Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 03. apríl 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Kvenaboltinn Icelandair
Hlín er 24 ára sóknarmaður sem gæti spilað sinn 46. landsleik á morgun.
Hlín er 24 ára sóknarmaður sem gæti spilað sinn 46. landsleik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mjög mikið til, gaman að spila á heimavelli aftur. Við höfum ekki spilað við Noreg mjög lengi og ég held þetta verði mjög skemmtilegt próf fyrir okkur. Þetta er auðvitað mikilvægur leikur og ég er full tilhlökkunar," sagði landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir við Fótbolta.net.

Framundan eru heimaleikir gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli í Laugrdal og mætir Ísland Noregi í fyrri leiknum á morgun. Leikurinn hefst 16:45.

„Ég held að Þróttarvöllur verði góður heimavöllur, gervigrasið er mjög gott. Ég þarf ekkert að fara ræða einhverja pólitíska hluti um aðstöðu hérna á Íslandi en úr því sem komið er þá held ég að Þróttarvöllurinn sé bara mjög fínn."

Ekki er hægt að spila á Þjóðarleikvanginum, Laugardalsvelli, en verið að skipta um undirlag og verður vonandi hægt að spila á hybrid-grasinu þar í júní. Kvennalandsliðið hefur spilað vetrarleiki sína í Kópavogi að undanförnu en nú er spilað á heimavelli Þróttar.

„Ég er ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli, þannig ég er bara sátt," sagði Valsarinn Hlín og brosti.

Er eitthvað sérstakt í norska liðinu sem íslenska liðið þarf að stoppa?

„Þær eru með einstaklinga innan síns liðs sem eru ógeðslega góðar, toppleikmenn fram á við. Við þurfum að stoppa þær og svo eru þær kraftmiklar, þetta er skandinavískt lið, þær eru að sumu leyti mjög svipaðar og við. Þær eru góðar í föstum leikatriðum, en ég held að við séum ennþá betri. Það er hitt og þetta sem þarf að stoppa, en við verðum vel undirbúnar á föstudaginn."

Hvernig metur Hlín stöðu sína í landsliðinu?

„Það væri skrítið ef mig myndi ekki langa að vera alltaf í byrjunarliðinu. Ég hef fengið að spila töluvert, stundum er ég á bekknum og stundum er ég ósátt með það. En ég tek því hlutverki sem ég fæ og reyni að 'mastera' það."

Lykilmaður í liðinu, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, verður ekki með í þessu verkefni vegna hnémeiðsla.

„Það kemur maður í manns stað. Við erum með nóg af góðum miðvörðum, en við munum auðvitað sakna Glódísar. Ég held að það sé bara tækifæri fyrir okkur allar hinar að stíga upp sem leiðtogar, innan og utan vallar. Þetta er líka tækifæri fyrir miðverðina sem fá að spila til að sýna sig og sanna þar," sagði Hlín.

Hún er mætt aftur á fulla ferð eftir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hún ræðir um Leicester og England í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. „Ég er tilbúin að láta til mín taka á föstudaginn."
Athugasemdir
banner