Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Bandaríkin
3
1
Ísland
Alyssa Thompson '39 1-0
1-1 Selma Sól Magnúsdóttir '56
Jaydyn Shaw '85 2-1
Sophia Smith '89 3-1
24.10.2024  -  23:30
Q2 Stadium (Austin, Texas)
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Mjög hlýtt og talsverður raki
Dómari: Odette Hamilton (Jamaíka)
Byrjunarlið:
1. Alyssa Naeher (m)
4. Naomi Girma
5. Jenna Nigswonger
6. Lynn Williams ('72)
7. Alyssa Thompson
9. Mallory Swanson ('67)
10. Lindsey Horan ('67)
14. Emily Sonnett
16. Rose Lavelle
17. Sam Coffey ('72)
23. Emily Fox ('67)

Varamenn:
18. Casey Murphy (m)
21. Jane Campbell (m)
2. Ashley Sanchez
3. Korbin Albert
8. Hailie Mace
11. Sophia Smith ('72)
12. Emily Sams
13. Olivia Moultrie
15. Jaydyn Shaw ('67)
19. Hal Hershfelt ('72)
20. Casey Krueger ('67)
22. Eva Gaetino
24. Yasmeen Ryan ('67)
25. Alyssa Malonson
26. Emma Sears

Liðsstjórn:
Emma Hayes (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svekkjandi tap staðreynd 3-1 tap staðreynd, ég leyfi mér að segja mjög svekkjandi tap. Íslenska liðið lék lengst af mjög vel í leiknum en bandaríska liðið reyndist öflugra á lokasprettinum.

Seinni leikur liðanna fer fram í Tennessey á sunnudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 21:30.
90. mín
Svolítið eins og tankurinn hafi klárast hjá íslenska liðinu á sama augnabliki og Telma fékk höggið.
89. mín MARK!
Sophia Smith (Bandaríkin)
Innsiglar sigur Bandaríkjanna Virkilega gott skot, bandaríska liðið er að klára þetta. Boltinn barst aftur til Smith sem ?ét vaða í fyrsta og setti boltann í fjærhornið.

86. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
85. mín MARK!
Jaydyn Shaw (Bandaríkin)
Stoðsending: Jane Campbell
Neiiiii Campbell í baráttu við Hafrúnu og vinnur hana full auðveldlega. Campbell finnur svo Shaw sem fer illa með Natöshu og nær að lauma boltanum á milli fóta Telmu.

Þetta var ekki í neinum takti við það sem íslenska liðið hafði sýnt fram að þessu í seinni hálfleiknum. Mjög svekkjandi mark.

84. mín
Skot frá Yasmeen Ryan sem fer af varnarmanni og Telma grípur svo boltann.

Örugg í dag Telma, virkilega sannfærandi.
83. mín
Fyrirgjöf af vinstri kantinum sem Guðrún skallar í burtu.

Skömmu síðar á Sophia Smith tilraun sem Telma ver og heldur boltanum.
82. mín
Telma gat haldið leik áfram, Cecilía var send til þess að hita upp til öryggis.
82. mín
Markinu vel fagnað
Mynd: Getty Images

78. mín
Telma liggur eftir, fær Yasmeen Ryan í sig. Telma þarf á aðhlynningu að halda.

Íslenska liðið á aukaspyrnu, brotið á Natöshu á í raun sama augnabliki.
76. mín
Bandaríska liðið er að leita að marki. Katla gerir vel í hjálparvörninni og boltanum hreinsað úr teignum.

Hún vinnur svo aukaspyrnu skömmu síðar, vel gert.
73. mín
Gengur mjög brösuglega hjá bandaríska liðinu að byggja upp góðar sóknir, megi það haldast þannig áfram!
72. mín
Inn:Hal Hershfelt (Bandaríkin) Út:Sam Coffey (Bandaríkin)
72. mín
Inn:Sophia Smith (Bandaríkin) Út:Lynn Williams (Bandaríkin)
70. mín
Öðruvísi Víkingaklapp í gangi Það er stemning á Q2 leikvanginum, Víkingaklappið tekið en i mjög skrítnum takti.
68. mín
Ásdís Karen að spila sinn fyrsta A-landsleik Hún er með einn skráðan landsleik fyrir þetta, það var leikur með U23 landsliðinu. Ásdís er leikmaður Lilleström. hélt til Noregs eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val tímabilið 2023.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

67. mín
Inn:Jaydyn Shaw (Bandaríkin) Út:Lindsey Horan (Bandaríkin)
67. mín
Inn:Yasmeen Ryan (Bandaríkin) Út:Mallory Swanson (Bandaríkin)
67. mín
Inn:Casey Krueger (Bandaríkin) Út:Emily Fox (Bandaríkin)
66. mín
Inn:Katla Tryggvadóttir (Ísland) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
66. mín
Inn:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Ísland) Út:Amanda Jacobsen Andradóttir (Ísland)
64. mín
Rose Lavelle reynir að koma boltanum inn á markteiginn en setur boltann í Guðrúnu og afturfyrir. Ekkert kemur upp úr hornspyrnunni.
59. mín
Sveindís með skot sem Alyssa Naeher ver. Virkilega góð byrjun á þessum fyrri hálfleik hjá íslenska liðinu.
,,An absolute screamer''
56. mín MARK!
Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Guðný Árnadóttir
SEEEEELMAAAA!!! LITLA MARKIÐ!

Frábært skot með vinstri fæti fyrir utan teig, fær boltann frá Guðnýju, á frábæra gabbhreyfingu og smellhittir svo boltann sem syngur í fjærhorninu.

Selma virkaði hálf hissa á þessu öllu saman í fagnaðarlátunum. Geggjað mark!

Fimmta landsliðsmark Selmu í hennar 42. landsleik.
55. mín
Sveindís gerir mjög vel að vinna hornspyrnu, þurfti að hafa fyrir þessari móttöku.

Sædís með hornspyrnuna en Hafrún er dæmd brotleg inn á teignum, sá ekki fyrir hvað.
51. mín
Amanda full köld þarna, reyndi að sóla sig út úr eigin vítateig. Sem betur fer fór Alyssa Thompson illa með þetta tækifæri.
50. mín
Amanda að byrja seinni hálfleikinn vel, mikið í boltanum. Átti álitlega stungusendingu en þær bandarísku náðu að stíga fyrir Diljá og Sveindísi og verjast þessari sókn.
49. mín
Dauðafæri en rangstaða Amanda með flottan bolta inn á vítateiginn, Natasha vinnur skallaboltann, skallar inn á markteiginn þar sem Hafrún Rakel var mætt en var fyrir innan og flaggið fór á loft. Tilraunin fór yfir en hún hefði ekki talið.
48. mín
Amanda vinnur aukaspyrnu á vallarhelmingi Bandaríkjanna.
46. mín
Inn:Guðný Árnadóttir (Ísland) Út:Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Þrjár breytingar í hálfleik Natasha færist í miðvörðinn og Guðný kemur í hægri bakvörð.
46. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland) Út:Hildur Antonsdóttir (Ísland)
46. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Ísland) Út:Sandra María Jessen (Ísland)
46. mín
Seinni hálfleikurinn farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Tölfræði í hálfleik í boði Flashscore Með bolta: 68%-32%
Skottilraunir: 6-4
Á markið: 2-3
Aukaspyrnur: 10-1
45. mín
Hálfleikur
Aukaspyrnan frá Lindsey Horan fer rétt framhjá íslenska markinu. Í kjölfarið er svo flautað til hálfleiks.
45. mín
Sam Coffey skyndilega í mjög góðu færi en er lengi að athafna sig og ekkert verður úr þessu færi.

Skömmu síðar brýtur Selma á Mallory Swanson inni í D-boganum við vítateig Íslands.
42. mín
Sveindís með skot framhjá.
41. mín
Sveindís vinnur hornspyrnu.

Amanda með hornspyrnuna en Alyssa Naeher kemur út og grípur boltann nokkuð auðveldlega.
39. mín MARK!
Alyssa Thompson (Bandaríkin)
Stoðsending: Sam Coffey
Bandaríkin taka forystuna! Thompson fær of mikin tíma til að athafna sig, nær að munda hægri fótinn vinstra megin í teignum og smellir boltanum í fjærhornið. Vel klárað en hefði viljað sjá gerða árás á boltann áður en hún komst í skotið, Natasha hörfaði og hörfaði, vissulega erfið staða.

Fyrsta landsliðsmarkið hjá Thompson sem er 19 ára gömul.
34. mín
Stórkostleg sending frá Amöndu Amanda með geggjaða sendingu á milli varnarmanna bandaríska liðsins, sá Diljá í hlaupinu. Skotið frá Diljá við vítateigslínuna hins vegar mislukkað, gott færi fór þarna forgörðum. Auðveld varsla fyrir Alyssa Naeher.

Ísland fengið tvö af þremur bestu færum leiksins.
Hrifin af Sveindísi, eðlilega
32. mín
Glódís sannfærir dómarann að íslenska liðið eigi boltann og fær það í gegn, kolrangur dómur sýndist mér, en ekkert til að kvarta yfir. Fyrirliðinn sannfærandi.
29. mín
Fínn varnarleikur hjá okkar konum, þær bandarísku með boltann inn á teignum en sáu ekki íslenska markið, svo vel var lokað á þær.
27. mín
Diljá er búin að gera vel þegar hún hefur komist í boltann, tekið góðar ákvarðanir og náð að búa til sóknir.
25. mín
Aftur klaufagangur aftarlega á vellinum hjá Íslandi, sýndist það vera Guðrún. Aftur sleppur íslenska liðið.
24. mín
Klaufagangur og dauðafæri Selma tapar boltanum á hræðilegum stað og hreinsun Guðrúnar misheppnast. Mallory Swanson fær boltann á fjærstönginni en skot hennar er mjög misheppnað.
23. mín
Sveindís með langt innkast, Glódís flikkar boltanum áfram og Hildur á svo skalla sem Naeher grípur, laus skalli.
22. mín
FÆRI! Sædís með flotta hornspyrnu á fjærstöngina, þar er Guðrún Arnardóttir og rekur hún út fótinn en nær ekki að stýra boltanum á markið. Þarna var séns!
21. mín
Sandra María með tilraun og Ísland fær horn Vel gert hjá Diljá á miðjunni, kemur boltanum út til vintri á Söndru Maríu sem á skot sem Alyssa Naeher ver og nær ekki að halda inn á vellinum. Fyrsta hornspyrna Íslands.
19. mín
Mjög hlýtt og nokkuð rakt Ég 'googlaði' hvernig veðrið er í Austin og fæ þau svör að það sé 28 gráðu hiti, heiðskírt og 38% raki.
16. mín
Hildur dæmd brotleg gegn Rose Lavelle, smá tæpt og Hildur svekkt með þennan dóm. Fín fyrirgjafarstaða fyrir þær bandarísku. Hildur fær tiltal frá Jamaíska dómaranum.

Hættuleg aukaspyrna en Lynn Williams hittir boltann sem betur fer illa.
12. mín
Alyssa Thompson með skot yfir mark Íslands, var nokkuð álitlegt skotfæri.
10. mín
Þung sókn hjá bandaríska liðinu.

Amanda nær núna að vinna aukaspyrnu og íslenska liðið getur aðeins náð andanum.
9. mín
Naomi Girma með skot í kjölfar aukaspyrnunnar, en Telma er vel á verði og heldur boltanum.
8. mín
Mallory Swanson fer niður í baráttunni við Natöshu og Bandaríkin fá aukaspyrnu við íslenska teiginn. Swanson tekur spyrnuna sjálf.
7. mín
Fyrirliðinn okkar tilnefnt til Ballon d'Or Verðlaunin verða afhend á mánudagskvöld, tæpum sólarhring eftir að Ísland spilar seinni leikinn gegn Bandaríkjunum.

   05.09.2024 16:22
Stærra gerist það bara ekki: „Besti hafsent í heimi kemur frá Íslandi"
4. mín
Sveindís með lipra takta en þær bandarísku fjölmenna í kringum hana þegar hún kemst inn á teiginn.

Í kjölfarið á Sandra fyrir gjöf sem Natasha kemst í og Natasha á svo fyrirgjöf sem Sveindís kemst í en ná ekki að skalla almennilega í boltann.
3. mín
Sýnist þetta vera 4-2-3-1 Uppstilling
Telma
Natasha - Glódís - Guðrún - Sædís
Hildur - Selma
Diljá - Amanda - Sandra
Sveindís
1. mín
Leikur hafinn
Farið af stað, merkið er inni hjá Sjónvarpi Símans sem stendur!
Fyrir leik
Merkið lélegt, tæknilegir örðugleikar Það hefur verið hikst á útsendingunni frá Bandaríkjunum. Vonandi kemst það í lag. Leikurinn á að hefjast 23:37.
Fyrir leik
Ísland í 3-5-2? Grafíkin sem sýnd er á Sjónvarpi Símans sýnir íslenska liðið í leikkerfinu 3-5-2. Það er athyglisvert að Sædísi er stillt upp í hægri bakverði því hún er alltaf úti vinstra megin.

Telma
Glódís - Natasha - Guðrún
Sædís - Hildur - Amanda - Selma - Sandra
Diljá og Sveindís
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi: Sjö breytingar frá síðasta leik Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar, ef þú ert að lesa í síma getur þú ýtt á 'Liðsuppstilling' til að sjá liðsvalið.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Sjö breytingar eru á liðinu frá síðasta leik sem var gegn Póllandi í undankeppni EM. Sá leikur fór fram í júlí.

Telma Ívarsdóttir ver mark íslenska liðsins, þær Natasha og Sædís Rún koma inn í vörnina, Hildur Antonsdóttir kemur inn á miðjuna ásamt Amöndu Andradóttir og þær Sandra María og Diljá Ýr koma inn í fremstu línu. Þær Glódís Perla, Selma Sól, Guðrún og Sveindís halda sæti sínu í liðinu frá síðasta leik.

Alexandra Jóhannsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir eru fjarri góðu gamni og þær Emilía Kiær, Ingibjörg Sigurðardóttir, Karólína Lea, Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir byrja á bekknum í dag.
Meistaraleikur hjá Ólympíumeisturunum
Fyrir leik
Ólympíumeistarar og efstar á heimslistanum Bandaríska liðið er ógnarsterkt, liðið er í efsta sæti heimslistans og varð í sumar Ólympíumeistari. Liðið hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari, síðast árið 2019.

Liðin hafa fimmtán sinnum mæst. Bandaríkin hafa unnið þrettán leiki og tvisvar hafa liðin gert jafntefli. Liðin mættust síðast í febrúar 2022 á SheBelieves Cup þar sem Bandaríkin unnu 5-0 stórsigur.
Mynd: EPA

Mynd: EPA

Emma Hayes er þjálfari bandaríska liðsins
Fyrir leik
Landsliðsþjálfarinn ræddi við KSÍ TV Þorsteinn Halldórsson ræddi í gær við KSÍ TV um komandi leiki.

Fyrir leik
Fyrirliðinn ræddi við KSÍ TV Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir ræddi í gær við KSÍ TV um komandi leiki.

Fyrir leik
Heiða Ragney í fyrsta sinn í landsliðinu Heiða Ragney Viðarsdóttir fékk kallið í landsliðið skömmu fyrir brottför til Bandaríkjanna. Hún ræddi um valið og komandi leiki í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

,,Eftir gott tímabil, sinnti mínu hlutverki í Breiðabliki vel, ég hugsa að ef það hefði átt að vera einhvern tímann, þá væri það núna, en ég bjóst samt ekki við því að fá símtalið fyrir þetta verkefni. Það er gott að vita núna að maður sé þetta nálægt þessu og þá hefur maður þetta meira sem markmið að vera allavega í kringum landsliðshópinn."

,,Það er ógeðslega gaman og ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri. Að fá að taka þátt í þessu verkefni er mjög skemmtilegt, að vera í Bandaríkjunum og það eru leikir gegn Bandaríkjunum. Ég er mjög þakklát og gaman að fá að vera með."

,,Ég hef alltaf mjög gaman af bandaríska liðinu af því ég bjó hérna á sínum tíma og fylgist vel með liðinu. Þetta er það landslið sem ég hef kannski fylgst hvað mest með í gegnum tíðina og það verður gaman að upplifa þessi leiki."


   23.10.2024 14:03
Tékkar í tvö stór box í sama mánuðinum - „Sem betur fer er þetta verkefni í þessari viku"
Fyrir leik
Viðtal við Fanneyju um leikina Fanney Inga Birkisdóttir ræddi við Fótbolta.net á þriðjudagskvöldið en seinna kom í ljós að hún yrði ekki með í leiknum.

Þetta hafði hún að segja um leikina:

,,Það er geðveikt að mæta besta liðinu, efsta liðinu á heimslistanum. Við höfum mikið verið að spila á móti Þýskalandi upp á síðkastið, það hefur verið mjög gaman að keppa á móti þeim og maður hugsar að Bandaríkin séu jafnvel einu skrefi fyrir ofan."

,,Þetta eru algjörar stórstjörnur með endalaust af fylgjendum á samfélagsmiðlum. Nike er að kosta þær, þetta eru bara geggjaðar týpur."

,,Fótbolti er bara fótbolti. Við erum fyrst og fremst að hugsa um okkur og ekki um þær. Við viljum gera það sem við getum gert eins vel og við getum. Við getum strítt þeim verulega og við erum ekki að fara gefa þeim neitt þó að þær séu einvherjar stórstjörnur."


   23.10.2024 16:34
„Geggjað að fá að mæla sig við svona góða markmenn á hverjum degi"
Fyrir leik
Blandað dómarateymi.
Aðaldómari leiksins er Odette Hamilton sem kemur frá Jamaíka. Henni til aðstoðar í kvöld eru landa hennar Stephanie-Dale Yee Sing (AD 2) og Mijensa Rensch (AD 1) frá Súrinam. Bandaríkjamaðurinn og MLS dómarinn Armando Villarreal fyllir svo upp í teymið sem fjórði dómari.
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Landsliðshópurinn Þorsteinn Halldórsson valdi 23 leikmenn fyrir leikina tvo en hefur í tvígang þurft að gera breytingu. Fyrst duttu þær Alexandra Jóhannsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir út vegna meiðsla og svo meiddist Fanney Inga Birkisdóttir á æfingu eftir að liðið kom út til Bandaríkjanna. Bæði Bryndís og Fanney eru frá vegna höfuðmeiðsla.

Inn fyrir þær hafa komið þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan, 0 leikir), Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik, 0 leikir) og Ásdís Karen Halldórsdóttir (Lilleström, 1 leikur með U23).

Hópurinn:
Markverðir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir
Auður Sveinbjörnsd. Scheving - Stjarnan - 0 leikir

Aðrir leikmenn
Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark
Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir
Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark
Heiða Ragney Viðarsdóttir - Breiðablik - 0 leikir
Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk
Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk
Ásdís Karen Halldórsdóttir - Lilleström - 1 leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gott kvöld! Góðan kvöldið lesendur góðir og veriði velkomnir í textalýsingu frá vináttuleik Íslands og Bandarikjanna sem fram fer á Q2 leikvanginum í Austin, Texas. Leikurinn hefst klukkan 23:30 og er stuðst við útsendingu Sjónvarps Símans í þessari lýsingu.


Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur, seinni leikurinn fer fram á sunnudagskvöld; klukkan 21:30 að íslenskum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen ('46)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f) ('46)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('86)
9. Diljá Ýr Zomers
11. Natasha Anasi
16. Hildur Antonsdóttir ('46)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir ('66)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('66)

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
13. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('46)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('66)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('86)
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Katla Tryggvadóttir ('66)
17. Heiða Ragney Viðarsdóttir
20. Guðný Árnadóttir ('46)
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: