Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 09. júlí 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Vorum búnir að reyna að henda öllu á þá og eldhúsvaskinum með
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Shamrock Rovers í 1.umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 

Víkingar byrjuðu einvígið á heimavelli og þrátt fyrir að liggja svolítið á gestunum vildi markið ekki láta sjá sig.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Blendnar tilfiningar. Þetta var virkilega góð frammistaða en okkur tókst ekki að skora. " Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Ég veit ekki hvað við fengum margar hornspyrnur og hvað við vorum mikið með boltann og þess háttar en það var svolítið langt á milli færa hjá okkur. Við náðum aldrei að skelfa þá nógu mikið nægilega oft þannig þeir fóru snemma í skotgrafirnar sem að er mjög ólíkt þeirra DNA sem sýndi bara hvað þeir báru mikla virðingu fyrir okkur." 

Víkingar fengu þó nokkrar hornspyrnur í leiknum og var svekkjandi að sjá Víkinga ekki nýta sér þær nægilega vel. 

„Já það voru allavega í minningunni 2-3 góð færi sem komu upp úr því þannig já það voru góðar spyrnur en þeir bara vörðust vel. Kredit á þá. Þeir bara vörðust virkileg vel í þessum leik og hlupu mikið."

Arnar átti áhugaverðar skiptingar í leiknum í dag og tók meðal annars Pablo Punyed af velli þegar liðið var að reyna sækja mark og reyna þræða boltanum á milli línana. 

„Þetta er bara að fá ferskar lappir inn á. Reyna að halda orkustiginu gangandi. Það var ástæðan fyrir þessum skiptingum. Það hefur gengið ansi vel með skiptingarnar hingað til fyrstu 3-4 ár þannig þetta er bara til að fá öðruvísi prófíla í allar stöður. Öðruvísi leikmenn 1v1, öðruvísi leikmenn í hálfsvæði og öðruvísi leikmenn til að fylla boxið og bara reyna hreyfa við einhverju því að við vorum búnir að reyna að henda öllu á þá og eldhúsvaskinum með þannig afhverju ekki að reyna eitthvað nýtt?"

 Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir