PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 13:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Rifjar upp furðulega ákvörðun Dana fyrir leikinn gegn Íslandi - „Setti olíu á eldinn"
Icelandair
Sædís hefur verið í rúmt ár í landsliðinu og hefur verið í stóru hlutverki.
Sædís hefur verið í rúmt ár í landsliðinu og hefur verið í stóru hlutverki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hennar fimmti leikur með landsliðinu var í Danmörku.
Hennar fimmti leikur með landsliðinu var í Danmörku.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ekki sama flugeldasýning og Danirnir buðu upp á í fyrra. Þessi var haldin þegar karlalandslið Íslands tryggði sér sæti á HM
Ekki sama flugeldasýning og Danirnir buðu upp á í fyrra. Þessi var haldin þegar karlalandslið Íslands tryggði sér sæti á HM
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
'Við ætlum að fara með sama hugarfar inn í leikinn'
'Við ætlum að fara með sama hugarfar inn í leikinn'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir Danmörku í vináttuleik á Spáni í dag, leikurinn hefst klukkan 17:00. Síðasti leikur liðanna var eftirminnilegur, Ísland vann 0-1 sigur í Danmörku í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur sem átti frábæran leik í mark. Það sem gerðist fyrir leik er einnig eftirminnilegt því Danir ákváðu að halda flugeldasýningu.

Ef þær dönsku hefðu unnið leikinn hefði liðið farið á Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar. Íslenska liðið kom í veg fyrir það og Þýskaland tók sætið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði eina mark leiksins. Fréttir tengdar leiknum má nálgast með því að smella á hlekkina hér í greininni.

Góð stemning
Fótbolti.net ræddi við Sædísi Rún Heiðarsdóttur leikmann landsliðsins í aðdraganda leiksins í dag. Rætt var almennt um landsliðið og rifjað upp síðasta leik liðanna.

„Stemningin í hópnum er svipuð og hún er yfirleitt, alltaf ótrúlega gaman að hitta allar stelpurnar. Það er létt yfir öllum og virkilega góð stemning. Við erum heilt yfir sáttar með leikinn gegn Kanada, en það eru hlutir sem við viljum gera betur. Varnarleikurinn var þéttur og góður, vissum að það þyrfti að vera í lagi, en það eru litlir hlutir hér og þar sem við viljum laga. Danmörk er að einhverju leyti svipaður andstæðingur og Kanada. Það verður spennandi að sjá hvernig við tökumst á við það," segir Sædís.

Getur aldrei búist við kallinu
Hún er tvítugur vinstri bakvörður sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum 14 mánuðum síðan. Ertu orðin vön því að koma í landsliðið, farin að búast við kallinu?

„Ég held maður getir aldrei búist við kallinu, það er ekki sjálfsagður hlutur að vera í landsliðinu, maður þarf að vera spila vel og sýna sitt og sanna hjá félagsliði til að fá kallið. Það er alltaf jafnmikill heiður og alltaf jafnmikil spenna að koma þegar maður fær kallið. Maður vill vera hér, stefnir á þetta og heiðurinn er virkilega mikill."

Standa þétt við bakið á hvor annarri
Sædís hefur verið í samkeppni við Söndru Maríu Jessen um vinstri bakvarðarstöðuna og í hópnum núna er vinstri bakvörðurinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.

„Ég held það sé gott fyrir alla að hafa samkeppni, hún er virkilega góð. Bæði Sandra og Áslaug Munda eru frábærar í fótbolta og ekki síður góðar og skemmtilegar manneskjur. Það er ótrúlega gaman að vera með þeim hérna, gott að sjá Mundu aftur. Það er fínt fyrir okkur allar að hafa samkeppni. Við stöndum þétt við bakið á hvor annarri."

Oft að grínast með flugeldasýninguna
Hvernig minningar hefurðu af leiknum gegn Dönum fyrir ári síðan?

„Ætli það fyrsta sem maður fær upp í hausinn sé ekki þessi flugeldasýning sem hent var í fyrir leikinn. Það var svolítið sérstakt. Hjá Vålerenga er ég með danskri stelpu í liði (Janni Thomsen) og við erum oft að grínast með þetta."

„Það var virkilega sterkt að ná í sigur þar og auðvitað ætlum við okkur að ná í sigur á morgun, þótt þetta sé bara æfingaleikur. Það er gaman að spila við Danina, það gefur smá extra."

„Þær dönsku hefðu getað unnið riðilinn ef þær hefðu unnið leikinn, en það gerðist svo sannarlega ekki. Ég held að þetta hafi klárlega ýtt við okkur, ég held að þú viljir ekki gera eitthvað svona á móti íslensku liði; vera með flugeldasýningu fyrir leik. Íslenska geðveikin er alveg nægilega mikil held ég svo að við þurfum ekkert utanaðkomandi til að hvetja okkur áfram, en þetta setti olíu á eldinn ef svo má segja."

„Við sáum markið hennar Karólínu aftur og maður fékk gæsahúð. Við viljum gera þetta aftur í þessum leik (vinna leikinn) þó að það verði kannski enginn flugeldasýning fyrir leik. Við ætlum að fara með sama hugarfar inn í leikinn,"
segir Sædís.

Leikurinn gegn Danmörku hefst klukkan 17:00. Hann verður í beinni útsendingu á KSÍ TV sem nálgast má í Sjónvarpi Símans og í textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner