Asensio á leið til Villa - Tottenham vill annan miðvörð - Bailey orðaður við Man Utd
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   fös 21. júní 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík mátti gera sér tap á heimavelli að góðu fyrr í kvöld er liðið fékk Tindastól í heimsókn á HS Orkuvöllinn í Keflavík. Lokatölur leiksins urðu 0-2 fyrir Tindastól og það var svekktur þjálfari Keflavíkur Jonthan Glenn sem mætti í viðtal til Fótbolta.net að leik loknum. Hvað fannst Glenn um frammistöðu liðsins?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Þegar þú horfir á þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir með þá leikmenn sem eru frá þá fannst mér við gera nóg til þess að fá meira út úr þessum leik en við svo gerðum, Í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur á vellinum og í síðari hálfleik settum við allt okkar í þetta og sköpuðum færi. En þegar þú lítur á þetta þá erum við í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki og það er bara sá raunveruleiki sem við búum. við. “

Fjölmarga leikmenn vantar í lið Keflavíkur um þessar mundir og liðið veikst talsvert frá því sem var fyrir aðeins örfáum vikum síðan. Um þær sem meiddar eru sagði Glenn.

„Ef við tökum sem dæmi Caroline sem glímir við höfuðmeiðsli sem hún varð fyrir í bikarleiknum gegn Breiðablik. Marín sömu leiðis sem varð fyrir slæmum höfuðmeiðslum í bikarnum sömuleiðis. Þær gætu verið frá í einhverjar vikur. Elianna er svo einnig frá meidd og Alma er meidd. VIð vitum ekki stöðuna og hvernig hún verður en nú er að ungra eða mjög ungra leikmanna að fá tækifæri. Og okkar að ná að hvíla leikmenn okkar, halda þeim ferskum og klárum í slaginn.“

Ein af þeim sem Glenn telur upp er Alma Rós Magnúsdóttir sem var í stóru hlutverki hjá Keflavík framan af móti en hefur ekki leikið með liðinu undanfarnar vikur. Fréttaritari hefur heyrt úr fjölmörgum áttum í aðdraganda leiksins í dag að Glenn og Keflavík hafi neitað Ölmu sem fædd er árið 2008 um leyfi til þess að fara með u-16 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótið sem fram fer í Finnlandi fyrstu vikuna í júlí. Glenn var stuttorður þegar hann var spurður hvort þær sögur væru sannar og ef svo hver ástæðan væri.

„Það var aldrei staðan. Ég held að þar hafi misskilningur verið að verki.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner