Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 21. júní 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík mátti gera sér tap á heimavelli að góðu fyrr í kvöld er liðið fékk Tindastól í heimsókn á HS Orkuvöllinn í Keflavík. Lokatölur leiksins urðu 0-2 fyrir Tindastól og það var svekktur þjálfari Keflavíkur Jonthan Glenn sem mætti í viðtal til Fótbolta.net að leik loknum. Hvað fannst Glenn um frammistöðu liðsins?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Þegar þú horfir á þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir með þá leikmenn sem eru frá þá fannst mér við gera nóg til þess að fá meira út úr þessum leik en við svo gerðum, Í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur á vellinum og í síðari hálfleik settum við allt okkar í þetta og sköpuðum færi. En þegar þú lítur á þetta þá erum við í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki og það er bara sá raunveruleiki sem við búum. við. “

Fjölmarga leikmenn vantar í lið Keflavíkur um þessar mundir og liðið veikst talsvert frá því sem var fyrir aðeins örfáum vikum síðan. Um þær sem meiddar eru sagði Glenn.

„Ef við tökum sem dæmi Caroline sem glímir við höfuðmeiðsli sem hún varð fyrir í bikarleiknum gegn Breiðablik. Marín sömu leiðis sem varð fyrir slæmum höfuðmeiðslum í bikarnum sömuleiðis. Þær gætu verið frá í einhverjar vikur. Elianna er svo einnig frá meidd og Alma er meidd. VIð vitum ekki stöðuna og hvernig hún verður en nú er að ungra eða mjög ungra leikmanna að fá tækifæri. Og okkar að ná að hvíla leikmenn okkar, halda þeim ferskum og klárum í slaginn.“

Ein af þeim sem Glenn telur upp er Alma Rós Magnúsdóttir sem var í stóru hlutverki hjá Keflavík framan af móti en hefur ekki leikið með liðinu undanfarnar vikur. Fréttaritari hefur heyrt úr fjölmörgum áttum í aðdraganda leiksins í dag að Glenn og Keflavík hafi neitað Ölmu sem fædd er árið 2008 um leyfi til þess að fara með u-16 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótið sem fram fer í Finnlandi fyrstu vikuna í júlí. Glenn var stuttorður þegar hann var spurður hvort þær sögur væru sannar og ef svo hver ástæðan væri.

„Það var aldrei staðan. Ég held að þar hafi misskilningur verið að verki.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner