Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 03. apríl 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Kvenaboltinn Icelandair
Hlín er 24 ára sóknarmaður sem gæti spilað sinn 46. landsleik á morgun.
Hlín er 24 ára sóknarmaður sem gæti spilað sinn 46. landsleik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mjög mikið til, gaman að spila á heimavelli aftur. Við höfum ekki spilað við Noreg mjög lengi og ég held þetta verði mjög skemmtilegt próf fyrir okkur. Þetta er auðvitað mikilvægur leikur og ég er full tilhlökkunar," sagði landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir við Fótbolta.net.

Framundan eru heimaleikir gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli í Laugrdal og mætir Ísland Noregi í fyrri leiknum á morgun. Leikurinn hefst 16:45.

„Ég held að Þróttarvöllur verði góður heimavöllur, gervigrasið er mjög gott. Ég þarf ekkert að fara ræða einhverja pólitíska hluti um aðstöðu hérna á Íslandi en úr því sem komið er þá held ég að Þróttarvöllurinn sé bara mjög fínn."

Ekki er hægt að spila á Þjóðarleikvanginum, Laugardalsvelli, en verið að skipta um undirlag og verður vonandi hægt að spila á hybrid-grasinu þar í júní. Kvennalandsliðið hefur spilað vetrarleiki sína í Kópavogi að undanförnu en nú er spilað á heimavelli Þróttar.

„Ég er ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli, þannig ég er bara sátt," sagði Valsarinn Hlín og brosti.

Er eitthvað sérstakt í norska liðinu sem íslenska liðið þarf að stoppa?

„Þær eru með einstaklinga innan síns liðs sem eru ógeðslega góðar, toppleikmenn fram á við. Við þurfum að stoppa þær og svo eru þær kraftmiklar, þetta er skandinavískt lið, þær eru að sumu leyti mjög svipaðar og við. Þær eru góðar í föstum leikatriðum, en ég held að við séum ennþá betri. Það er hitt og þetta sem þarf að stoppa, en við verðum vel undirbúnar á föstudaginn."

Hvernig metur Hlín stöðu sína í landsliðinu?

„Það væri skrítið ef mig myndi ekki langa að vera alltaf í byrjunarliðinu. Ég hef fengið að spila töluvert, stundum er ég á bekknum og stundum er ég ósátt með það. En ég tek því hlutverki sem ég fæ og reyni að 'mastera' það."

Lykilmaður í liðinu, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, verður ekki með í þessu verkefni vegna hnémeiðsla.

„Það kemur maður í manns stað. Við erum með nóg af góðum miðvörðum, en við munum auðvitað sakna Glódísar. Ég held að það sé bara tækifæri fyrir okkur allar hinar að stíga upp sem leiðtogar, innan og utan vallar. Þetta er líka tækifæri fyrir miðverðina sem fá að spila til að sýna sig og sanna þar," sagði Hlín.

Hún er mætt aftur á fulla ferð eftir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hún ræðir um Leicester og England í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. „Ég er tilbúin að láta til mín taka á föstudaginn."
Athugasemdir
banner
banner