Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
Kjaftæðið - Enskir dómarar til skammar og KR á botninum!
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Útvarpsþátturinn - Heimsókn frá Húsavík við Skjálfanda
Leiðin úr Lengjunni: Siggi Höskulds fer yfir sviðið og upphitun fyrir úrslitin
Kjaftæðið - Liðið sem þorir vinnur 50 milljóna leikinn, hlaupa Víkingar með titilinn?
banner
   þri 16. júlí 2024 23:53
Fótbolti.net
Arnar Gunnlaugs: Við brugðumst og viðurkennum það
Víkingur tapaði á grátlegan hátt 2-1 gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Nikolaj Hansen skaut framhjá úr vítaspyrnu í blálokin sem hefði tryggt framlengingu. Þar hefði Víkingur verið í kjörstöðu því Shamrock var búið að missa mann af velli með rautt spjald.

„Það er mikið af tilfinningum. Grátlegt. Það gerðist svo mikið á lokamínútunum að maður er enn að ná utan um þetta. Maður þurfti að hughreysta liðið og minna menn á að enn er mikið að keppa um í sumar," segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í viðtali við Sverri Örn Einarsson, fréttamann Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 2 -  1 Víkingur R.

Með því dramatískara sem ég hef upplifað í fótbolta
Eftir markalausan fyrri leik í Víkinni var Shamrock 2-0 yfir í hálfleik í leiknum í kvöld. Sverrir spyr Arnar hvort ekki sé hægt að segja að fyrri hálfleikur hafi verið hreinlega lélegur af hálfu Víkings?

„Nei, það eru ákveðnir þættir í okkar leik sem við þurfum að laga og það er fókus og einbeiting. Þessi tvö mörk eru bara klaufaleg af okkar hálfu og gerðu það að verkum að það var á brattann að sækja. Við vorum alls ekki út úr þessu og gerðum breytingar. Menn gáfust ekki upp og við fengum strax góð færi í seinni hálfleik. Þetta var rússíbanareið allan seinni hálfleik."

„Þeir missa mann út af og svo fáum við víti í lokin. Ég hef upplifað ansi mikið í fótbolta og þetta var með því dramatískara," segir Arnar.

Voru allt öðruvísi en Víkingar bjuggust við
„Þetta var svo áhugaverð viðureign að spila við þetta írska lið. Þeir voru allt öðruvísi en við vorum búnir undir. Þeir voru allt öðruvísi en á móti Blikunum og allt öðruvísi en þeir hafa verið í írsku deildinni. Þeir voru að spila fótbolta eins og ég var kannski vanur í gamla daga, sendingar innfyrir á fljótan framherja og þess háttar. Við díluðum ekki nægilega vel við það og á endanum varð það okkur að falli. Í þessum keppnum snýst þetta um að komast áfram með hvaða ráðum sem er, eins og í bikarkeppninni. Ég held að fáir muni eftir einhverri tölfræði úr þessum leik. Bara að við duttum út, við klikkuðum bara og viðurkennum það og reynum að bæta okkur í næstu viðureign."

Svo kemur sólin upp og lífið heldur áfram
Dómari leiksins flautaði af um leið og Hansen klúðraði vítaspyrnunni í blálokin. Hvernig var upplifunin af þessu augnabliki?

„Maður trúði þessu ekki, þetta var of mikill rússíbani og erfitt að útskýra þetta nema maður er á staðnum. Maður reynir að halda haus og bera sig mannlega. En þegar maður er 51 árs og búinn að vera í fótbolta þetta lengi þá veistu að þú mátt vera svekktur í kvöld og í flugvélinni á leið heim en svo kemur sólin upp og lífið heldur áfram. Það er rosalegt um þessa útileiki okkar í Evrópu, þetta hefur verið svakaleg dramatík."

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan en þar tjáir Arnar sig meðal annars um það verkefni að fá menn upp á tærnar fyrir næstu verkefni.
Athugasemdir
banner