Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 12:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Darko mættur aftur í KA sjö árum seinna (Staðfest) - Tortímanda tilkynning
Mættur aftur.
Mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA var rétt í þessu að tilkynna um komu vinstri bakvarðarins Darko Bulatovic. Hann er að mæta aftur til félagsins eftir langa fjarveru.

Darko, sem fæddur er árið 1989, er Svartfellingur sem lék með KA tímabilið 2017 og þótti standa sig vel. Hann skoraði eitt mark í átján leikjum það tímabilið og lagði upp tvö mörk.

Vinstri bakvörður KA, Birgir Baldvinsson, er á leið í háskólanám um næstu mánaðarmót og mun Darko fylla hans skarð.

Darko á að baki þrjá leiki fyrir A-landslið Svartfellinga. Hann var síðast í hópnum í október 2020.

Á ferlinum hefur hann leikið í heimalandinu, Póllandi, Serbíu, Albaníu og í Kasakstan. Síðast lék hann með FK Sutjeska Niksic í efstu deild Svartfjallalands en þar á undan lék hann með Vllaznia í Albaníu sem mætti einmitt Val í forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær.

Áhugavert kynningarmyndband KA má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner