Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   þri 22. apríl 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram lagði FH á dögunum.
Fram lagði FH á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Þórsvelli í Vestmannaeyjum.
Frá Þórsvelli í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - DGM
„Bara ágætlega. Þeir slógu okkur reyndar út í fyrra og við eigum harma að hefna," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net í dag.

Fram mætir KA á Akureyri í bikarnum. „Bikarinn er bara eins og hann er. Við stjórnum því ekki hvar við lendum. Það er gaman að fara norður, alltaf gott að spila þar. Við hlökkum til."

„Það vilja allir fá heimaleik, en bikarinn er bara svona og við tökum því bara sem kemur."

Fram fór með sigur af hólmi gegn FH í 32-liða úrslitum bikarsins og þeir mæta öðru liði úr Bestu deildinni núna í 16-liða úrslitunum.

„Eftir að hafa séð hann aftur, þá erum við flottir í fyrri hálfleik. Við gefum aðeins eftir í síðari og erum í sjálfu sér heppnir að hafa landað sigri. Við hefðum kannski getað skorað fleiri í fyrri hálfleik. Það er sigurinn sem skiptir máli og fullt af jákvæðum punktum, en líka margt sem við getum lagað."

Síðustu dagar hafa verið góðir fyrir Fram; þeir unnu sigur á Breiðabliki í deildinni og lögðu svo FH í bikarnum.

„Það er rosa gaman þegar það gengur vel, en þetta er fljótt að breytast. Við verðum að halda okkur við efnið og halda áfram að gera réttu hlutina. Við þurfum að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum sigri og að vera þetta lið sem við höfum verið í síðustu tveimur leikjum. Við megum ekki fara að slaka á og halda að við séum svakalega góðir. Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir. Við ætlum að reyna að verða það," sagði Rúnar.

Þeir eru vel skipulagt lið
Fram mætir ÍBV í deildinni á sumardaginn fyrsta. Sá leikur fer fram á Þórsvelli þar sem Vestmannaeyingar unnu frábæran 3-0 sigur á Víkingum í bikarnum núna á dögunum.

„Við horfðum á ÍBV sigra Víkinga glæsilega í bikarnum. Þeir eru með hörkulið. Ég hef séð þá tvisvar í sumar og þeir eru vel skipulagt lið," sagði Rúnar.

„Það er alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja. Veðurspáin er ekkert sérstök. Við þurfum að bíða og sjá hvernig vindar blása. Það spáir slatta af metrum á fimmtudaginn og maður þarf að leggja leikinn upp með það að leiðarljósi líka."

Gerir 3-0 sigur ÍBV á Víkingum þig stressaðan fyrir komandi leik?

„Nei, alls ekki. Það var bara gott að ÍBV vann. Mér fannst þeir spila vel á móti Víkingi í deildinni í fyrstu umferð. Það er mjög gott skipulag á liðinu og maður sá það líka á móti Aftureldingu. Þeir eru vel mannaðir með góðan skipulagðan varnarleik og þegar þeir fara fram, þá eru þeir með markvissar góðar sóknir. Það verður gaman að sjá hversu langt Láki er kominn með liðið," segir Rúnar sem er spenntur að fara til Eyja.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner