Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fim 03. apríl 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Kvenaboltinn Icelandair
Hlín er 24 ára sóknarmaður sem gæti spilað sinn 46. landsleik á morgun.
Hlín er 24 ára sóknarmaður sem gæti spilað sinn 46. landsleik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mjög mikið til, gaman að spila á heimavelli aftur. Við höfum ekki spilað við Noreg mjög lengi og ég held þetta verði mjög skemmtilegt próf fyrir okkur. Þetta er auðvitað mikilvægur leikur og ég er full tilhlökkunar," sagði landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir við Fótbolta.net.

Framundan eru heimaleikir gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli í Laugrdal og mætir Ísland Noregi í fyrri leiknum á morgun. Leikurinn hefst 16:45.

„Ég held að Þróttarvöllur verði góður heimavöllur, gervigrasið er mjög gott. Ég þarf ekkert að fara ræða einhverja pólitíska hluti um aðstöðu hérna á Íslandi en úr því sem komið er þá held ég að Þróttarvöllurinn sé bara mjög fínn."

Ekki er hægt að spila á Þjóðarleikvanginum, Laugardalsvelli, en verið að skipta um undirlag og verður vonandi hægt að spila á hybrid-grasinu þar í júní. Kvennalandsliðið hefur spilað vetrarleiki sína í Kópavogi að undanförnu en nú er spilað á heimavelli Þróttar.

„Ég er ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli, þannig ég er bara sátt," sagði Valsarinn Hlín og brosti.

Er eitthvað sérstakt í norska liðinu sem íslenska liðið þarf að stoppa?

„Þær eru með einstaklinga innan síns liðs sem eru ógeðslega góðar, toppleikmenn fram á við. Við þurfum að stoppa þær og svo eru þær kraftmiklar, þetta er skandinavískt lið, þær eru að sumu leyti mjög svipaðar og við. Þær eru góðar í föstum leikatriðum, en ég held að við séum ennþá betri. Það er hitt og þetta sem þarf að stoppa, en við verðum vel undirbúnar á föstudaginn."

Hvernig metur Hlín stöðu sína í landsliðinu?

„Það væri skrítið ef mig myndi ekki langa að vera alltaf í byrjunarliðinu. Ég hef fengið að spila töluvert, stundum er ég á bekknum og stundum er ég ósátt með það. En ég tek því hlutverki sem ég fæ og reyni að 'mastera' það."

Lykilmaður í liðinu, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, verður ekki með í þessu verkefni vegna hnémeiðsla.

„Það kemur maður í manns stað. Við erum með nóg af góðum miðvörðum, en við munum auðvitað sakna Glódísar. Ég held að það sé bara tækifæri fyrir okkur allar hinar að stíga upp sem leiðtogar, innan og utan vallar. Þetta er líka tækifæri fyrir miðverðina sem fá að spila til að sýna sig og sanna þar," sagði Hlín.

Hún er mætt aftur á fulla ferð eftir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hún ræðir um Leicester og England í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. „Ég er tilbúin að láta til mín taka á föstudaginn."
Athugasemdir
banner
banner