Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fös 21. júní 2024 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Agla María og Olla mögulega lengi frá - Eiga eftir að fá skýr svör
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Agla María Albertsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fóru báðar meiddar af velli þegar Breiðablik tapaði sínum fyrsta leik í Bestu deild kvenna í gærkvöldi.

Blikar töpuðu gegn Víkingi en Valur getur jafnað Blika að stigum á toppnum með sigri gegn FH í kvöld.

Agla María hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar til þessa en Blikar óttast að hún og Ólöf Sigríður verði frá í dágóðan tíma.

Þær eiga báðar eftir að fara í myndatöku og eftir það mun það koma í ljós hversu lengi þær verða frá.

„Ég er ekki viss um stöðuna á henni. Þetta voru hnémeiðsli og hún liggur ekki eftir nema að það sé eitthvað alvarlegt að plaga hana. Við þurfum bara að bíða og sjá hvernig það fer. Meiðsli hennar höfðu áhrif á leikinn. Við þurftum að hrista upp í þessu og við vorum lengi að komast í gang í kjölfarið," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í gær.

Andrea Rut Bjarnadóttir, sem hefur spilað afar vel í sumar, missti af leiknum í gær en Blikar vonast til að hún snúi aftur á völlinn undir lok næstu viku.
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner