Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 03. apríl 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Kvenaboltinn Icelandair
Gæti spilað sinn 15. landsleik á morgun.
Gæti spilað sinn 15. landsleik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af æfingu íslenska liðsins á þriðjudag.
Af æfingu íslenska liðsins á þriðjudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn á föstudaginn leggst mjög vel í mig, við erum mjög spenntar," segir Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Fótoblta.net.

Ísland tekur á móti Noregi á Þróttarvelli klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn er liður í 3. umferð riðlakeppninnar í Þjóðadeildinni.

„Við vitum að við getum pressað og sótt hátt. Það verður gaman að sjá á föstudaginn, þið verðið öll að mæta á leikinn til að sjá! Þær eru með brjálaða pressu og mikil læti, en það skemmtilega við það er að við trompum það. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að það verði góð stemning, við Íslendingar sköpum hana sjálf, ég held það verði mjög góð mæting og brjáluð stemning."

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með í leikjunum tveimur sem spilaðir eru í þessum landsleikjaglugga en hún glímir við meiðsli á hné.

„Að sjálfsögðu er mikill missir að vera ekki með Glódísi, en samt sem áður kemur bara maður í manns stað. Við ætlum bara að spila fyrir Glódísi og gera hana stolta."

Andrea Rán sneri aftur í landsliðshópinn í febrúar eftir að hafa ekki verið valin síðan haustið 2021.

„Það er mjög gaman að vera komin aftur og ég er mjög stolt að vera hérna. Það kom á óvart og kom ekki á óvart. Ég held ég hafi verið komin með það hugarfar að það sem gerist gerist og ég mun alltaf halda því áfram sem ég er að gera. Ef maður heldur áfram, þá kemur eitthvað gott úr því."

Hefur það alltaf verið á bakvið eyrað á þér að landsliðskallið gæti komið?

„Já, en aftur á móti er maður aldrei að búast við því. Samt sem áður spilar maður þannig að kallið gæti komið, þannig að mótlætið styrkir mann," sagði Andrea Rán. Hún er 29 ára miðjumaður og ef hún kemur við sögu á morgun verður það hennar 15. landsleikur.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner