Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mán 02. desember 2024 12:36
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða KSÍ 
Opið fyrir skráningu í miðakaup á EM kvenna
Icelandair
Sjáumst í Sviss!
Sjáumst í Sviss!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið verður með á Evrópumótinu í Sviss sem fram fer á næsta ári. 16. desember verður dregið í riðla fyrir mótið sem hefst svo 2. júlí 2025.

Margar fyrirspurnir hafa borist KSÍ síðustu mánuði varðandi miðasölu á mótið og því má búast við því að eftirspurnin verði töluverð.

Ennþá liggur ekki fyrir hvað íslenskir stuðningsmenn fá marga miða á hvern leik í riðlakeppninni en það ræðst af því í hvaða riðli Ísland verður á mótinu. Þó er ljóst að takmarkaður fjöldi miða er í boði og því er besta leiðin, fyrir íslenska stuðningsmenn, að tryggja sér miða í fyrsta hluta miðasölunnar.

Opnað hefur verið fyrir skráningaform fyrir einnota kóðum sem veita aðgang að fyrsta hluta miðasölu til íslenskra stuðningsmanna.

Athugið að miðasalan sjálf hefst ekki fyrr en kl. 12:00 þriðjudaginn 17. desember og stendur til kl. 12:00 þriðjudaginn 24. desember - eða á meðan miðar endast.

Í fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum (e. Single-use Access Codes). Formið verður opið til kl. 12:00, 23. desember.

Frá og með 17. desember verður byrjað að senda kóða til þeirra sem hafa skráð sig (í þeirri röð sem skráningar bárust). Kóðana getur fólk svo notað til að kaupa miða í gegnum miðavef UEFA. Miðakaup með einnota kóðum verða opin frá kl. 12:00 þriðjudaginn 17. desember til kl. 12:00 þriðjudaginn 24. desember – eða á meðan miðar endast.

Með hverjum kóða verður hægt að kaupa allt að 10 miða á hvern leik Íslands í riðlakeppni mótsins (3 leikir). Ef fólk ætlar á fleiri en einn leik í riðlakeppninni er mikilvægt að klára miðakaupin á alla þá leiki í sama kaupferlinu þar sem kóðinn verður ónothæfur eftir að kaupferlinu er lokið.
Athugasemdir
banner
banner
banner