Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   lau 07. maí 2022 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 2. umferð - Sjaldan séð annað eins
Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Leikmaður 2. umferðar í Bestu deild kvenna er Samantha Leshnak Murphy, markvörður Keflavíkur, sem sá til þess að lið sitt vann 1-0 sigur á Breiðabliki.

Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðar

„Sjaldan verið jafn auðvelt val. 12-13 varin skot og víti varið auk þess sem hún greip haug af fyrirgjöfum líka. Skynsöm líka í öllum sínum aðgerðum og er frábær í fótunum sömuleiðis. Hún sjálf hrósaði Sævari Júlíussyni markmannsþjálfara í samtölum eftir leik og ekki annað hægt en að taka undir með henni þar," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í í skýrslu sinni frá leiknum.

Samantha kom til Keflavíkur fyrir tímabil og fékk það stóra verkefni að fylla skarðið sem Tiffany Sornpao skildi eftir sig. Samantha hefur átt mjög góðan feril til þessa; hún spilaði við góðan orðstír hjá North Carolina háskólanum og varð svo bandarískur meistari með North Carolina Courage árið 2019. Hún var varamarkvörðurinn í því liði.

„Keflavík fékk mig hingað og ég er mjög þakklát fyrir tækifærið. Leikurinn í dag var frábær. Gunnar þjálfari setti upp frábært leikplan sem við fylgdum mjög vel og það vildi bara þannig til að ég átti nokkrar vörslur og við unnum 1-0," sagði Samantha við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Blikum.

Hún varði vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins og kórónaði þar magnaðan leik sinn.

„Þetta var mjög óheppilegt, mig langaði auðvitað að segja nokkur vel valin orð við dómarann en ef þetta á að verða þá er það undir mér komið. Ég notaði hausinn, sá hvort ég gæti lesið það og náði vörslunni."

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði markverðinum sínum eftir leikinn. „Maður hefur sjaldan séð aðrar eins vörslur í kvennaboltanum. Þetta small vel saman hjá okkur í dag," sagði Gunnar.

Hér fyrir neðan má sjá innslag úr Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem farið var yfir frammistöðu Samönthu.



Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Samantha: Notaði hausinn og sá hvort ég gæti lesið það
Gunnar Magnús: Tökum góðan leik og fáum okkur góðan bragðaref á eftir
Athugasemdir
banner
banner
banner