouck og fleiri fari að skila sér aftur af meiðslalistanum.

   21.06.2024 21:03
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki


Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Breiðablik Gestirnir úr Kópavogi sitja á toppi Bestu deildarinnar með 24 stig að loknum níu umferðum. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu átta leiki sína í deildinni og þar á meðal sterkan heimasigur á erkifjendum sínum í Val. Liði Blika var þó kippt ögn niður á jörðina í síðustu umferð er liðið heimsótti Víkinga í Fossvogi og þurfti þar að þola sitt fyrsta tap í sumar 2-1 gegn nýliðunum.

Tapið er eitt en öllu meiri áhyggjur hefur fólk af meiðslum sterkra leikmanna í liði Breiðaliks en bæði Agla María Albertsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fóru meiddar af velli gegn Víkingum og er jafnvel óttast að þær komi til með að vera lengi frá.

   21.06.2024 16:17
Agla María og Olla mögulega lengi frá - Eiga eftir að fá skýr svör


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deild kvenna rúllar áfram
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í tíundu umferð Bestu deild kvenna. Flautað verður til leiks á HS-Orkuvellinum í Keflavík á slaginu 18:00

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('77)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('63)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('77)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('77)
17. Karitas Tómasdóttir ('77)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
33. Margrét Lea Gísladóttir ('63)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Ásta Eir Árnadóttir ('74)
Karitas Tómasdóttir ('89)

Rauð spjöld: