Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   þri 22. apríl 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram lagði FH á dögunum.
Fram lagði FH á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Þórsvelli í Vestmannaeyjum.
Frá Þórsvelli í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - DGM
„Bara ágætlega. Þeir slógu okkur reyndar út í fyrra og við eigum harma að hefna," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net í dag.

Fram mætir KA á Akureyri í bikarnum. „Bikarinn er bara eins og hann er. Við stjórnum því ekki hvar við lendum. Það er gaman að fara norður, alltaf gott að spila þar. Við hlökkum til."

„Það vilja allir fá heimaleik, en bikarinn er bara svona og við tökum því bara sem kemur."

Fram fór með sigur af hólmi gegn FH í 32-liða úrslitum bikarsins og þeir mæta öðru liði úr Bestu deildinni núna í 16-liða úrslitunum.

„Eftir að hafa séð hann aftur, þá erum við flottir í fyrri hálfleik. Við gefum aðeins eftir í síðari og erum í sjálfu sér heppnir að hafa landað sigri. Við hefðum kannski getað skorað fleiri í fyrri hálfleik. Það er sigurinn sem skiptir máli og fullt af jákvæðum punktum, en líka margt sem við getum lagað."

Síðustu dagar hafa verið góðir fyrir Fram; þeir unnu sigur á Breiðabliki í deildinni og lögðu svo FH í bikarnum.

„Það er rosa gaman þegar það gengur vel, en þetta er fljótt að breytast. Við verðum að halda okkur við efnið og halda áfram að gera réttu hlutina. Við þurfum að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum sigri og að vera þetta lið sem við höfum verið í síðustu tveimur leikjum. Við megum ekki fara að slaka á og halda að við séum svakalega góðir. Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir. Við ætlum að reyna að verða það," sagði Rúnar.

Þeir eru vel skipulagt lið
Fram mætir ÍBV í deildinni á sumardaginn fyrsta. Sá leikur fer fram á Þórsvelli þar sem Vestmannaeyingar unnu frábæran 3-0 sigur á Víkingum í bikarnum núna á dögunum.

„Við horfðum á ÍBV sigra Víkinga glæsilega í bikarnum. Þeir eru með hörkulið. Ég hef séð þá tvisvar í sumar og þeir eru vel skipulagt lið," sagði Rúnar.

„Það er alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja. Veðurspáin er ekkert sérstök. Við þurfum að bíða og sjá hvernig vindar blása. Það spáir slatta af metrum á fimmtudaginn og maður þarf að leggja leikinn upp með það að leiðarljósi líka."

Gerir 3-0 sigur ÍBV á Víkingum þig stressaðan fyrir komandi leik?

„Nei, alls ekki. Það var bara gott að ÍBV vann. Mér fannst þeir spila vel á móti Víkingi í deildinni í fyrstu umferð. Það er mjög gott skipulag á liðinu og maður sá það líka á móti Aftureldingu. Þeir eru vel mannaðir með góðan skipulagðan varnarleik og þegar þeir fara fram, þá eru þeir með markvissar góðar sóknir. Það verður gaman að sjá hversu langt Láki er kominn með liðið," segir Rúnar sem er spenntur að fara til Eyja.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner