Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Besta-deild karla - Neðri hluti
KA
58' 0
2
KR
Besta-deild karla - Efri hluti
ÍA
61' 4
1
FH
Breiðablik
0
0
Valur
06.10.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Elías Ingi Árnason
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hilmar Jökull spáir í spilin Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks og formaður Tólfunnar, er spámaður umferðarinnar. Hilmar spáir óvænt Breiðablik sigri í leiknum á eftir.

Breiðablik 4 - 1 Valur

Líkurnar á að Gylfi Sig vakni með ái í bakinu á sunnudaginn næsta eru 0%. Hann verður jafn góður og hann var snemma sumars þegar Valur vann 2-3 sigur á Kópavogsvelli. Málið er að Blikaliðið í dag er miklu betra en það Blikalið sem Gylfi bossaði fyrr í sumar.

4-1 heimasigur þar sem Höskuldur og Ísak sjá um markaskorun og King Gylfi Sig setur eitt. Adam Páls kemur svo með 2-3 sniðug tweet, en þessi leikur er jú þekktur sem Adam Páls slagurinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gylfi kláraði Blika fyrr í sumar Fyrri viðureign liðana á tímabilinu endaði með 2-3 sigri Valsmanna á Kópavogsvelli. Gylfi Þór átti stórleik þar sem hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í hinu marki Valsara.

Spurning er þó hvort að Gylfi verði með í dag en hann missti af síðasta leik Vals vegna meiðsla í baki.

Seinni leikur liðanna endaði með 0-2 sigri Breiðabliks á Hlíðarenda.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mikið undir Viðureign Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan 17:00. Leikurinn skiptir miklu máli fyrir bæði lið hér í dag. Breiðablik eru í harðri toppbaráttu við Víkinga en Valur í baráttu um Evrópusæti við Stjörnunna.
Haraldur Örn textalýsir leiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Evrópubaráttan hörð Valur leiðir baráttuna um þriðja sætið sem gefur sæti í Evrópukeppni. Stjarnan getur þó komist fyrir ofan Val með sigri á Víkingum í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ósigraðir í 99 daga Breiðablik og Víkingur eru jöfn á stigum á toppi deildarinnar. Víkingar eru þó með betri markatölu. Liðin mætast innbyrðis í lokaumferð deildarinnar. Miðað við siglingu beggja liða í deildinni stefnir allt í að við fáum úrslitaleik á Víkingsvelli.

Breiðablik eru búnir að gleyma hvernig það að tapa er, líkt og Herra Hnetusmjör söng í laginu góða. Síðasti tapleikur Blika í Bestu-deildinni kom gegn FH þann 28. júní.

Staðan fyrir leiki dagsins

---------- Leikir - Stig - Markatala
Víkingur R. -24 - 55 - 37
Breiðablik --24 - 55 - 28

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stórleikur! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli. Hér í kvöld mun Breiðablik taka á móti Val í 25. umferð Bestu-deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: