Ari í dauðafæri en brennir af!
Sending fyrir markið frá hægri, Niko tekur hlaup á nær og dregur í sig menn. Boltinn yfir á fjær þar sem Ari mætir en skóflar boltanum yfir af stuttu færi.
Það er akkúrat ekkert jákvætt hægt að segja um leik Víkinga í fyrri hálfleik. Leikurinn farið fram alfarið á forsendum Shamrock og ekkert sem bendir til að það sé að fara að breytast.
Ætli Víkingar sér áfram verður mikið að breytast í síðari hálfleik því frammistaða þeirra er alls ekki á pari við yfirlýsingar þeirra..
Liðin eru mætt í hús
Aðeins ein breyting er á liðinu frá fyrri leiknum í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen fær sér sæti á bekknum í stað Ara Sigurpálssonar. Það eru líka gleðitíðindi að Aron Elís Þrándarson er mættur á varamannabekk Víkinga á ný eftir meiðsli. Þá er Óskar Örn Hauksson styrktarþjálfari Víkinga einnig í leikmannahópnum.
Um 100 Víkingar lagt leið sína til Dublin
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við mbl.is í gær um leik kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar. Víkingur heimsækir Shamrock á Tallaght leikvanginn í Dublin og er staðan í einvíginu jöfn eftir markalaust jafntefli á Víkingsvelli fyrir viku síðan.
„Það er búist við 7-8 þúsund manns (á Tallaght í kvöd). Það koma um 100 manns frá okkur og þeir láta væntanlega vel í sér heyra," sagði Arnar við mbl.is.
Alvöru dómari á flautunni.
Dómari kvöldsins kemur langt að ef svo má segja. Ástralinn Jarred Gillet verður með flautuna á Tallaght Stadium. Hann var einn virtasti dómari A-Leauge deildarinnar í Ástralíu áður en hann fluttist til Englands árið 2018. Þar hóf hann að dæma í Champioship deildinni fyrst um sinn. Árið 2021 var hann hækkaður upp um flokk og dæmdi sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrstur dómara fæddur utan Bretlandseyja.
Jared til aðstoðar i kvöld verða Neil Davies og James Mainwaring aðstoðardómarar og Sam Barrott fjórði dómari.
VAR dómarar eru einnig enskir þeir Peter Bankes og Michael Salisbury en báðir dæma þeir í Ensku Úrvalsdeildinni.
Stjór Shamrock reiknar með öðruvísi leik
„Í hreinskilni þá erum við vonsviknir að vinna ekki leikinn þegar við horfum í þessi tvö færi. Við vissum hvað Víkingur myndi reyna gera og mér fannst við gera mjög vel gegn því og mér fannst við eiga vinna leikinn," sagði Stephen Bradley sem er stjóri Shamrock Rovers.
Bradley á von á öðruvísi leik í seinni leiknum sem fram fer í Dublin eftir viku. „Við vitum hvað þeir munu koma með, en þetta verður öðruvísi leikur fyrir framan okkar áhorfendur." Hann býst við að endurheimta tvo leikmenn; Lee Grace og Markus Poom fyrir næsta leik. Hvorki Víkingur né Shamrock á leik í millitíðinni.
Arnar Gunnlaugs um fyrri leikinn „Blendnar tilfiningar. Þetta var virkilega góð frammistaða en okkur tókst ekki að skora. " Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir fyrri leik liðanna.
„Ég veit ekki hvað við fengum margar hornspyrnur og hvað við vorum mikið með boltann og þess háttar en það var svolítið langt á milli færa hjá okkur. Við náðum aldrei að skelfa þá nógu mikið nægilega oft þannig þeir fóru snemma í skotgrafirnar sem að er mjög ólíkt þeirra DNA sem sýndi bara hvað þeir báru mikla virðingu fyrir okkur."
Fer Víkingur í 2.umferð? Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Shamrock Rovers og Víkings í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Um síðari leik liðnna er að ræða en fyrri leikur liðanna í Víkinni endaði með markalausu jafntefli. Leikið verður til þrautar í kvöld til þess að fá fram sigurvegara og því verður framlengt verði jafnt og farið í vítspyrnukeppni verði enn jafnt að framlengingu lokinni.