Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
Ísland
0
2
Danmörk
0-1 Signe Bruun '16
0-2 Signe Bruun '40
02.12.2024  -  17:00
Pinatar Arena
Vináttulandsleikur
Dómari: Jana Adámková (Tékkland)
Byrjunarlið:
13. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f) ('46)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('46)
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('46)
9. Diljá Ýr Zomers ('69)
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Katla Tryggvadóttir ('60)
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('80)

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('46)
3. Sandra María Jessen ('69)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('60)
11. Natasha Anasi
16. Hildur Antonsdóttir ('46)
17. Bryndís Arna Níelsdóttir ('80)
18. Guðrún Arnardóttir ('46)
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
22. Amanda Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Verðskuldaður sigur hjá Danmörku. Góð byrjun á báðum hálfleikum hjá íslenska liðinu en ekki tókst að koma boltanum í netið
90. mín
Tveimur mínútum bætt við
89. mín
Góð sókn hjá íslenska liðinu en Bryndís Arna náði ekki að binda endahnútinn á hana. skot vel framhjá.
86. mín
Caroline Möller lætur strax til sín taka en hún á skalla yfir markið.
85. mín
Inn:Caroline Møller (Danmörk) Út:Pernille Harder (Danmörk)
83. mín
Danska liðið spilar sig í gegnum vörn Íslands. Rangstaða dæmd að lokum, það var tæpt en við kvörtum ekki.
80. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Ísland) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
75. mín
Inn: Mille Gejl (Danmörk) Út: Signe Bruun (Danmörk)
Bruun farin af velli. Jákvætt fyrir íslenska liðið.
75. mín
Inn: Isabella Bryld Obaze (Danmörk) Út:Sanne Troelsgaard (Danmörk)
74. mín
Signe Bruun ætlar að ná í þrennuna. Setur boltann í netið en dæmd rangstæð.
71. mín
Amalie Vangsgaard með skotið yfir markið
69. mín
Inn:Sandra María Jessen (Ísland) Út:Diljá Ýr Zomers (Ísland)
65. mín
Karólína Lea með hornspyrnu en Ingibjörg nær ekki góðum skalla. Boltinn fer framhjá.
63. mín
Inn:Emma Færge (Danmörk) Út:Sara Holmgaard (Danmörk)
63. mín
Inn: Amalie Vangsgaard (Danmörk) Út:Sofie Bredgaard (Danmörk)
63. mín
Inn:Emma Snerle (Danmörk) Út: Kathrine Møller Kühl (Danmörk)
60. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) Út:Katla Tryggvadóttir (Ísland)
59. mín
Flottur kafli hjá íslenska liðinu. Diljá fær boltann inn á teignum og nær að snúa en skotið máttlaust
55. mín
Sveindís Jane með sendingu út í teiginn á Kötlu sem nær ekki góðu skoti, auðvelt fyrir Östergaard markvörð danska liðsins.
51. mín
Boltinn var við danska markið hérna í upphafi seinni hálfleik en íslenska liðið náði ekki að skapa sér almennileg færi
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað Þrjár skiptingar í hálfleik. Ingibjörg tekur við fyrirliðabandinu af Glódísi
46. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Ísland) Út:Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
46. mín
Inn:Hildur Antonsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
46. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
45. mín
Hálfleikur
Bruun nálægt því að skora sitt þriðja mark en hitti ekki boltann. Fékk tvö tækifæri. Flautað af í kjölfarið.
40. mín MARK!
Signe Bruun (Danmörk)
Agaleg mistök hjá Ingibjörgu! Ætlar að senda boltann til baka með Bruun á eftir sér en hittir boltann alls ekki. Signe Bruun kemst í boltann og vippar yfir Fanneyju.
35. mín
Alexandra! Sædís Rún með hornspyrnu og Ingibjörg með skalla í varnarmann og boltinn dettur fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur en hún á skot beint á Maja Bay Östergaard í marki Danmerkur.
33. mín
Íslenska liðið að leika sér að eldinum og missa boltann á hættulegum stað. Danmörk vinnur hornspyrnu í kjölfarið en ekkert kemur út úr henni.
31. mín
Selma Sól teekur hornspyrnuna út í teiginn, Diljá kemur á ferðinni en hittir ekki boltann, góð pæling sem gekk ekki upp.
30. mín Gult spjald: Katrine Veje (Danmörk)
Fær spjald fyrir kjaft. Vildi fá aukaspyrnu í baráttunni við Diljá Ýr en Ísland fær hornspyrnu í staðinn.
26. mín
Danska liðið stjórnar umferðinni svolítið núna. Eru ekki að ná að brjóta varnarmúr íslenska liðsins niður.
21. mín
Sveindís með sprett inn á teiginn. Umkringd þremur varnarmönnum og á skotið en boltinn framhjá markinu
16. mín MARK!
Signe Bruun (Danmörk)
Danmörk komið yfir Signe Bruun með skalla eftir fyrirgjöf. Vann Diljá í baráttunni um boltann,
15. mín
Katla Tryggvadóttir verið virkilega sterk fyrsta stundafjórðunginn. Vinnur hérna boltann á hættulegum stað en kemur ekki boltanum á Alexöndru og þetta rennur út í sandinn.
13. mín
Sara Thrige með skalla. Auðvelt, beint á Fanneyju.
11. mín
Danirnir í fínni sókn en sóknarmaður liðsins féll við í teignum. Ekkert dæmt. Óskar Smári Haraldsson sem lýsir leiknum ásamt Elvari Geir Magnússyni í Sjónvarpi Símans kallar eftir gulu spjaldi fyrir dýfu.
9. mín
Þær dönsku fengu góðan tíma til að byggja upp sókn en hún endar með slakri sendingu sem rúllar beint á Fanneyju
4. mín
Fanney Inga Birkisdóttir í vandræðum, með slæma sendingu sem fer beint á Signe Bruun sem nær sem betur fer ekki valdi á boltanum
2. mín
Sveindís Jane með skot í varnarmann. Einhver köll eftir hendi en ekkert dæmt. Eftir endursýningu er það ljóst, var alls ekki að gera sig stærri.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast Búið að spila þjóðsöngvana og þetta fer allt að hefjast. Það eru þeir Elvar Geir Magnússon og Óskar Smári Haraldsson sem lýsa leiknum á KSÍ TV.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Hlín ræddi við Fótbolta.net fyrir leikinn - Stór og erfið ákvörðun framundan
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Sex breytingar á byrunarliðinu frá síðasta leik Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson gerir sex breytingar á liðinu frá leiknum gegn Kanada. Fanney Inga kemur inn í markið, Hafrún Rakel kemur í hægri bakvörðinn, þær Alexandra og Katla á miðjuna og þær Diljá og Hlín verða með Sveindísi í sóknarlínunni. Katla er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn en þetta er hennar fjórði leikur með liðinu.

Fanney þekkir vel að spila gegn Danmörku því hún spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir ári síðan og hélt þá hreinu gegn Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Katla Tryggvadóttir
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Sérstök hugmynd að vera með flugeldasýningu fyrir leik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sædísi Rún Heiðarsdóttir ræddi við Sæbjörn Steinke og var spurð hvernig minningar hún hefur af leiknum gegn Dönum fyrir ári síðan?

„Ætli það fyrsta sem maður fær upp í hausinn sé ekki þessi flugeldasýning sem hent var í fyrir leikinn. Það var svolítið sérstakt. Hjá Vålerenga er ég með danskri stelpu í liði (Janni Thomsen) og við erum oft að grínast með þetta."

„Það var virkilega sterkt að ná í sigur þar og auðvitað ætlum við okkur að ná í sigur á morgun, þótt þetta sé bara æfingaleikur. Það er gaman að spila við Danina, það gefur smá extra."


   02.12.2024 13:08
Rifjar upp furðulega ákvörðun Dana fyrir leikinn gegn Íslandi - „Setti olíu á eldinn"
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Unnum Danmörku síðast þegar liðin mættust Ísland vann Danmörku síðast þegar liðin mættust, í Þjóðadeildinni í Viborg á síðasta ári. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði eina markið í leiknum. Danska liðið er í tólfta sæti á styrkleikalista FIFA og Ísland í því þrettánda.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Virkilega gott ár
Mynd: KSÍ

Það er ekki annað hægt að segja en íslenska kvennalandsliðið hafi átt virkilega gott ár. Hápunkturinn án nokkurs vafa 3-0 sigurinn gegn Þýskalandi. Liðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Sviss sem fram fer á næsta ári. 16. desember verður dregið í riðla fyrir mótið. Mikil spenna.

Þessir leikir á Spáni eru undirbúningur fyrir erfiðan riðil í Þjóðadeildinni eftir áramót, þar sem Ísland mun etja kappi við Frakkland, Noreg og Sviss.

   02.12.2024 12:36
Opið fyrir skráningu í miðakaup á EM kvenna
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hlín svekkt að hafa ekki byrjað síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er mjög gaman, alltaf gaman að koma til móts við landsliðið. Stemningin er alltaf svipuð, frekar afslappað og þægilegt, allir í góðum gír," segir Hlín Eiríksdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, í viðtali við Sæbjörn Steinke.

„Það verður gaman að spila við Danmörku, erum búnar að spila nokkrum sinnum við þær áður og mér finnst þær vera á svipuðu getustigi og við. Ég held þetta verði góður fótboltaleikur og skemmtilegt próf fyrir okkur."

„Við erum að mörgu leyti sáttar með spilamennskuna gegn Kanada, við vorum mjög góðar varnarlega, vorum mjög mikið að komast upp á okkar síðasta þriðjung en hefðum getað gert betur fyrir framan markið þeirra. Það vantaði kannski aðeins upp á ákvarðanatökur í skyndisóknum. Í heildina er mjög margt jákvætt sem við getum tekið út úr þeim leik.

   02.12.2024 11:42
Svekkt að hafa ekki byrjað síðasta leik - „Þarf að taka sjálfstraustið með mér í landsliðið"
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Selma Sól: Alltaf gaman að spila við Danmörku „Það eru klárlega margir hlutir sem við getum tekið með okkur úr þeim leik í þann næsta. Það eru einhver atriði sem hægt er að laga. Við förum bara vel yfir þau," segir Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Íslands, um síðasta leik.

„Það er alltaf gaman að spila við Danmörku og gaman að bera sig saman við góð lið. Bara mjög spennandi. Við þurfum að halda áfram að vera þéttar í varnarleiknum."

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þorsteinn: Þurfum á öllum okkar kröftum að halda Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Kanada en varnarleikurinn hjá okkar liði var afskaplega traustur.

„Ég er mjög sáttur. Varnarlega var frammistaðan mjög góð og sóknarlega á köflum bara fín, sköpuðum ágætis færi. Við hefðum alveg getað unnið þennan leik," sagði Þorsteinn í viðtali við miðla KSÍ.

„Þetta verður hörkuleikur. Danir spila bara einn leik í þennan glugga og svo það er engin þreyta. Þær mæta væntanlega með sitt sterkasta lið og spila á móti okkur af fullum krafti. Danmörk er með gott fótboltalið og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda og góða frammistöðu."

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Goddag!
Mynd: Getty Images

Ísland mætir Danmörku í seinni vináttuleik sínum á Pinatar Arena á Spáni.

Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Sjónvarpi Símans og á KSÍ TV í viðmóti Sjónvarps Símans.

Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Kanada á föstudag á sama velli en þetta er eini leikur Danmerkur í þessum landsliðsglugga.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Maja Bay Østergaard (m)
3. Stine Ballisager
5. Sara Thrige
6. Josefine Hasbo
7. Sanne Troelsgaard ('75)
10. Pernille Harder ('85)
11. Katrine Veje
12. Kathrine Møller Kühl ('63)
14. Sofie Bredgaard ('63)
18. Sara Holmgaard ('63)
20. Signe Bruun ('75)

Varamenn:
16. Kathrine Larsen (m)
22. Amanda Brunholt (m)
2. Isabella Bryld Obaze ('75)
4. Emma Færge ('63)
8. Emma Snerle ('63)
9. Amalie Vangsgaard ('63)
13. Cornelia Kramer
17. Jóhanna Fossdalsá
19. Caroline Pleidrup
21. Mille Gejl ('75)
23. Caroline Møller ('85)

Liðsstjórn:
Andrée Jeglertz (Þ)

Gul spjöld:
Katrine Veje ('30)

Rauð spjöld: