Besta-deild karla
Breiðablik

LL
2
1
1

Besta-deild karla
Valur

LL
3
1
1

Besta-deild karla
ÍA

LL
0
2
2

Besta-deild karla
FH

LL
2
2
2


ÍBV
0
0
Fram

24.04.2025 - 16:00
Þórsvöllur Vey
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Þórsvöllur Vey
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Láki: Fram með betra lið en í fyrra
ÍBV skoraði ekki í fyrstu tveimur umferðunum í Bestu deildinni en þrátt fyrir það segist Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ekki hafa áhyggjur af markaskorun síns liðs.
„Við fengum mjög mikið af góðum færum gegn Aftureldingu en sóknarleikurinn okkar í fyrsta leik gegn Víkingi var bara slakur. Við vörðumst vel en þegar við unnum boltann virkuðum við stressaðir og tókum rangar ákvarðanir. Í tveimur síðustu leikjum höfum við skapað fullt af færum og þetta er ekki eitthvað sem við höfum áhyggjur af allavega," segir Láki.
ÍBV vann frækinn sigur gegn Víkingi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Skírdag. Hver var munurinn á ÍBV liðinu frá leiknum gegn Víkingi í fyrstu umferð og þar til liðin mættust á Skírdag?
„Við erum bara komnir lengra með liðið og það er kominn meiri liðsbragur á liðið. Við höfum nokkurn veginn verið með sama byrjunarliðið í gegnum þessa þrjá leiki, eitthvað sem við gátum ekki gert í vetur þar sem voru miklar breytingar vegna forfalla. Fyrst og fremst var hugsunin í síðasta leik að þróa liðið áfram og bæta okkur," segir Láki.
Sóknarmaðurinn Omar Sowe, sem kom frá Leikni, kom inn af bekknum í fyrstu tveimur umferðunum og skoraði svo tvö mörk gegn Víkingi. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og því var hann á bekknum í byrjun Íslandsmótsins.
„Hann er heill en hefur skort leikæfingu. Hann missti fimm síðustu leikina fyrir mót út. Engin óskastaða fyrir okkur. Það tóku sig upp meiðsli sem hann var með í fyrra þegar hann var hjá Leikni og við ákváðum að gefa þessu aðeins meiri tíma. Það vita allir hversu öflugur hann er en hann er að ná upp leikæfingu."
„Ég held að Fram sé með betra lið en í fyrra. Þeir eru ekki endilega með betri leikmenn á pappír en tölfræðin úr þessum leikjum sem þeir hafa spilað sýna það. Þeir líta mjög vel út. Ég er á því að þeir séu með sterkara lið í fyrra þó þeir hafi misst einhver nöfn," segir Láki.

ÍBV skoraði ekki í fyrstu tveimur umferðunum í Bestu deildinni en þrátt fyrir það segist Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ekki hafa áhyggjur af markaskorun síns liðs.
„Við fengum mjög mikið af góðum færum gegn Aftureldingu en sóknarleikurinn okkar í fyrsta leik gegn Víkingi var bara slakur. Við vörðumst vel en þegar við unnum boltann virkuðum við stressaðir og tókum rangar ákvarðanir. Í tveimur síðustu leikjum höfum við skapað fullt af færum og þetta er ekki eitthvað sem við höfum áhyggjur af allavega," segir Láki.
ÍBV vann frækinn sigur gegn Víkingi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Skírdag. Hver var munurinn á ÍBV liðinu frá leiknum gegn Víkingi í fyrstu umferð og þar til liðin mættust á Skírdag?
„Við erum bara komnir lengra með liðið og það er kominn meiri liðsbragur á liðið. Við höfum nokkurn veginn verið með sama byrjunarliðið í gegnum þessa þrjá leiki, eitthvað sem við gátum ekki gert í vetur þar sem voru miklar breytingar vegna forfalla. Fyrst og fremst var hugsunin í síðasta leik að þróa liðið áfram og bæta okkur," segir Láki.
Sóknarmaðurinn Omar Sowe, sem kom frá Leikni, kom inn af bekknum í fyrstu tveimur umferðunum og skoraði svo tvö mörk gegn Víkingi. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og því var hann á bekknum í byrjun Íslandsmótsins.
„Hann er heill en hefur skort leikæfingu. Hann missti fimm síðustu leikina fyrir mót út. Engin óskastaða fyrir okkur. Það tóku sig upp meiðsli sem hann var með í fyrra þegar hann var hjá Leikni og við ákváðum að gefa þessu aðeins meiri tíma. Það vita allir hversu öflugur hann er en hann er að ná upp leikæfingu."
„Ég held að Fram sé með betra lið en í fyrra. Þeir eru ekki endilega með betri leikmenn á pappír en tölfræðin úr þessum leikjum sem þeir hafa spilað sýna það. Þeir líta mjög vel út. Ég er á því að þeir séu með sterkara lið í fyrra þó þeir hafi misst einhver nöfn," segir Láki.
20.04.2025 16:26
Láki: Ekki eitthvað sem við höfum áhyggjur af allavega
Fyrir leik
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Síðustu dagar hafa verið góðir fyrir Fram; þeir unnu sigur á Breiðabliki í deildinni og lögðu svo FH í bikarnum.
„Það er rosa gaman þegar það gengur vel, en þetta er fljótt að breytast. Við verðum að halda okkur við efnið og halda áfram að gera réttu hlutina. Við þurfum að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum sigri og að vera þetta lið sem við höfum verið í síðustu tveimur leikjum. Við megum ekki fara að slaka á og halda að við séum svakalega góðir. Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir. Við ætlum að reyna að verða það," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Þeir eru vel skipulagt lið
„Við horfðum á ÍBV sigra Víkinga glæsilega í bikarnum. Þeir eru með hörkulið. Ég hef séð þá tvisvar í sumar og þeir eru vel skipulagt lið," segir Rúnar um mótherja dagsins.
„Það er alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja. Veðurspáin er ekkert sérstök. Við þurfum að bíða og sjá hvernig vindar blása. Það spáir slatta af metrum á fimmtudaginn og maður þarf að leggja leikinn upp með það að leiðarljósi líka."
Gerir 3-0 sigur ÍBV á Víkingum þig stressaðan fyrir komandi leik?
„Nei, alls ekki. Það var bara gott að ÍBV vann. Mér fannst þeir spila vel á móti Víkingi í deildinni í fyrstu umferð. Það er mjög gott skipulag á liðinu og maður sá það líka á móti Aftureldingu. Þeir eru vel mannaðir með góðan skipulagðan varnarleik og þegar þeir fara fram, þá eru þeir með markvissar góðar sóknir. Það verður gaman að sjá hversu langt Láki er kominn með liðið," segir Rúnar sem er spenntur að fara til Eyja.

Síðustu dagar hafa verið góðir fyrir Fram; þeir unnu sigur á Breiðabliki í deildinni og lögðu svo FH í bikarnum.
„Það er rosa gaman þegar það gengur vel, en þetta er fljótt að breytast. Við verðum að halda okkur við efnið og halda áfram að gera réttu hlutina. Við þurfum að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum sigri og að vera þetta lið sem við höfum verið í síðustu tveimur leikjum. Við megum ekki fara að slaka á og halda að við séum svakalega góðir. Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir. Við ætlum að reyna að verða það," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Þeir eru vel skipulagt lið
„Við horfðum á ÍBV sigra Víkinga glæsilega í bikarnum. Þeir eru með hörkulið. Ég hef séð þá tvisvar í sumar og þeir eru vel skipulagt lið," segir Rúnar um mótherja dagsins.
„Það er alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja. Veðurspáin er ekkert sérstök. Við þurfum að bíða og sjá hvernig vindar blása. Það spáir slatta af metrum á fimmtudaginn og maður þarf að leggja leikinn upp með það að leiðarljósi líka."
Gerir 3-0 sigur ÍBV á Víkingum þig stressaðan fyrir komandi leik?
„Nei, alls ekki. Það var bara gott að ÍBV vann. Mér fannst þeir spila vel á móti Víkingi í deildinni í fyrstu umferð. Það er mjög gott skipulag á liðinu og maður sá það líka á móti Aftureldingu. Þeir eru vel mannaðir með góðan skipulagðan varnarleik og þegar þeir fara fram, þá eru þeir með markvissar góðar sóknir. Það verður gaman að sjá hversu langt Láki er kominn með liðið," segir Rúnar sem er spenntur að fara til Eyja.
22.04.2025 16:30
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Fyrir leik
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Jóhann Ingi verður með flautuna í dag en Eysteinn Hrafnkelsson og Bergur Daði Ágústsson eru aðstoðardómarar leiksins. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er fjórði dómari.

Jóhann Ingi verður með flautuna í dag en Eysteinn Hrafnkelsson og Bergur Daði Ágústsson eru aðstoðardómarar leiksins. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er fjórði dómari.
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: