Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   þri 09. júlí 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Vorum búnir að reyna að henda öllu á þá og eldhúsvaskinum með
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Shamrock Rovers í 1.umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 

Víkingar byrjuðu einvígið á heimavelli og þrátt fyrir að liggja svolítið á gestunum vildi markið ekki láta sjá sig.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Blendnar tilfiningar. Þetta var virkilega góð frammistaða en okkur tókst ekki að skora. " Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Ég veit ekki hvað við fengum margar hornspyrnur og hvað við vorum mikið með boltann og þess háttar en það var svolítið langt á milli færa hjá okkur. Við náðum aldrei að skelfa þá nógu mikið nægilega oft þannig þeir fóru snemma í skotgrafirnar sem að er mjög ólíkt þeirra DNA sem sýndi bara hvað þeir báru mikla virðingu fyrir okkur." 

Víkingar fengu þó nokkrar hornspyrnur í leiknum og var svekkjandi að sjá Víkinga ekki nýta sér þær nægilega vel. 

„Já það voru allavega í minningunni 2-3 góð færi sem komu upp úr því þannig já það voru góðar spyrnur en þeir bara vörðust vel. Kredit á þá. Þeir bara vörðust virkileg vel í þessum leik og hlupu mikið."

Arnar átti áhugaverðar skiptingar í leiknum í dag og tók meðal annars Pablo Punyed af velli þegar liðið var að reyna sækja mark og reyna þræða boltanum á milli línana. 

„Þetta er bara að fá ferskar lappir inn á. Reyna að halda orkustiginu gangandi. Það var ástæðan fyrir þessum skiptingum. Það hefur gengið ansi vel með skiptingarnar hingað til fyrstu 3-4 ár þannig þetta er bara til að fá öðruvísi prófíla í allar stöður. Öðruvísi leikmenn 1v1, öðruvísi leikmenn í hálfsvæði og öðruvísi leikmenn til að fylla boxið og bara reyna hreyfa við einhverju því að við vorum búnir að reyna að henda öllu á þá og eldhúsvaskinum með þannig afhverju ekki að reyna eitthvað nýtt?"

 Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner