Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   þri 09. júlí 2024 22:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Shamrock svekktur: Kjánaleg ákvörðun hjá okkar manni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í hreinskilni þá erum við vonsviknir að vinna ekki leikinn þegar við horfum í þessi tvö færi. Við vissum hvað Víkingur myndi reyna gera og mér fannst við gera mjög vel gegn því og mér fannst við eiga vinna leikinn," sagði Stephen Bradley sem er stjóri Shamrock Rovers.

Lið hans gerði markalaust jafntefli gegn Víkingi í fyrri leik liðanna 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

Víkingur hélt góðri pressu á írsku meistarana í upphafi leiks og náðu kafla þar sem virtist einungis tímaspursmál hvenær Víkingur myndi skora fyrsta markið. Það kom ekki, Írarnir náðu að þrauka.

„Við vissum að byrjunin yrði mjög mikilvæg. Við vissum við að við þyrftum að halda einbeitingu í 10-15 mínútur og svo koma okkur inn í leikinn. Mér fannst við gera það mjög vel."

Bradley og hans lið er ekki hrifið af því að spila á gervigrasi en skilur hvers vegna það seú gervigrasvellir á Íslandi. Hann var spurður út í aðstæðurnar og hann kom inn á áhorfendur. „Stuðningurinn var allt í lagi, kannski þúsund manns. Við erum vanir að spila fyrir framan 7-10 þúsund svo þetta var ekki vandamál."

Írarnir náðu að drepa niður tempóið með því að taka sér langar tímar í sínar aðgerðir. Víkingar voru ekkert sérstaklega kátir með það.

„Þetta er hluti af leiknum, þú þarft að skilja hvernig á að stýra leiknum og mitt lið er reynslumikið lið í Evrópu, þeir vita hvernig á að stjórna leiknum og við gerðum það mjög vel."

Írska liðið var manni færra í lok leiks þar sem Darragh Nugent fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu, það kom eftir leiktöf.

„Ég held að þetta sé gult spjald. Þetta var kjánaleg ákvörðun hjá okkar leikmanni."

Bradley á von á öðruvísi leik í seinni leiknum sem fram fer í Dublin eftir viku. „Við vitum hvað þeir munu koma með, en þetta verður öðruvísi leikur fyrir framan okkar áhorfendur." Hann býst við að endurheimta tvo leikmenn; Lee Grace og Markus Poom fyrir næsta leik. Hvorki Víkingur né Shamrock á leik í millitíðinni.

Shamrock mætti Breiðabliki í fyrra, hver er munurinn á Breiðabliki og Víkingi?

„Ég held að liðin séu mjög svipuð á vissan hátt. Breiðablik var betra á vissan hátt og Víkingur var betra á vissan hátt. Þau hafa bæði sína styrkleika og veikleika. Ég skal segja þér eftir leikinn á þriðjudaginn hver munurinn á liðunum er," sagði Bradley brosti.

Víkingur fékk urmul af hornspyrnum en skapaði lítið. Besta færi Víkings kom í fyrri hálfleik þegar markvörður Shamrock bjargaði og svo stöngin. „Við erum mjög góðir í hornspyrnum, verjumst þeim mjög vel. Við vorum tilbúnir í að fá á okkur mörg horn," sagði Bradley sem í lok viðtalsins ræddi um hvers vegna Johnny Kenny sem fékk bestu færi Shamrock byrjaði ekki leikinn.

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner