Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 02. apríl 2025 17:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Icelandair
Af æfingu landsliðsins í gær.
Af æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur er fædd árið 1995 og á að baki 22 leiki fyrir landsliðið.
Hildur er fædd árið 1995 og á að baki 22 leiki fyrir landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 16:45 á föstudag.
Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 16:45 á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Standið á mér er bara flott, ég er spennt að spila aftur með stelpunum og ánægð að vera komin aftur," sagði landsliðskonan Hildur Antonsdóttir við Fótbolta.net í dag.

Hún er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa misst af síðasta verkefni vegna meiðsla. Framundan eru leikir gegn Noregi og Sviss sem fara fram á Þróttarvelli á næstu dögum, fyrst kemur Noregur í heimsókn á föstudag og svo mætir Sviss á þriðjudag. Leikirnir eru liðir í Þjóðadeildinni.

„Það var mun meira stressandi, sama hvaða leikur það er, að sitja í sófanum og fylgjast með liðinu sínu. Ég held að flestir leikmenn upplifi það að stressið er meira þegar maður horfir en þegar maður er á vellinum."

„Mér líður bara vel, gaman að vera komin í hópinn með stelpunum aftur. Ég hef saknað þeirra, var ekki búin að sjá þær síðan í desember. Ég myndi segja að ég sé orðin 100%, búin að æfa á fullu í fjórar vikur, spilaði 25 mínútur um síðustu helgi og er til í leiki."

„Ég reif eitthvað smá aftan í læri fyrir svona tveimur mánuðum og hef verið í endurhæfingu. Ég er búin að vera æfa með liðinu, en þessi meiðsli eru bara þannig að þau geta endurtekið sig ef maður fer of hratt af stað. Liðið úti er búið að halda aftur að mér svo þetta gerist ekki aftur, svo ég geti einbeitt mér að framhaldinu."


Hvernig er að þurfa sína þolinmæði í svona endurhæfingu?

„Það er ótrúlega erfitt. Fólk sem þekkir mig (veit það). Ég hef verið að bíta í neglurnar, hef getað æft á fullu en ekki mátt spilað. Það er ótrúlega skrítið, en í endann er það kannski bara betra en að fara of snemma af stað og þá lenda aftur í þessu."

Hægt að telja alla leikmennina upp
Hildur segir að íslenska liðið þurfi að mæta með sín gildi; ákveðni, vilja og hugrekki til að vinna Noreg. „Við þurfum að halda vel í boltann og finna góðar uppspilsleiðir á móti þeim. Við þurfum að gera þetta saman sem lið."

„Norska liðið er með frábæra einstaklinga innanborðs, það er hægt að telja alla leikmennina upp, en við erum líka með frábæra einstaklinga innan okkar liðs. Þetta eru bara tvö lið að spila og liðið sem vill þetta meira mun vinna þetta."


Stærsta nafnið í norska hópnum er Ada Hegerberg sem spilar með Lyon.

„Við förum í alla leiki til að vinna þá og sex stig úr leikjunum tveimur væri geggjað."

„Ég má spila allavega, það kemur bara í ljós,"
segir Hildur aðspurð hvort hún sé klár í að byrja.

Ísland er með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki. Fjórir leikir eru eftir af riðlakeppninni.
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 6 6 0 0 14 - 2 +12 18
2.    Noregur 6 2 2 2 4 - 5 -1 8
3.    Ísland 6 0 4 2 6 - 9 -3 4
4.    Sviss 6 0 2 4 4 - 12 -8 2
Athugasemdir
banner
banner