Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 23. október 2024 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Geggjað að fá að mæla sig við svona góða markmenn á hverjum degi"
Icelandair
Fanney hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins frá því hún spilaði sinn fyrsta landsleik í desember í fyrra.
Fanney hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins frá því hún spilaði sinn fyrsta landsleik í desember í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hún hefur átt nokkrar magnaðar frammistöður, m.a. gegn Danmörku úti og gegn Póllandi og Þýskalandi heima.
Hún hefur átt nokkrar magnaðar frammistöður, m.a. gegn Danmörku úti og gegn Póllandi og Þýskalandi heima.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjólkurbikarmeistari.
Mjólkurbikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bandaríska liðið varð Ólympíumeistari í sumar.
Bandaríska liðið varð Ólympíumeistari í sumar.
Mynd: EPA
Telma og Fanney á landsliðsæfingu í sumar. Landsliðsþjálfarinn fylgist með.
Telma og Fanney á landsliðsæfingu í sumar. Landsliðsþjálfarinn fylgist með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það leggst ótrúlega vel í mig og ótrúlega gaman að mæta svona sterku liði i heimi. Maður hefur alltaf heyrt um Bandaríkin, alltaf mikið talað um þær og sögulega sterkt lið. Þær koma inn í þessa leiki sem ríkjandi Ólympíumeistarar, fyrstu leikirnir þeirra eftir Ólympíuleikana," sagði landsliðskonan Fanney Inga Birkisdóttir við Fótbolta.net.

Framundan eru tveir vináttuleikir gegn bandaríska landsliðinu úti í Bandaríkjunum. Fyrri leikurinn hefst klukkan 23:30 annað kvöld.

„Það er geðveikt að mæta besta liðinu, efsta liðinu á heimslistanum. Við höfum mikið verið að spila á móti Þýskalandi upp á síðkastið, það hefur verið mjög gaman að keppa á móti þeim og maður hugsar að Bandaríkin séu jafnvel einu skrefi fyrir ofan."

„Þetta var mjög langt ferðalag og mánudagurinn fór í að koma sér fyrir og reyna snúa sólarhringnum við. Við æfðum í dag (þriðjudag) og fílingurinn í hópnum er góður. Það er mjög heitt, tæpar 30 gráður og mikill raki í loftinu."


Fór í frí erlendis og reyndi að hugsa sem minnst út í vonbrigðin
Fanney spilaði úrslitaleik með Val í byrjun mánaðar gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn. Valur þurfti að vinna leikinn til að verða meistari en leikurinn endaði með jafntefli. Fanney var spurð út í vonbrigðin sem fylgdu því.

„Ég fór bara í ferð til útlanda og reyndi að hugsa um þetta sem minnst. Svo verður maður bara að reyna horfa á björtu hliðarnar, hvað maður lærði á tímabilinu. Við tókum bikarmeistaratitilinn og maður verður að fagna honum. Maður reynir bara að læra af þessu og gera betur næst."

Mjög heilbrigð samkeppni
Fanney setur stefnuna á að fara út í atvinnumennsku í vetur. Hún hefur verið aðalmarkvörður Vals undanfarin tvö tímabil og staðið sig virkilega vel. Ísland fer á EM næsta sumar og samkeppnin í landsliðinu er hörð. Með Fanneyju í hópnum eru Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, og Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er á láni hjá Inter frá Bayern Munchen.

;,Mér finnst frábært að það sé svona mikil samkeppni, geggjað að fá að mæla sig við svona góða markmenn á hverjum degi. Ég reyni að læra það sem þær eru góðar í og reyni að koma með punkta sjálf til að hjálpa þeim. Við viljum fyrst og fremst allar verða betri og hjálpa hvor annarri að verða betri. Svo verður bara sú sem spilar leikina að halda markinu lokuðu og þá eru allir sáttir."

Vill fara út til að auka líkurnar á því að spila á EM
EM næsta sumar spilar inn í þá löngun Fanneyjar að vilja fara erlendis í vetur og spila á hærra getustigi.

„Ég vil spila á sem hæsta stigi til að undirbúa mig fyrir það. Auðvitað langar mann alltaf að spila fyrir þjóðina sína, það spilar inn í."

Þarf að nýta tækifærið
Farandi inn í tvo vináttuleiki á fjórum fjórum dögum, er Fanney að búast við að spila leikina?

;,Ég bara veit það ekki, ég held að við munum fá tækifæri til að sýna okkur og þá er það hjá hverjum og einum að nýta tækifærið. Þetta eru æfingaleikir þannig maður fær tækifæri til að prófa eitthvað nýtt, taka kannski meiri sénsa en maður myndi vanalega gera."

„Algjörar stórstjörnur með endalaust af fylgjendum"
Fanney þekkir stærstu nöfnin í bandaríska hópnum en þar eru einnig ný andlit.

„Þetta eru algjörar stórstjörnur með endalaust af fylgjendum á samfélagsmiðlum. Nike er að kosta þær, þetta eru bara geggjaðar týpur."

Það er mikill áhugi á bandaríska kvennaliðinu. Finnurðu að það er nokkuð stór viðburður framundan?

„Fótbolti er bara fótbolti. Við erum fyrst og fremst að hugsa um okkur og ekki um þær. Við viljum gera það sem við getum gert eins vel og við getum. Við getum strítt þeim verulega og við erum ekki að fara gefa þeim neitt þó að þær séu einvherjar stórstjörnur," sagði Fanney að lokum.
Athugasemdir
banner
banner