Heimild: MBL
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við mbl.is í gær um leik kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar. Víkingur heimsækir Shamrock á Tallaght leikvanginn í Dublin og er staðan í einvíginu jöfn eftir markalaust jafntefli á Víkingsvelli fyrir viku síðan.
Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 2 - 1 Víkingur R.
„Það er búist við 7-8 þúsund manns (á Tallaght í kvöd). Það koma um 100 manns frá okkur og þeir láta væntanlega vel í sér heyra," sagði Arnar við mbl.is.
Arnar sagði fyrir fyrri leikinn að Aron Elís Þrándarson yrði mögulega í hópnum í leiknum í dag og fram kemur í grein mbl.is að hann ætti að geta spila eitthvað í leiknum í kvöld.
„Þeir pressa yfirleitt framarlega og reyna að vinna boltann strax. Það gæti búið til pláss fyrir okkur. Það verða til tækifæri en við verðum að bera virðingu fyrir þessu verkefni. Við erum á útivelli í Meistaradeildinni. Við ætlum ekki í neina vitleysu," sagði Arnar við mbl.is.
Sigurvegarinn í kvöld mætir tékknsesku meisturunum Sparta Prag í næstu umferð. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir