Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   mið 02. apríl 2025 17:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Icelandair
watermark Af æfingu landsliðsins í gær.
Af æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Hildur er fædd árið 1995 og á að baki 22 leiki fyrir landsliðið.
Hildur er fædd árið 1995 og á að baki 22 leiki fyrir landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 16:45 á föstudag.
Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 16:45 á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Standið á mér er bara flott, ég er spennt að spila aftur með stelpunum og ánægð að vera komin aftur," sagði landsliðskonan Hildur Antonsdóttir við Fótbolta.net í dag.

Hún er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa misst af síðasta verkefni vegna meiðsla. Framundan eru leikir gegn Noregi og Sviss sem fara fram á Þróttarvelli á næstu dögum, fyrst kemur Noregur í heimsókn á föstudag og svo mætir Sviss á þriðjudag. Leikirnir eru liðir í Þjóðadeildinni.

„Það var mun meira stressandi, sama hvaða leikur það er, að sitja í sófanum og fylgjast með liðinu sínu. Ég held að flestir leikmenn upplifi það að stressið er meira þegar maður horfir en þegar maður er á vellinum."

„Mér líður bara vel, gaman að vera komin í hópinn með stelpunum aftur. Ég hef saknað þeirra, var ekki búin að sjá þær síðan í desember. Ég myndi segja að ég sé orðin 100%, búin að æfa á fullu í fjórar vikur, spilaði 25 mínútur um síðustu helgi og er til í leiki."

„Ég reif eitthvað smá aftan í læri fyrir svona tveimur mánuðum og hef verið í endurhæfingu. Ég er búin að vera æfa með liðinu, en þessi meiðsli eru bara þannig að þau geta endurtekið sig ef maður fer of hratt af stað. Liðið úti er búið að halda aftur að mér svo þetta gerist ekki aftur, svo ég geti einbeitt mér að framhaldinu."


Hvernig er að þurfa sína þolinmæði í svona endurhæfingu?

„Það er ótrúlega erfitt. Fólk sem þekkir mig (veit það). Ég hef verið að bíta í neglurnar, hef getað æft á fullu en ekki mátt spilað. Það er ótrúlega skrítið, en í endann er það kannski bara betra en að fara of snemma af stað og þá lenda aftur í þessu."

Hægt að telja alla leikmennina upp
Hildur segir að íslenska liðið þurfi að mæta með sín gildi; ákveðni, vilja og hugrekki til að vinna Noreg. „Við þurfum að halda vel í boltann og finna góðar uppspilsleiðir á móti þeim. Við þurfum að gera þetta saman sem lið."

„Norska liðið er með frábæra einstaklinga innanborðs, það er hægt að telja alla leikmennina upp, en við erum líka með frábæra einstaklinga innan okkar liðs. Þetta eru bara tvö lið að spila og liðið sem vill þetta meira mun vinna þetta."


Stærsta nafnið í norska hópnum er Ada Hegerberg sem spilar með Lyon.

„Við förum í alla leiki til að vinna þá og sex stig úr leikjunum tveimur væri geggjað."

„Ég má spila allavega, það kemur bara í ljós,"
segir Hildur aðspurð hvort hún sé klár í að byrja.

Ísland er með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki. Fjórir leikir eru eftir af riðlakeppninni.
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 4 0 0 8 - 2 +6 12
2.    Noregur 4 1 1 2 2 - 4 -2 4
3.    Ísland 4 0 3 1 5 - 6 -1 3
4.    Sviss 4 0 2 2 4 - 7 -3 2
Athugasemdir
banner