Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 16. júlí 2024 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: MBL 
100 Víkingar til Írlands - Aron Þrándar gæti spilað
Úr fyrri leiknum.
Úr fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron hefur glímt við meiðsli að undanförnu.
Aron hefur glímt við meiðsli að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við mbl.is í gær um leik kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar. Víkingur heimsækir Shamrock á Tallaght leikvanginn í Dublin og er staðan í einvíginu jöfn eftir markalaust jafntefli á Víkingsvelli fyrir viku síðan.

Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 2 -  1 Víkingur R.

„Það er bú­ist við 7-8 þúsund manns (á Tallaght í kvöd). Það koma um 100 manns frá okk­ur og þeir láta vænt­an­lega vel í sér heyra," sagði Arnar við mbl.is.

Arnar sagði fyrir fyrri leikinn að Aron Elís Þrándarson yrði mögulega í hópnum í leiknum í dag og fram kemur í grein mbl.is að hann ætti að geta spila eitthvað í leiknum í kvöld.

„Þeir pressa yf­ir­leitt framar­lega og reyna að vinna bolt­ann strax. Það gæti búið til pláss fyr­ir okk­ur. Það verða til tæki­færi en við verðum að bera virðingu fyr­ir þessu verk­efni. Við erum á úti­velli í Meist­ara­deild­inni. Við ætl­um ekki í neina vit­leysu," sagði Arnar við mbl.is.

Sigurvegarinn í kvöld mætir tékknsesku meisturunum Sparta Prag í næstu umferð. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Arnar Gunnlaugs: Vorum búnir að reyna að henda öllu á þá og eldhúsvaskinum með
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner