Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 2
1
Stjarnan
Besta-deild karla
Valur
LL 3
1
KA
Besta-deild karla
ÍA
LL 0
2
Vestri
Besta-deild karla
FH
LL 2
2
KR
Afturelding
0
0
Víkingur R.
24.04.2025  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Magnús Már: Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur sjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingarnir töpuðu óvænt 3-0 gegn ÍBV í bikarnum á dögunum. Hefurðu horft mikið í þann leik?

„Bara alla leikina sem þeir hafa spilað í sumar, við skoðum alla leiki til að búa til eitthvað leikplan. Hver leikur hefur sitt líf í fótbolta. Fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur sjálfa. Ég er handviss um að ef við spilum á okkar getu á fimmtudaginn, þá verður þetta hörkuleikur," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.

Það styttist í það að félagaskiptaglugginn loki. Er Afturelding að leita að leikmanni?

„Við erum að skoða og við höfum gert það í talsverðan tíma, en við viljum vanda okkur vel. Við viljum fá leikmann sem passar inn í hópinn og það sem við erum að gera. Það er ekki hlaupið að því þar sem við erum með öflugan hóp," segir Maggi.

„Við viljum fá leikmann sem lyftir hópnum upp og styrkir okkur. Við höfum verið að leita og vonumst til að eitthvað gangi áður en glugginn lokar. Það verður að vera rétti leikmaðurinn."

   22.04.2025 15:00
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Þór Llorens Þórðarson spáir í þriðju umferðina. Þór var hetja Káramanna í sigrinum óvænta gegn Fylki í Mjólkurbikarnum á dögunum en hann er með eitraðan vinstri fót.

Afturelding 1 - 0 Víkingur R.
Senur í Mosó. Það verður alvöru mæting þar sem mosfellingar búa til alvöru stemningu og þar verður Hilmar Ásgeirs fremstur í flokki. Jökull kemst fljótlega í hausinn á Víkingunum og heldur hreinu. Hrannar Snær er pirrandi fljótur og hættir ekki að keyra á menn, hann klárar þetta fyrir Mosfellinga í uppbótartíma og fer úr treyjunni því hann má það.

Mynd: Sveinbjörn Geir Hlöðversson

Fyrir leik
Afturelding Heimamenn í Aftureldingu byrjuðu mótið á tapi gegn Breiðablik á Kópavogsvelli 2-0 en náðu sér í sitt fyrsta stig á þessum velli í síðustu umferð með markalausu jafntefli gegn ÍBV. Afturelding vonast til þess að ná að skora sitt fyrsta mark í efstu deild hér í kvöld.

Afturelding fór auðveldlega í gegnum 32-liða úrslit bikarsins sem spilað var yfir páskana. Þeir höfðu betur 5-0 gegn Hetti/Huginn.

Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Víkingur R. Víkingar eru með fullt hús eftir tvær umferðir í Bestu deild karla. Í fyrstu umferð höfðu Víkingar betur gegn ÍBV 2-0 á Víkingsvelli og fylgdu svo vel á eftir með 4-0 sigri gegn KA.

Víkingar sem hafa síðustu ár verið gríðarlega sigursælt bikarlið féllu hins vegar úr leik í 32-liða úrslitum gegn ÍBV um páskana með 0-3 tapi og verður því áhugavert að sjá hvernig þeir mæta til leiks hér í kvöld. Sölvi Geir Ottesen sagði í viðtali við Vísi eftir leik að strákarnir hans fengu páskafríið til þess að hugsa sinn gang.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Oddur Hafliðason heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.
Fjórði dómari í kvöld er Sveinn Arnarsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Georg Lárusson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Malbikstöðinni við Varmá þar sem heimamenn í Aftureldingu taka á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: