Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
KA
1
0
Víkingur R.
Sveinn Margeir Hauksson '88 1-0
20.07.2024  -  16:15
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Alskýjað og norðangola
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Steinþór Már Auðunsson (KA)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Kári Gautason ('57)
5. Ívar Örn Árnason
8. Harley Willard ('89)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
23. Viðar Örn Kjartansson ('57)
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
30. Sveinn Margeir Hauksson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('89)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('57)
18. Hákon Atli Aðalsteinsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('57)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('40)
Birgir Baldvinsson ('43)
Sveinn Margeir Hauksson ('45)
Hans Viktor Guðmundsson ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Risastór sigur KA á Íslandsmeisturunum! KA vinnur dramatískan sigur á Víkingum með marki frá Sveini Margeiri Haukssyni í sínum síðasta leik í sumar. Víkingar munu naga sig í handarbökin að hafa ekki komið boltanum í netið, en Steinþór Már Auðunsson átti frábæran leik í marki KA og kom í veg fyrir það.

Viðtöl og skýrsla koma von bráðar!
94. mín
Steinþór grípur boltann eftir horn Karls.
94. mín
Matti svo nálægt því að sleppa! Aron Elís skallar hann fyrir fætur Matthíasar, en KA bjarga í horn!
93. mín
Skallað frá, en Víkingar halda pressunni.
93. mín
Víkingar fá horn!
91. mín
Fjórar mínútur í uppbót.
89. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Harley Willard (KA)
88. mín MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Harley Willard
HANN ÆTLAR AÐ KVEÐJA MEÐ STÆL!!! Á frábæran sprett í gegnum miðja vörn Víkings, fer auðveldlega framhjá Jóni Guðna og setur lúmskt skot framhjá Pálma, sem að er algjörlega frosinn á línunni.

1-0!
87. mín
Hætta! Birgir Baldvinsson á frábæran sprett og kemur boltanum á Willard. Willard skilar boltanum út á hægri kantinn á Hrannar Björn sem að á mjög hættulega sendingu þvert fyrir teig Víkings, en Ásgeir Sigurgeirsson nær ekki til boltans!
85. mín
Stuðningsmenn KA taka við sér og láta vel í sér heyra.
84. mín
Hallgrímur Mar með vinstri fótar skot fyrir utan teig Víkings en hittir boltann illa og hann fer framhjá markinu.
84. mín Gult spjald: Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.)
Keyrir í bakið á Ásgeiri.
82. mín
Mikil barátta. Mikill barningur. Engar opnanir.
75. mín
Korter eftir af venjulegum leiktíma. Það er nú eiginlega ótrúlegt ef að við fáum ekki allavega eitt fjandans mark í þennan leik.
73. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
,,Það er partý hjá Pablo!" syngja stuðningsmenn Víkings.
69. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.) Út:Oliver Ekroth (Víkingur R.)
65. mín
WILLARD!!! Einn gegn Pálma, en markmaður Víkinga ver glæsilega í horn!
64. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
63. mín
DAUÐAFÆRI!!! Matthías, Halldór Smári og svo aftur Matthías í ótrúlegum færum til að koma Víkingum yfir, en Steinþór Már með stórkostlegar vörslur!
63. mín
Víkingar fá hornspyrnu.
59. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Gestirnir miklu meira með boltann, en eiginlega ekkert um opnanir.
57. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Viðar Örn Kjartansson (KA)
57. mín
Inn:Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Út:Kári Gautason (KA)
53. mín
Hallgrímur Mar setur aukaspyrnuna frekar hátt yfir markið.
52. mín Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Nú vill Viktor Örlygur vera með. Rífur Svein Margeir niður. Ágætis skotfæri fyrir KA.
51. mín
Viktor Örlygur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi KA. Andri Fannar sá brotlegi.
49. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (KA)
KA menn eru að safna gulum spjöldum.
46. mín
Víkingar byrja af krafti og Valdimar reynir langskot sem að fer talsvert framhjá.
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Víkingar koma þessu aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Nokkuð fjörugum fyrri hálfleik lokið.

Víkingar hafa verið talsvert sterkari aðilinn og fengið nokkur tækifæri til þess að brjóta ísinn en tréverkið, varnarlínan og Steinþór Már hafa komið í veg fyrir að gestirnir leiði. Harley Willard fékk langbesta færi KA í fyrri hálfleik, en hægri fóturinn sveik hann illilega.

Komum að vörmu!
45. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoppar skyndisókn. Ein mínúta í uppbót.
43. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Tekur Valdimar niður rétt fyrir utan teig KA, úti vinstra megin.
40. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
37. mín
Víkingar fá horn.

Steinþór grípur boltann þægilega.
35. mín
Djuric með aðra marktilraun inni í teig KA, en Steinþór ver aftur og heldur boltanum.
33. mín
Pínu fram og til baka þessa stundina.
29. mín
ARI Í DAUÐAFÆRI! Fær boltann út í teig KA og skot hans er á leið inn, en Hans Viktor bjargar því að gestirnir komist yfir!

Nú eiga Víkingar horn.
28. mín
HARLEY Í DAUÐAFÆRI! Eftir mikið kraðak í teig Víkings dettur boltinn fyrir Harley Willard við markteiginn. Hann tekur eina snertingu áður en hann setur boltann vandræðalega langt framhjá af þessu færi! Þetta var vissulega á veikari fæti Willard, en það verður að setja þá kröfu að hann klári þetta.
21. mín
Snaggaralegt samspil Víkinga fyrir framan teig KA endar með því að Valdimar Þór lætur vaða rétt fyrir utan vítateiginn. Steinþór Már er vandanum vaxinn í markinu og grípur boltann.
17. mín
Færi! Danijel Djuric á flottan sprett í gegnum miðju KA og leggur boltann fyrir Ara Sigurpálsson. Ari setur boltann fyrir og hann er hreinsaður út í teiginn. Þar mætir Djuric sjálfur og tekur viðstöðulaust skot beint á Steinþór í markinu.

Víkingar finna lykt af opnunarmarkinu.
16. mín
Harley Willard kemst í frábæra fyrirgjafarstöðu á vinstri kantinum, en sendingin fyrir er alls ekki góð. Þetta var tækifæri fyrir heimamenn.
14. mín
Frábær björgun hjá Ívari! Ívar Örn kemst inn í fyrirgjöf Karls Friðleifs á elleftu stundu og kemur í veg fyrir nánast öruggt mark!
13. mín
Gestirnir fá horn. Misheppnuð hreinsun Hans Viktors endar aftur fyrir.
12. mín
Jakob Snær fær tiltal frá Erlendi Eiríkssyni. Fór full geyst í skallaeinvígi.
10. mín
Hinu megin kom Viðar Örn boltanum í markið, en var dæmdur rangstæður. Ágætis spil KA fyrir utan teig Víkings.
7. mín
SKOT Í STÖNG! Valdimar Þór með rosalegan sprett upp vinstri kantinn. Kemur honum aftur fyrir vörn KA og fær svo sendingu út í teiginn frá Karli Friðleifi þar sem að hann á fast skot beint á Steinþór Má í markinu. Steinþór ver hann til hliðar og þar mætir Ari Sigurpálsson á fjærstönginni, en nær bara að stýra boltanum í markstöngina!

Þetta var algjört dauðafæri fyrir Íslandsmeistarana.
6. mín
Ágætis spil Víkinga úti hægra megin endar inni í teig KA og þar fær Danijel Djuric boltann. Móttakan svíkur hann aðeins og hann reynir skot í fyrsta sem er laflaust og langt framhjá markinu.
4. mín
Pálmi Rafn grípur vel inn í eftir að Sveinn Margeir skallar boltann í átt að marki.
3. mín
KA fær horn. Sveinn Margeir vinnur það af harðfylgi.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað!
Fyrir leik
Síðasti leikur Birgis og Sveins Margeirs Vinstri bakvörður KA, Birgir Baldvinsson, fer til Bandaríkjanna eftir leikinn í dag til þess að ljúka námi í iðnaðarverkfræði í Háskólanum í Wisconsin-Madison. Þar mun hann spila með Wisconsin Badgers.

Þetta er blóðtaka fyrir KA liðið, en Birgir hefur staðið sig vel í sumar. KA var þó undir þetta búið og tilkynnti nýverið endurkomu Darko Bulatovic - sjö árum eftir að hann spilaði síðast hér á landi fyrir KA.

Darko Bulatovic er 34 ára vinstri bakvörður frá Serbíu sem að á að baki 3 landsleiki fyrir landslið Serba og var síðast í hóp 2020. Hann skoraði fyrsta mark KA í efstu deild síðan 2004 þegar að hann kom þeim yfir gegn Blikum í opnunarumferð Pepsi deildar karla árið 2017.

Þá er Sveinn Margeir Hauksson, sóknarmaður liðsins, einnig á leið til Bandaríkjanna en hann er á leið í mastersnám í UCLA. Hann hefur spilað alla 14 leiki liðsins hingað til og skorað í þeim 3 mörk.

KA mun sakna beggja leikmanna í komandi átökum, en spurning er hvort að Darko Bulatovic verði eina viðbótin í glugganum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sveinn Margeir er gríðarlega duglegur og leikinn leikmaður. Ljóst er að KA liðið mun sakna hans og Birgis.
Fyrir leik
Maður er enn að ná utan um þetta Fótbolti.net heyrði í Arnari Gunnlaugssyni eftir leikinn við Shamrock Rovers.

,,Það var mikið af tilfinningum. Grátlegt. Það gerðist svo mikið á lokamínútunum að maður er enn að ná utan um þetta. Maður þurfti að hughreysta liðið og minna menn á að enn er mikið að keppa um í sumar,'' sagði Arnar í viðtali við Sverri Örn Einarsson, fréttamann Fótbolta.net

Arnar kallaði leikinn mikla rússíbanareið og gagnrýndi liðið fyrir skort á einbeitingu í fyrri hálfleik sem að gerði það að verkum að á brattann var að sækja.

,,Þeir missa mann útaf og svo fáum við víti í lokin. Ég hef upplifað ansi margt í fótbolta og þetta var með því dramatískara.''

Þá talaði Arnar um að leikstíll Shamrock hefði komið þeim á óvart og verið allt öðruvísi en liðið var búið undir.

,,Þeir voru að spila fótbolta eins og ég var kannski vanur í gamla daga, sendingar inn fyrir á fljótan framherja og þess háttar. Við díluðum ekki nægilega vel við það og á endanum varð það okkur að falli.''

Mynd: Getty Images

,,Þú mátt vera svekktur í kvöld og í flugvélinni á leiðinni heim, en svo kemur sólin upp og lífið heldur áfram.''
Fyrir leik
Fyrir leik
Öll miðja KA í banni Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, glímir við mikinn höfuðverk þegar kemur að liðsvali í dag. Sterkasta miðja liðsins, þeir Daníel Hafsteinsson, Bjarni Aðalsteinsson og Rodri taka allir út leikbann í dag.

,,Þetta eru bara tvö lið sem að eru að keppa í botnbaráttu og mikið undir. Það var mikið um návígi og því miður fyrir bæði lið fullt af gulum spjöldum. Ég veit allavega að öll miðjan mín er í banni í næsta leik,'' sagði Hallgrímur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Daníel hefur verið frábær í sumar, en hann tekur út leikbann í dag og er ekki einn um það.
Fyrir leik
Grátleg niðurstaða í Dublin Víkingar eru nýkomnir til baka úr Meistaradeildarverkefni sínu gegn írska liðinu Shamrock Rovers. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum gerðist eitt og annað í þeim seinni.

Shamrock byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu 2-0 eftir 20 mínútur og má segja að fyrri hálfleikur Víkinga hafi verið það versta sem að sést hefur til liðsins í háa herrans tíð.

Þeir komu talsvert betur stemmdir til leiks í seinni hálfleik og Nikolaj Hansen kom Víkingum aftur inn í leikinn þegar hann minnkaði muninn á 60. mínútu. Það var svo aukin ástæða til bjartsýni þegar að Jack Byrne var rekinn útaf á 74. mínútu og Víkingar því manni fleiri síðustu mínúturnar.

Þeir bönkuðu og bönkuðu og virtust heilladísirnar svífa yfir Fossvogi þegar að Jarred Gillet, dómari leiksins, benti á vítapunktinn á 96. mínútu og gullið tækifæri gafst til að koma leiknum í framlengingu.

Það tækifæri nýtti Nikolaj Hansen því miður ekki og fór vítaspyrna Danans í utanverða stöngina. Sorglegur endir í Dublin og Víkingar því úr leik í Meistaradeild Evrópu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hansen kom Víkingum aftur inn í leikinn, en brást bogalistin á ögurstundu.
Fyrir leik
Stöðugt frábærir Víkingsliðið hefur haldið verulega góðum takti á þessu tímabili og er staða liðsins á þessum tímapunkti gríðarlega lík þeirri sem að liðið var í á sama tíma á síðustu leiktíð.

Árið 2023 hafði liðið unnið 11 leiki, tapað einum og gert 2 jafntefli að loknum 14 umferðum - á toppnum með 35 stig. Í ár hefur liðið unnið 10 leiki, tapað einum og gert 3 jafntefli - sami staður í töflunni með 33 stig.

Liðið hefur fengið framlag úr öllum áttum og myndað ótrúlega öflugt hugarfar sigurvegara. Það er erfitt að sjá Íslandsmeistaratitilinn fara annað en í Fossvoginn í haust.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar hafa haft ástæðu til að fagna oftar en einu sinni á undanförnum árum.
Fyrir leik
Batnandi mönnum er best að lifa Gengi KA hefur skánað til muna í undanförnum leikjum. Liðið hefur sótt 10 stig úr síðustu fimm leikjum, eftir að hafa einungis nælt í 5 stig í fyrstu 10 umferðunum.

Eftir 10. umferð sat liðið á botni Bestu-deildarinnar, en dramatískur seiglusigur á Fram gaf liðinu aukinn kraft til þess að koma tímabilinu sínu loksins í gang og þeir sitja nú í 8. sæti með 15 stig, fjórum stigum frá fallsæti - en einnig fjórum stigum frá sæti í efri hlutanum.

Á þessu skriði tókst KA líka að leggja Val að velli í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og er talsvert annar bragur á gulklæddum en var í upphafi leiktíðar.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA er á uppleið og mæta nú besta liði landsins.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og Víkings R. í Bestu-deild karla. Leikurinn er liður í 15. umferð deildarinnar og sömuleiðis örlítill forsmekkur fyrir aðdáendur liðanna fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth ('69)
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason ('73)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('64)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('64)
19. Danijel Dejan Djuric ('64)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
5. Jón Guðni Fjóluson ('69)
7. Erlingur Agnarsson ('64)
9. Helgi Guðjónsson ('64)
10. Pablo Punyed ('73)
18. Óskar Örn Hauksson
21. Aron Elís Þrándarson ('64)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Benedikt Sveinsson
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:
Viktor Örlygur Andrason ('52)
Jón Guðni Fjóluson ('84)

Rauð spjöld: