Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 02. apríl 2025 17:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Icelandair
Af æfingu landsliðsins í gær.
Af æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur er fædd árið 1995 og á að baki 22 leiki fyrir landsliðið.
Hildur er fædd árið 1995 og á að baki 22 leiki fyrir landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 16:45 á föstudag.
Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 16:45 á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Standið á mér er bara flott, ég er spennt að spila aftur með stelpunum og ánægð að vera komin aftur," sagði landsliðskonan Hildur Antonsdóttir við Fótbolta.net í dag.

Hún er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa misst af síðasta verkefni vegna meiðsla. Framundan eru leikir gegn Noregi og Sviss sem fara fram á Þróttarvelli á næstu dögum, fyrst kemur Noregur í heimsókn á föstudag og svo mætir Sviss á þriðjudag. Leikirnir eru liðir í Þjóðadeildinni.

„Það var mun meira stressandi, sama hvaða leikur það er, að sitja í sófanum og fylgjast með liðinu sínu. Ég held að flestir leikmenn upplifi það að stressið er meira þegar maður horfir en þegar maður er á vellinum."

„Mér líður bara vel, gaman að vera komin í hópinn með stelpunum aftur. Ég hef saknað þeirra, var ekki búin að sjá þær síðan í desember. Ég myndi segja að ég sé orðin 100%, búin að æfa á fullu í fjórar vikur, spilaði 25 mínútur um síðustu helgi og er til í leiki."

„Ég reif eitthvað smá aftan í læri fyrir svona tveimur mánuðum og hef verið í endurhæfingu. Ég er búin að vera æfa með liðinu, en þessi meiðsli eru bara þannig að þau geta endurtekið sig ef maður fer of hratt af stað. Liðið úti er búið að halda aftur að mér svo þetta gerist ekki aftur, svo ég geti einbeitt mér að framhaldinu."


Hvernig er að þurfa sína þolinmæði í svona endurhæfingu?

„Það er ótrúlega erfitt. Fólk sem þekkir mig (veit það). Ég hef verið að bíta í neglurnar, hef getað æft á fullu en ekki mátt spilað. Það er ótrúlega skrítið, en í endann er það kannski bara betra en að fara of snemma af stað og þá lenda aftur í þessu."

Hægt að telja alla leikmennina upp
Hildur segir að íslenska liðið þurfi að mæta með sín gildi; ákveðni, vilja og hugrekki til að vinna Noreg. „Við þurfum að halda vel í boltann og finna góðar uppspilsleiðir á móti þeim. Við þurfum að gera þetta saman sem lið."

„Norska liðið er með frábæra einstaklinga innanborðs, það er hægt að telja alla leikmennina upp, en við erum líka með frábæra einstaklinga innan okkar liðs. Þetta eru bara tvö lið að spila og liðið sem vill þetta meira mun vinna þetta."


Stærsta nafnið í norska hópnum er Ada Hegerberg sem spilar með Lyon.

„Við förum í alla leiki til að vinna þá og sex stig úr leikjunum tveimur væri geggjað."

„Ég má spila allavega, það kemur bara í ljós,"
segir Hildur aðspurð hvort hún sé klár í að byrja.

Ísland er með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki. Fjórir leikir eru eftir af riðlakeppninni.
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 6 6 0 0 14 - 2 +12 18
2.    Noregur 6 2 2 2 4 - 5 -1 8
3.    Ísland 6 0 4 2 6 - 9 -3 4
4.    Sviss 6 0 2 4 4 - 12 -8 2
Athugasemdir
banner
banner