PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Lengjudeild karla
Þróttur R.
LL 1
0
Grindavík
Lengjudeild karla
Njarðvík
LL 2
5
Afturelding
Besta-deild karla
Víkingur R.
LL 2
1
Fram
HK
1
2
KA
0-1 Bjarni Aðalsteinsson '51
0-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson '82
Arnþór Ari Atlason '92 1-2
28.06.2024  -  18:00
Kórinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða úti, við erum hinsvegar inni
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 350
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('63)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson ('92)
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn ('63)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
19. Birnir Breki Burknason
26. Viktor Helgi Benediktsson ('63)
30. Atli Þór Jónasson ('73)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
14. Brynjar Snær Pálsson ('63)
20. Ísak Aron Ómarsson
24. Magnús Arnar Pétursson ('63)
28. Tumi Þorvarsson ('92)
29. Karl Ágúst Karlsson ('63)
33. Hákon Ingi Jónsson ('73)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Ívar Orri Gissurarson ('36)
Arnþór Ari Atlason ('96)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Já þvílík spenna hér í lokin!! HK dældi boltanum inn í teig og komust í nokkrar fínar stöður. KA menn náðu þó að þrauka og fara með á endanum nokkuð verðskulduð 3 stig.

Viðtöl og skýrsla kemur seinna í kvöld.
96. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (HK)
Sama og hjá Birgi.
96. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Einhver kítingur inn í teig.
95. mín
Svakalega illa hreinsað hjá Rodri! hann skallar boltan aftur inn í eigin teig og HK fær næstum dauðafæri. Þeir eru svo að biðja um hendi, víti. Ég sá ekki hvað gerðist þar þannig ég get ekki sagt til.
94. mín
HK dælir boltanum hér inn á teiginn og Arnþór er nálægt því að vera í dauaðfæri. Steinþór gerir hinsvegar vel, kemur út úr markinu og handsamar boltan.
92. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
92. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (HK)
Stoðsending: Birnir Breki Burknason
ERUM VIÐ AÐ FARA SJÁ DRAMA!? Birnir gerir vel á hægri kantinum, hann tekur bara Birgi á hraðanum, setur svo boltan fyrir. Boltinn svífur yfir alla nema Arnþór sem stangar boltanum í netið.
90. mín
Góð sókn frá HK þarna, þeir færa boltan hratt á milli sín og boltinn berst til Birnis við vítateiginn. Hann tekur skotið sem er fast en rétt yfir markið.
89. mín
HK komnir upp í sókn og Hákon með boltan fyrir utan teig. Hann ætlar að skjóta en Ívar kemur út og tæklar boltan í hann og aftur fyrir og fær markspyrnu. Ívar fagnar þessu svo eins og hann hafi skorað, alvöru passion.
86. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Jakob að spila sínar fyrstu mínútur á þessu sumri.
86. mín
Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) Út:Kári Gautason (KA)
82. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
ER TÖFRAMAÐURINN AÐ INNSIGLA ÞETTA? Boltinn er eitthvað skoppandi hátt rétt fyrir utan teig HK. Ásgeir nær boltanum til sín og setur geggjaðan bolta inn á fjær þar sem Grímsi kemur á ferð. Hann klára svo þetta færi af stakri list og leggur boltan í netið.
81. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
Fær standandi lófaklapp frá KA stuðningsmönnum hér. Enda verið stórkostlegur í dag.
81. mín
KA sækir horn sem Hallgrímur ætlar að taka. Hann setur bolta inn á teig þar sem Ívar nær skallanum en hann nær ekki alveg að snúa hausnum þannig hann skallar bara frá marki.
75. mín
KA menn sækja hratt þar sem Birgir og Daníel spila vel saman. Boltinn er svo lagður inn á teig fyrir Svein Margeir sem tekur skotið en í varnarmann, boltinn dettur svo fyrir Bjarna sem á annað skot en það fer hátt yfir.
73. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (HK) Út:Atli Þór Jónasson (HK)
72. mín
HK hefur verið að koma sér betur inn í leikinn á síðustu mínútum. Ekki náð að skapa alvöru færi en, klár batamerki á liðinu.
65. mín
Rétt fyrir skiptinguna áttu HK fína sókn. Hans misstígur sig eitthvað og missir boltan aftur fyrir sig. Þá keyrir Karl Ágúst á boltan og nær góðri fyrirgjöf en boltinn svífur rétt yfir Atla Þór sem hefði verið í dauðafæri.
65. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Viðar Örn Kjartansson (KA)
Viðar búinn að skila góðu dagsverki
63. mín
Inn:Karl Ágúst Karlsson (HK) Út:Ívar Orri Gissurarson (HK)
63. mín
Inn:Magnús Arnar Pétursson (HK) Út:Viktor Helgi Benediktsson (HK)
63. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:George Nunn (HK)
61. mín
Aftur skorar Viðar rangstöðumark Langur bolti fram á Svein Margeir sem skallar boltan niður fyrir Viðar sem fer inn á teig og skorar. Í þetta sinn var það hinsvegar Sveinn sem reyndist rangur.
56. mín
KA menn hætta ekki, núna sækja þeir hratt og Grímsi kemur með boltan inn á teig. Hann tekur skotið en Arnar ver og Viðar dettur um hann í leiðinni. Einhverjir KA menn biðja um víti en ég held að það sé rétt dæmt hjá Vilhjálmi að dæma það ekki.
54. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR GRÍMSA! Bjarni kemur með gullfallega sendingu aftur fyrir vörn HK þar sem Grímsi nær til boltans inn á teig. Hann snýr sér og tekur skotið en þá er Arnar búinn að gera vel, kominn mikið út úr markinu og lokar á þetta skot.
51. mín MARK!
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA menn leiða!!! Loksins kom eitthvað úr hornspyrnu hjá KA. Það þurfti bara að skipta um spyrnumann. Hallgrímur tekur spyrnuna og sveiflar boltanum vel yfir á fjærstöngina. Þar nær Bjarni góðu skoti. Arnar nær til boltans og menn eru eitthvað að velta fyrir sér hvort hann hafið farið yfir línuna en Vilhjálmur dæmir mark!
50. mín
Spyrnan er föst en í vegginn og aftur fyrir. Horn fyrir KA.
50. mín
KA fær aukaspyrna á góðum skot stað. Bjarni gerir sig til í að taka þessa spyrnu.
49. mín
KA menn að spila rosalega vel saman hérna! Búa til gott færi fyrir Daníel þar sem hann tekur skotið en í varnarmann. Boltinn dettur þá fyrir Kára hægra megin sem setur boltan inn í teig. Þar á Viðar skallan en rétt framhjá.
47. mín
Þeir taka þetta stutt og spila svo eitthvað á milli sín, sóknin endar svo með skoti frá Grímsa sem fer hátt yfir markið.
46. mín
KA menn byrja sterkt og fá sitt tíunda horn í þessum leik.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Staðan er 0-0 í hálfleik en þetta hefur verið algjör einstefna. KA menn verið ofan á í öllum fösum leiksins, það hefur bara vantað að klára færin. HK eitthvað aðeins reynt að ógna í skyndisóknum en það hefur verið lítið ógnvænlegt.

Sjáumst eftir korter.
44. mín
KA fær hornspyrnu númer annaðhvort 9 eða 10. Daníel tekur spyrnuna. Hann setur boltan stutt á Grímsa, fær hann svo aftur. Hann er þá kominn inn á teig og tekur skotið en það fer í hliðarnetið.
41. mín
Viðar fær boltan á miðjum vellinum og leggur hann fyrir Daníel. Daníel setur þá góðan bolta út á Hallgrím sem geysir af stað. Hann er kominn rétt inn fyrir teiginn þegar hann tekur skotið en það fer framhjá.
40. mín
Daníel sveiflar boltanum inn í teig en HK skallar út fyrir og KA á horn.

Daníel tekur aftur spyrnuna. Boltinn berst þá út á Birgi fyrir utan teig sem tekur skotið en í varnarmann.
39. mín
KA fær aukaspyrnu á góðum stað fyrir fyrigjöf. Daníel og Grímsi standa yfir boltanum.
37. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR VIÐAR Fullkomin bolti upp vinstri kantinn frá Grímsa upp á Birgi. Birgir kemur svo með boltan inn í teig þar sem Viðar er einn gegn markmanni en hann lætur verja frá sér. Viðar er svo rangur hvort sem er, en þarna á hann að skora bara til að sýna að hann geti það.
36. mín Gult spjald: Ívar Orri Gissurarson (HK)
Stöðvar skyndisókn.
32. mín
Langur bolti fram á Atla Þór og móttakan hjá honum er glæsileg. Í einni snertingu tekur hann Hans Viktor úr leik og Atli keyrir í átt að marki. Hann kemur inn í teig og tekur skotið en boltinn fer rétt framhjá.
31. mín
Ívar Orri gerir vel þarna í að stela boltanum af Kára á vallarhelmingi KA. Ívar fer þá bara sjálfur og lætur vaða fyrir utan teig en skotið yfir markið.
30. mín
Kári setur langan bolta fram á Birgi á vinstri kantinum. Birgir kemur svo inn á völlinn með boltan, hann setur hann fyrir Grímsa sem lætur vaða fyrir utan teig en rétt framhjá.
27. mín
Sveinn Margeir fer þarna alveg svakalega með Þorstein Aron og er kominn í dauðafæri. Þá dæmir aðstoðardómari hættuspark. Þvæludómur að mínu mati.
25. mín
Viðar aftur kominn í mjög gott færi inn í teig en aftur er hann rangur. Búinn að virka mjög frískur í þessum leik en hann þarf aðeins að passa betur línuna.
20. mín
VIÐAR SKORAR!!!! En rangstæða Daníel Hafsteins tekur þrumuskot fyrir utan teig. Það fer beint á Arnar en það er svo fast að hann þarf að blaka því frá. Það er Viðar mættur til að pota boltanum inn í opið markið en þá lyftir aðstoðardómarinn flagginu.
16. mín
Varið! Sláin! Eftir horn ná HK að hreinsa en Birgir lyftir svo boltanum aftur hátt inn í teiginn. Boltinn skoppar erfiðlega fyrir Bjarna sem nær þó eitthvað að pota í boltan og mér sýnist Arnar svo verja þetta í slánna!
15. mín
Viðar í góðu færi!! Langur bolti fram á Svein Margeir út á hægri sem kemur með geggjaðan bolta yfir á fjærstöngina. Viðar er þar í mjög góðu færi en enn og aftur ver Arnar vel.
14. mín
Fast skot af löngu færi hjá Sveini, Arnar ver þetta og HK hreinsa svo í horn.

KA menn eru að spila vel hér í byrjun.
13. mín
Færi fyrir KA! KA menn setja háan bolta í átt að teignum þar sem Viðar skallar boltan niður fyrir Hallgrím. Grímsi kemur svo með góða stungusendingu inn á Daníel sem er í hörkufæri en Arnar ver skotið frá honum.
12. mín
Kári Gauta fljótur að hugsa úr innkasti og kemur boltanum fljótt á Daníel sem hleypur með boltan inn á teig. Hann reynir svo fyrirgjöfina en það fer í varnarmann og KA á horn.

Daníel tekur spyrnuna en hún drífur ekki yfir fyrsta mann.
8. mín
Gott skot frá HK Ívar Örn selur sig dýrt á miðjum vellinum þegar hann reynir að renna sér í bolta en nær ekki til hans. Þá hleypur Atli Þór af stað með boltan og lætur svo vaða aðeins fyrir utan teig. Skotið er ekkert sérlega fast en það er hnitmiðað þannig Steinþór þarf alveg að hafa sig allan við til að verja þetta.
2. mín
KA fær fyrsta horn leiksins. Daníel tekur spyrnuna og setur boltan inn á teig. HK skallar frá en boltinn dettur fyrir Birgi fyrir utan teig. Hann setur góðan bolta inn aftur á Svein Margeir sem er með fullt af plássi í kringum sig en hann nær ekki valdi á boltanum þannig hann fer bara aftur fyrir í markspyrnu.
1. mín
Uppstilling liðanna Uppstilling HK 3-4-3
Arnar
Birkir - Leifur - Þorsteinn
Viktor - Arnþór - Ívar - Nunn
Birnir - Atli Þ - Atli H

Uppstilling KA 4-3-3
Steinþór
Kári - Hans - Ívar - Birgir
Daníel - Rodri - Bjarni
Sveinn - Viðar - Hallgrímur
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur flautar leikinn af stað og það eru KA menn sem taka upphafssparkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin Ómar Ingi Magnússon þjálfari HK gerir eina breytingu á sínu liði. Viktor Helgi Benediktsson kemur inn í liðið en Kristján Snær Frostason er ekki með.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir tvær breytingar á sínu liði. Harley Willard og Ásgeir Sigurgeirsson fá sér sæti á bekknum en fyrir þá koma inn Daníel Hafsteinsson og Viðar Örn Kjartansson en þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Viðars í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Fyrir leik
Spámaðurinn Júlíus Mar Júlíusson leikmaður Fjölnis í Lengjudeildinni hefur verið valinn sem spámaður okkar fyrir þessa umferð í Bestu deild karla.

HK 0 - 1 KA
The Hans Viktor show. Hans Viktor eða Hansehey eins og hann er stundum kallaður verður munurinn á liðunum í þessum leik. Skorar sigurmarkið með skoti fyrir utan teig og krækir sér síðan í hreint lak. Maður umferðarinnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Dómarateymið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður dómari þessa leiks en honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon.

Eftirlitsmaður er Skúli Freyr Brynjólfsson og varadómari er Arnar Ingi Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Vonbrigðar lið mótsins? Fyrir aðeins tæpum tveim árum síðan lenti KA í 2. sæti í deildinni. Núna eru þeir í 11. sæti jafnir á stigum við Fylki sem eru í neðsta sæti. Já það fer ekki á milli mála að tímabilið hefur verið vonbrigði fyrir KA menn. Hinsvegar virðist vera byrjað að glitra von. KA menn unnu 3-0 sigur á Frömurum í bikarnum fyrir tveim vikum síðan og síðan þá virðist liðið hafa snúið genginu við. Í næsta leik eftir það voru þeir óheppnir að tapa 2-1 gegn Breiðablik þar sem frammistaða þeirra var virkilega góð. Svo í síðasta leik sigruðu þeir Framara á heimavelli 3-2 þar sem þeir skoruður sigurmarkið í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bestu leikmenn KA hingað til hafa verið menn á borð við Daníel Hafsteinsson sem er markahæsti leikmaður liðsins, hann skoraði einmitt tvö í síðasta leik gegn Fram. Hallgrímur Mar Steingrímsson sem eins og flestir vita er bara gæða leikmaður og KA menn þurfa að fá hann á boltan til að þeim gangi vel. Svo er sá leikmaður sem mér finnst hafa fengið að sigla hvað mest undir radarinn, Bjarni Aðalsteinsson. Hann hefur verið að mínu mati besti leikmaður KA á tímabilinu. Spilar allar stöður, skilar sínu hlutverki alltaf vel, hann er kominn með 2 mörk, og það ótrúlegasta er að hann er bara orðinn betri í aukaspyrnum en Grímsi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spútnik lið mótsins? HK var það lið sem allir virtust handvissir um að þeir myndu falla á þessu tímabili og að það yrði með því að enda í neðsta sæti. Mögulega eini maðurinn á landinu sem trúði því ekki var Ómar Ingi Magnússon þjálfari liðsins en hann hefur nælt í 13 stig hingað til, sem skilar þeim í 9. sætið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mikilvægustu leikmenn liðsins á þessu tímabili hafa verið menn eins og Arnþór Ari Atlason. Þessi reynslumikli miðjumaður er markahæsti leikmaður liðsins með 4 mörk. Atli Þór Jónasson hefur verið mikilvægur fyrir liðið í sínu uppspili þar sem liðið getur nýtt sér hans hæð. Arnar Freyr Ólafsson hefur svo átt gríðarlega sterkt mót milli stanganna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
12. umferð Bestu deildarinnar Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign HK og KA í 12. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður spilaður í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Kári Gautason ('86)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('81)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('86)
23. Viðar Örn Kjartansson ('65)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
8. Harley Willard ('81)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('65)
14. Andri Fannar Stefánsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('86)
29. Jakob Snær Árnason ('86)
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Petar Ivancic
Jens Ingvarsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('96)

Rauð spjöld: