Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mán 02. desember 2024 11:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Svekkt að hafa ekki byrjað síðasta leik - „Þarf að taka sjálfstraustið með mér í landsliðið"
,,Veit aldrei nákvæmlega hverju maður býst við"
Icelandair
Hlín hefur komið við sögu í tíu af ellefu leikjum Íslands á árinu.
Hlín hefur komið við sögu í tíu af ellefu leikjum Íslands á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég kem alltaf með opinn hug, geri mitt allra besta og reyni að hjálpa liðinu.'
'Ég kem alltaf með opinn hug, geri mitt allra besta og reyni að hjálpa liðinu.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Myndi segja að fótboltinn sem við spilum þar sé sá skemmtilegasti sem ég hef nokkurn tímann spilað'
'Myndi segja að fótboltinn sem við spilum þar sé sá skemmtilegasti sem ég hef nokkurn tímann spilað'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson.
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gaman, alltaf gaman að koma til móts við landsliðið. Stemningin er alltaf svipuð, frekar afslappað og þægilegt, allir í góðum gír," segir Hlín Eiríksdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, sem undirbýr sig fyrir leik gegn Danmörku í kvöld.

„Það verður gaman að spila við Danmörku, erum búnar að spila nokkrum sinnum við þær áður og mér finnst þær vera á svipuðu getustigi og við. Ég held þetta verði góður fótboltaleikur og skemmtilegt próf fyrir okkur."

Leikurinn hefst klukkan 17:00 í dag og fer fram á Spáni. Þetta er seinni leikurinn í þessum landsleikjaglugga en fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli gegn Kanada á föstudag.

„Við erum að mörgu leyti sáttar með spilamennskuna gegn Kanada, við vorum mjög góðar varnarlega, vorum mjög mikið að komast upp á okkar síðasta þriðjung en hefðum getað gert betur fyrir framan markið þeirra. Það vantaði kannski aðeins upp á ákvarðanatökur í skyndisóknum. Í heildina er mjög margt jákvætt sem við getum tekið út úr þeim leik."

Verið inn og út úr liðinu
Hlín byrjaði á bekknum í leiknum en kom inn á í seinni hálfleik. Varstu svekkt þegar þú heyrðir hvernig byrjunarliðið átti að vera?

„Já, ég get alveg viðurkennt það. Mig langar alltaf að byrja inn á og ég geri mitt allra besta, bæði með félagsliði, á æfingum hér og þegar ég fæ tækifæri í leikjum til þess að sýna að ég geri tilkall í að byrja inn á. Svo er það Steini sem ákveður það, maður tekur bara sínu hlutverki og reynir að gera það eins vel og maður getur."

Kom þér á óvart að vera ekki í liðinu á móti Kanada?

„Nei, ekkert endilega. Ég hef verið svolítið mikið inn og út úr liðinu. Það geta verið mismunandi áherslur milli leikja og maður veit aldrei nákvæmlega hverju maður býst við. Ég kem alltaf með opinn hug, geri mitt allra besta og reyni að hjálpa liðinu. Ef ég fæ að byrja inn á þá er það geggjað, ef ég fæ að koma inn á er það líka gaman og ég geri það eins vel og ég get."

Hlín hefur spilað 42 leiki fyrir landsliðið, þar af tíu á þessu ár; sex sinnum hefur hún byrjað og fjórum sinnum komið inn af bekknum. Hún hefur alls skorað tíu landsliðsmörk og tvö þeirra hafa komið á þessu ári.

Gæti gert betur í að taka sjálfstraustið með sér í landsliðið
Hlín átti frábært tímabil með Kristianstad í Svíþjóð, var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar og var í algjöru lykilhlutverki í liðinu.

„Ég er búin að fá þannig hlutverk í Kristianstad að ég er alltaf með mjög gott sjálfstraust þegar ég kem inn í leikina þar. Ég þarf að taka það með mér í landsliðið og gæti stundum gert það betur held ég. Að sjálfsögðu er sjálfstraustið gott eftir gott tímabil."

Sama staða á vellinum en öðruvísi hlutverk
Er hlutverkið með landsliðinu öðruvísi en hjá Kristianstad?

„Já, við spilum allt öðruvísi fótbolta hér. Ég er miklu meira í boltanum í Kristianstad og kannski spilað aðeins meira upp á að ég fái boltann í Kristianstad; spilum með aukamann á minni hlið sóknarlega. Ég er í svipaðri stöðu á vellinum með báðum liðum og finnst ég geta leyst bæði hlutverk vel."

„Það er kannski ekki alveg þannig að ég sé leikmaðurinn sem hlutirnir eiga að snúast um hjá Kristianstad, það eru fleiri leikmenn fram á við sem spilað er upp á. Ég get ekkert kvartað yfir mínu hlutverki í Kristianstad og þjálfararnir þar gera allt til að koma mér í mínar bestu stöður á vellinum. Það er ógeðslega gaman, myndi segja að fótboltinn sem við spilum þar sé sá skemmtilegasti sem ég hef nokkurn tímann spilað,"
segir Hlín. Nánar var rætt við hana um tímabilið í Kristianstad og verður sá hluti birtur seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner