Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   þri 09. júlí 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Vorum búnir að reyna að henda öllu á þá og eldhúsvaskinum með
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Shamrock Rovers í 1.umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 

Víkingar byrjuðu einvígið á heimavelli og þrátt fyrir að liggja svolítið á gestunum vildi markið ekki láta sjá sig.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Blendnar tilfiningar. Þetta var virkilega góð frammistaða en okkur tókst ekki að skora. " Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Ég veit ekki hvað við fengum margar hornspyrnur og hvað við vorum mikið með boltann og þess háttar en það var svolítið langt á milli færa hjá okkur. Við náðum aldrei að skelfa þá nógu mikið nægilega oft þannig þeir fóru snemma í skotgrafirnar sem að er mjög ólíkt þeirra DNA sem sýndi bara hvað þeir báru mikla virðingu fyrir okkur." 

Víkingar fengu þó nokkrar hornspyrnur í leiknum og var svekkjandi að sjá Víkinga ekki nýta sér þær nægilega vel. 

„Já það voru allavega í minningunni 2-3 góð færi sem komu upp úr því þannig já það voru góðar spyrnur en þeir bara vörðust vel. Kredit á þá. Þeir bara vörðust virkileg vel í þessum leik og hlupu mikið."

Arnar átti áhugaverðar skiptingar í leiknum í dag og tók meðal annars Pablo Punyed af velli þegar liðið var að reyna sækja mark og reyna þræða boltanum á milli línana. 

„Þetta er bara að fá ferskar lappir inn á. Reyna að halda orkustiginu gangandi. Það var ástæðan fyrir þessum skiptingum. Það hefur gengið ansi vel með skiptingarnar hingað til fyrstu 3-4 ár þannig þetta er bara til að fá öðruvísi prófíla í allar stöður. Öðruvísi leikmenn 1v1, öðruvísi leikmenn í hálfsvæði og öðruvísi leikmenn til að fylla boxið og bara reyna hreyfa við einhverju því að við vorum búnir að reyna að henda öllu á þá og eldhúsvaskinum með þannig afhverju ekki að reyna eitthvað nýtt?"

 Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner