Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Shamrock Rovers
2
1
Víkingur R.
Johnny Kenny '8 1-0
Johnny Kenny '20 2-0
2-1 Nikolaj Hansen (f) '60
Jack Byrne '74
2-1 Nikolaj Hansen (f) '98 , misnotað víti
16.07.2024  -  19:00
Tallaght Stadium
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Jarred Gillet
Byrjunarlið:
1. Leon Pohls (m)
2. Joshua Honohan
3. Sean Hoare
4. Roberto Lopes
6. Daniel Cleary
7. Dylan Watts
9. Aaron Greene
16. Gary O'Neill
18. Trevor Clarke ('62)
24. Johnny Kenny ('80)
29. Jack Byrne

Varamenn:
25. Lee Steacy (m)
30. Toms Leitis (m)
5. Lee Grace ('80)
11. Sean Kavanagh
14. Cian Barret
17. Richie Towell
21. Darragh Burns
23. Neil Faruggia ('62)
26. John O'Reilly-O'Sullivan
32. Cian Dillion
34. Conan Noonan
37. Cory O'Sullivan

Liðsstjórn:
Stephen Bradley (Þ)

Gul spjöld:
Trevor Clarke ('38)
Roberto Lopes ('55)
Jack Byrne ('56)
Sean Hoare ('59)
Daniel Cleary ('64)
Dylan Watts ('70)

Rauð spjöld:
Jack Byrne ('74)
Leik lokið!
Víkingar fengu séns en nýttu hann ekki.

Hörmulegur fyrri hálfleikur varð þeim að falli því miður.
Grátleg niðurstaða en staðreynd engu að síður.
98. mín Misnotað víti!
Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
Martröð, setur boltann í stöngina utanverða Markvörðurinn var löngu kominn í hitt hornið þegar Hansen skaut.
96. mín
VÍKINGAR ERU AÐ FÁ VÍTI
Lopes brýtur á Valdimar í teignum í blálok leiksins.

Líflína fyrir Víkinga!
95. mín
Síðasti sénsinn? Viktor með boltann fyrir markið en Pohls mætir út og handsamar boltann.
92. mín
Jón Guðni með hörkuskot utan af velli en vel framhjá.
90. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma
89. mín
Víkingar vinna horn

Gunnar Vatnhamar með skallann en yfir markið fer boltinn
87. mín
Þvílíkt færi Valdimar í teignum en setur boltann beint í Pohls!

84. mín
Viktor Örlygur með hörkuskot af 20 metrum en Pohls vel staðsettur og ver.
82. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
81. mín
Seán Hoare og Erlingur Agnarsson
Mynd: Getty Images

Elvar Geir Magnússon
80. mín
Inn:Lee Grace (Shamrock Rovers) Út:Johnny Kenny (Shamrock Rovers)
Þétta vörnina
77. mín
Gísli Gottskálk með skot úr teignum og Víkingar vilja hendi!

Þetta verður skoðað.

Fer beint í andlitið á Lopes svo engin vítaspyrna verður dæmd
75. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
75. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
74. mín Rautt spjald: Jack Byrne (Shamrock Rovers)
Klaufalegt brot á spjaldi og hann fær rautt.

Klippir Valdimar niður
70. mín Gult spjald: Dylan Watts (Shamrock Rovers)
Brýtur á Pablo eftir að Shamrock komst í dauðafæri.
68. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Brýtur á Sean Hoare sem losar reimarnar til að tefja smá.
67. mín
Johnny Kenny h+otar þrennunni Írarnir sækja hratt, boltinn á Kenny sem fer inn á völlinn og á fínt skot en framhjá fer boltinn.
64. mín Gult spjald: Daniel Cleary (Shamrock Rovers)
Fyrir brot á Valdimar. Allir miðverðir Shamrock á spjaldi. Herja á þá takk.
62. mín
Joshua Honohan með skot af talverðu færi en vel framhjá fer boltinn.
62. mín
Inn:Neil Faruggia (Shamrock Rovers) Út:Trevor Clarke (Shamrock Rovers)
60. mín MARK!
Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Þarna! Frábær fyrirgjöf frá Ara frá vinstri inn á markteiginn og Niko er bara mættur til að skora.

Miklu sterkari en varnarmenn og setur boltann undir Pohls i markinu.

Býr meira í Víkingum?
59. mín Gult spjald: Sean Hoare (Shamrock Rovers)
Tuðar sig í bókina. Góðir í því Írarnir.

Þeim er drull samt enda að vinna.
56. mín Gult spjald: Jack Byrne (Shamrock Rovers)
Fyrir mótmæli reikna ég með.
55. mín Gult spjald: Roberto Lopes (Shamrock Rovers)
Tekur Niko niður án bolta. Rennur á vellinum og á þessa líka glæfralegu tæklingu í leiðinni.

Fínt að fá spjald á hann.
53. mín
Valdimar með frábæran sprett upp völlinn og í skotfæri en á hörmulegt skot sem fer vel framhjá.

Lopes náði að trufla hann nóg þótt hann ætti aldrei séns í hann á ferðinni.
49. mín
Ari í dauðafæri en brennir af! Sending fyrir markið frá hægri, Niko tekur hlaup á nær og dregur í sig menn. Boltinn yfir á fjær þar sem Ari mætir en skóflar boltanum yfir af stuttu færi.
46. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
45. mín
Karl Friðleifur og Johnny Kenny að kljást
Mynd: Getty Images

Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Það er akkúrat ekkert jákvætt hægt að segja um leik Víkinga í fyrri hálfleik. Leikurinn farið fram alfarið á forsendum Shamrock og ekkert sem bendir til að það sé að fara að breytast.

Ætli Víkingar sér áfram verður mikið að breytast í síðari hálfleik því frammistaða þeirra er alls ekki á pari við yfirlýsingar þeirra..
45. mín
+3 Víkingar fá horn.

Mættu taka upp á því að nýta það.
45. mín
+2 Pablo með aukaspyrnu inn á teiginn sem Pohls ekki í nokkrum vandræðum með.
45. mín
Gunnar Vatnhamar í baráttunni
Mynd: Getty Images

Elvar Geir Magnússon
45. mín
Staðreyndin er. Þeir hafa ekkert sýnt sem bendir til þess
44. mín
Hættulegur bolti inn á teiginn frá Karli Friðleifi úr aukaspyrnu. Pakkinn er þéttur og Pohls og Lopes skella saman.

Liggja báðír í valnum og þurfa aðhlynningu. Get samt lofað ykkur því að það er í lagi með þá báða.
39. mín
Skemmtileg útfærsla á aukaspyrnunni en fá ekkert nema horn fyrir vikið.
38. mín Gult spjald: Trevor Clarke (Shamrock Rovers)
Brýtur á Erlingi úti við hornfána
30. mín
Skot frá Víkingum
Ari með það eftir fyrirgjöf Karl Friðleifs en hittir ekki markið.

Skref í rétta átt þó.
28. mín
Johnny Kenny hefur farið illa með Víkinga
Mynd: Getty Images

Elvar Geir Magnússon
27. mín
Hlé á leiknum og menn fara í vatnssopa og spjall.
26. mín
Lítið um að vera á vellinum.

Það má segja að Víkingar hafi verið felldir til þessa á eigin bragði. Írarnir hafa teymt þá fram völlinn og sótt hratt og refsað grimmilega.
20. mín MARK!
Johnny Kenny (Shamrock Rovers)
Allt í baklás hjá Víkingum
Kenny fær boltann og veður upp völlinn, lætur vaða á markið undir pressu frá Ekroth og sigrar Ingvar á nærstöng.

Bæði Ekroth og Ingvar eiga að gera mun betur þarna.
16. mín
Gary O'Neil sleppur innfyrir og Ingvar í allskonar basli í markinu. Fer út í pressu hreinlega en Írarnir ná ekki að gera sér mat úr því.

Fáránlegt að AD 2 flaggi ekki því O'Neil var klárlega rangstæður.
13. mín
Barningur eftir markið en stemmingin er all Írsk þessa stundina. Af skiljanlegum ástæðum.
8. mín MARK!
Johnny Kenny (Shamrock Rovers)
Heimamenn komast yfir! Skuggalega einn úti til hægri og keyrir inn á teiginn. Leikur á Oliver og plantar boltanum undir Ingvar í markinu.

VAR skoðun en markið stendur.
8. mín
Víkingar haldið boltanum betur þessar fyrstu mínútur en ekki tekist að nýta sér það til þessa.
2. mín
Víkingar byrja af krafti Helgi Guðjónsson í færi eftir sendingu frá Ara en varnarmenn stíga fyrir, Roberto Lopes gerir það.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Dublin. Það eru Víkingar sem hefja hér leik.


Vonumst að sjálfsögðu eftir sigri Víkinga.
Fyrir leik
Lögmaðurinn er í gír í Dublin
Fyrir leik
Fyrir leik
7500 miðar seldir og met sett. Völlurinn tekur þó 10.500
Stuðningsmenn Víkinga í góðum gír í Dublin
Fyrir leik
Uppstilling skv UEFA
Mynd: Sverrir Örn Einarsson

Fyrir leik
Liðin eru mætt í hús Aðeins ein breyting er á liðinu frá fyrri leiknum í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen fær sér sæti á bekknum í stað Ara Sigurpálssonar. Það eru líka gleðitíðindi að Aron Elís Þrándarson er mættur á varamannabekk Víkinga á ný eftir meiðsli. Þá er Óskar Örn Hauksson styrktarþjálfari Víkinga einnig í leikmannahópnum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Um 100 Víkingar lagt leið sína til Dublin Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við mbl.is í gær um leik kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar. Víkingur heimsækir Shamrock á Tallaght leikvanginn í Dublin og er staðan í einvíginu jöfn eftir markalaust jafntefli á Víkingsvelli fyrir viku síðan.

„Það er bú­ist við 7-8 þúsund manns (á Tallaght í kvöd). Það koma um 100 manns frá okk­ur og þeir láta vænt­an­lega vel í sér heyra," sagði Arnar við mbl.is.

   16.07.2024 15:09
100 Víkingar til Írlands - Aron Þrándar gæti spilað
Fyrir leik
Lesendur eru bjartsýnir fyrir hönd Víkings

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Alvöru dómari á flautunni. Dómari kvöldsins kemur langt að ef svo má segja. Ástralinn Jarred Gillet verður með flautuna á Tallaght Stadium. Hann var einn virtasti dómari A-Leauge deildarinnar í Ástralíu áður en hann fluttist til Englands árið 2018. Þar hóf hann að dæma í Champioship deildinni fyrst um sinn. Árið 2021 var hann hækkaður upp um flokk og dæmdi sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrstur dómara fæddur utan Bretlandseyja.

Jared til aðstoðar i kvöld verða Neil Davies og James Mainwaring aðstoðardómarar og Sam Barrott fjórði dómari.

VAR dómarar eru einnig enskir þeir Peter Bankes og Michael Salisbury en báðir dæma þeir í Ensku Úrvalsdeildinni.

Fyrir leik
Stjór Shamrock reiknar með öðruvísi leik „Í hreinskilni þá erum við vonsviknir að vinna ekki leikinn þegar við horfum í þessi tvö færi. Við vissum hvað Víkingur myndi reyna gera og mér fannst við gera mjög vel gegn því og mér fannst við eiga vinna leikinn," sagði Stephen Bradley sem er stjóri Shamrock Rovers.

Bradley á von á öðruvísi leik í seinni leiknum sem fram fer í Dublin eftir viku. „Við vitum hvað þeir munu koma með, en þetta verður öðruvísi leikur fyrir framan okkar áhorfendur." Hann býst við að endurheimta tvo leikmenn; Lee Grace og Markus Poom fyrir næsta leik. Hvorki Víkingur né Shamrock á leik í millitíðinni.

   09.07.2024 22:05
Stjóri Shamrock svekktur: Kjánaleg ákvörðun hjá okkar manni
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugs um fyrri leikinn
„Blendnar tilfiningar. Þetta var virkilega góð frammistaða en okkur tókst ekki að skora. " Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir fyrri leik liðanna.

„Ég veit ekki hvað við fengum margar hornspyrnur og hvað við vorum mikið með boltann og þess háttar en það var svolítið langt á milli færa hjá okkur. Við náðum aldrei að skelfa þá nógu mikið nægilega oft þannig þeir fóru snemma í skotgrafirnar sem að er mjög ólíkt þeirra DNA sem sýndi bara hvað þeir báru mikla virðingu fyrir okkur."

   09.07.2024 22:16
Arnar Gunnlaugs: Vorum búnir að reyna að henda öllu á þá og eldhúsvaskinum með
Fyrir leik
Fer Víkingur í 2.umferð?
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Shamrock Rovers og Víkings í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Um síðari leik liðnna er að ræða en fyrri leikur liðanna í Víkinni endaði með markalausu jafntefli. Leikið verður til þrautar í kvöld til þess að fá fram sigurvegara og því verður framlengt verði jafnt og farið í vítspyrnukeppni verði enn jafnt að framlengingu lokinni.

Mynd: Getty Images

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('82)
9. Helgi Guðjónsson ('46)
10. Pablo Punyed ('75)
17. Ari Sigurpálsson ('75)
19. Danijel Dejan Djuric ('46)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('75)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('75)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Óskar Örn Hauksson
21. Aron Elís Þrándarson ('82)
23. Nikolaj Hansen (f) ('46)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson ('46)
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('68)

Rauð spjöld: