Í BEINNI
Besta-deild karla
Afturelding

LL
1
0
0


ÍBV
3
1
Fram

Omar Sowe
'10
1-0
Bjarki Björn Gunnarsson
'24
2-0
2-1
Kennie Chopart
'40
Oliver Heiðarsson
'80
3-1
24.04.2025 - 16:00
Þórsvöllur Vey
Besta-deild karla
Aðstæður: Mikill hliðarvindur en vallaraðstæður fínar.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Bjarki Björn Gunnarsson
Þórsvöllur Vey
Besta-deild karla
Aðstæður: Mikill hliðarvindur en vallaraðstæður fínar.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Bjarki Björn Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
('64)

8. Bjarki Björn Gunnarsson
('86)


22. Oliver Heiðarsson

23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter
('75)

67. Omar Sowe
('86)
- Meðalaldur 25 ár


Varamenn:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
3. Alexander Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
('86)

9. Viggó Valgeirsson
10. Sverrir Páll Hjaltested
('86)

11. Víðir Þorvarðarson
14. Arnar Breki Gunnarsson
('64)

21. Birgir Ómar Hlynsson
30. Vicente Valor
('75)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Elías J Friðriksson
Elías Árni Jónsson
Guðrún Ágústa Möller
Kristian Barbuscak
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV tekur stigin 3
Sterkur sigur Eyjamanna í mjög erfiðum aðstæðum. Framarar unnu sig inni í leikinn í lok fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn. Éyjamenn voru hins vegar með öll tök á vellinu í síðari hálfleik og Framarar náðu varla að skapa sér neitt. Sanngjarn sigur ÍBV.
91. mín
Alex Freyr með fyrirgjöf frá hægri en Marcel kemst í boltann. Frammarar hafa ekki náð að skapa sér neitt að viti hérna í seinni hálfleik.
89. mín
Frábær sókn hjá ÍBV. Oliver með flotta sendingu fyrir markið. Arnar Breki gerði vel og lét boltann fara og Vicente á skotið en það fer yfir markið.89
80. mín
MARK!

Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Stoðsending: Alex Freyr Hilmarsson
Stoðsending: Alex Freyr Hilmarsson
3-1!!!
Alex Freyr með frábæra sendingu í gegn á Oliver sem klárar virkilega vel í fjærhornið fram hjá Viktor Frey.
75. mín

Inn:Vicente Valor (ÍBV)
Út:Þorlákur Breki Þ. Baxter (ÍBV)
Vicente er mættur aftur í hvítu treyjuna.
74. mín
Kristófer Konráðssson með fínasta skot en Marcel í marki ÍBV er vel á verði og handsamar boltann.
72. mín
Oliver var við það að sleppa í gegn en Alex Freyr með mjög góða tæklingu og nær að taka boltann.
68. mín
Bjarki Björn með ágætis skot rétt fram hjá markinu eftir flott uppspil hjá Eyjamönnum.
65. mín
Omar Sowe með skot eftir hornspyrnu sem var tekin stutt. Skotið beint á Viktor Frey.
60. mín
Lítið að frétta hérna síðustu mínúturnar. Eyjamenn ná þó að halda örlítið betur í boltann.
53. mín
Ágætis færi
Fín sókn hjá Fram. Garcia með fyrirgjöfina á Vuk en skotið hans fór bara beint á Marcel í marki Eyjamanna. Vuk hefði líklega gert aðeins betur þarna!
48. mín
Skrýtin ákvörðun hjá dómaranum. Stoppar leikinn í miðri sókn hjá Eyjamönnum er leikmaður Fram, Þorri Stefán lá niðri. Hann stóð svo bara upp og ekkert að honum.
45. mín

Inn:Alex Freyr Elísson (Fram)
Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
Fyrsta skipting leiksins.
45. mín
Hálfleikur
Eyjamenn töluvert sterkari í fyrri hálfleiknum en Framarar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og náðu inn góðu marki seint í hálfleiknum. Spennandi seinni hálfleikur framundan!
44. mín
Vel spilað hjá Fram!
Frábært spil milli Vuk og Guðmundar Magnússonar sem endar á því að Guðmundur þræðir Vuk í gegn. Skotið frá Vuk er framhjá en færið var nokkuð þröngt.
41. mín
Dauðafæri!
Alex kemur upp hægri kanntinn með mjög góða sendingu fyrir markið. Þar lúrir Omar Sowe á fjær en skallinn fer yfir af stuttu færi. Hann þurfti samt aðeins að teygja sig í boltann.
40. mín
MARK!

Kennie Chopart (Fram)
Stoðsending: Simon Tibbling
Stoðsending: Simon Tibbling
Framarar minnka muninn!!
Simon Tibbling með frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Kennie Chopart sem klárar með virkilega laglegum skalla. Þetta var eiginlega upp úr engu en mjög sterkt hjá Chopart að ná svona góðum skalla í þessum vindi!
33. mín
Hættuleg hornspyrna hjá Frömurum. Boltinn flöktir í loftinu en markvörður ÍBV nær að koma boltanum i burtu.
32. mín
Vuk Oskar vinnur aukaspyrnu fyrir Fram á góðum stað en Edeland setur boltann í horn.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Gult spjald: Kyle McLagan (Fram)

Fyrir að koma í veg fyrir að ÍBV gæti tekið innkastið hratt.
24. mín
MARK!

Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
2-0 fyrir Eyjamönnum!
Oliver með frábæra fyrirgjöf beint á pönnuna á Bjarka Birni sem stýrir honum fram hjá Viktor Frey í marki Frammara og Eyjamenn komnir í 2-0.
24. mín
Oliver var við það að sleppa í gegn en Sigurjón Rúnarsson með frábæra tæklingu og kemur boltanum í innkast.
20. mín
Framarar fá fyrsta horn leiksins. Engin hætta og Marcel grípur boltann auðveldlega.
18. mín
Omar Sowe gerir vel og kemur boltnaum á Þorlák Breka sem reynir fyrirgjöf en Framarar koma boltanum í burtu.
10. mín
MARK!

Omar Sowe (ÍBV)
Stoðsending: Bjarki Björn Gunnarsson
Stoðsending: Bjarki Björn Gunnarsson
Fyrsta mark leiksins er komið!
Laglegt spil hjá Eyjamönnum. Oliver keyrir upp hægra megin og setur hann fyrir markið. Þar er Bjarki Björn sem tíar hann upp fyrir Omar Sowe sem setur hann í hornið!
4. mín
Mikill vindur er í Eyjum í dag og verður fróðlegt að sjá hvernig liðin ná að spila í þessu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem eiga upphafsspyrnuna!
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár
Þjálfari ÍBV er Þorlákur Árnason, Láki, og gerir hann eina breytingu frá jafnteflinu gegn Aftureldingu í síðustu umferð. Omar Sowe kemur inn fyrir Hermann Þór Ragnarsson. Sowe skoraði tvö mörk í sigrinum gegn Víkingi í bikarnum. Sverrir Páll Hjaltested kemur þá inn í hópinn ásamt Vicente Valor sem ÍBV keypti frá KR í vikunni. Hermann og Jovan Mitrovic eru ekki í hópnum í dag.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá endurkomusigrinum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þorri Stefán, Viktor Freyr og Guðmundur Magnússon koma inn. Gummi átti mjög góða innkomu gegn Blikum og skoraði tvö. Á bekkinn fer Magnús Þórðarson en Fred og Ólafur Íshólm Ólafsson eru ekki í hópnum.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá endurkomusigrinum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þorri Stefán, Viktor Freyr og Guðmundur Magnússon koma inn. Gummi átti mjög góða innkomu gegn Blikum og skoraði tvö. Á bekkinn fer Magnús Þórðarson en Fred og Ólafur Íshólm Ólafsson eru ekki í hópnum.
Fyrir leik
Þór Llorens leikmaður Kára spáir í leikinn:
ÍBV 2 - 2 Fram
Líflegur leikur þar sem Omar Sowe og Breki Baxter verða í aðalhlutverki og skora eitt mark hver, Gummi Magg setur eitt og Fred jafnar svo á 90. mín og krækir í stig fyrir Framara.
Líflegur leikur þar sem Omar Sowe og Breki Baxter verða í aðalhlutverki og skora eitt mark hver, Gummi Magg setur eitt og Fred jafnar svo á 90. mín og krækir í stig fyrir Framara.
23.04.2025 09:55
Þór Llorens spáir í 3. umferð Bestu deildarinnar
Fyrir leik
Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins
24.04.2025 13:31
Sjáðu mörkin: Fyrirliði Íslandsmeistaranna setti á sig skikkju
Fyrir leik
Láki: Fram með betra lið en í fyrra
ÍBV skoraði ekki í fyrstu tveimur umferðunum í Bestu deildinni en þrátt fyrir það segist Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ekki hafa áhyggjur af markaskorun síns liðs.
„Við fengum mjög mikið af góðum færum gegn Aftureldingu en sóknarleikurinn okkar í fyrsta leik gegn Víkingi var bara slakur. Við vörðumst vel en þegar við unnum boltann virkuðum við stressaðir og tókum rangar ákvarðanir. Í tveimur síðustu leikjum höfum við skapað fullt af færum og þetta er ekki eitthvað sem við höfum áhyggjur af allavega," segir Láki.
ÍBV vann frækinn sigur gegn Víkingi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Skírdag. Hver var munurinn á ÍBV liðinu frá leiknum gegn Víkingi í fyrstu umferð og þar til liðin mættust á Skírdag?
„Við erum bara komnir lengra með liðið og það er kominn meiri liðsbragur á liðið. Við höfum nokkurn veginn verið með sama byrjunarliðið í gegnum þessa þrjá leiki, eitthvað sem við gátum ekki gert í vetur þar sem voru miklar breytingar vegna forfalla. Fyrst og fremst var hugsunin í síðasta leik að þróa liðið áfram og bæta okkur," segir Láki.
Sóknarmaðurinn Omar Sowe, sem kom frá Leikni, kom inn af bekknum í fyrstu tveimur umferðunum og skoraði svo tvö mörk gegn Víkingi. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og því var hann á bekknum í byrjun Íslandsmótsins.
„Hann er heill en hefur skort leikæfingu. Hann missti fimm síðustu leikina fyrir mót út. Engin óskastaða fyrir okkur. Það tóku sig upp meiðsli sem hann var með í fyrra þegar hann var hjá Leikni og við ákváðum að gefa þessu aðeins meiri tíma. Það vita allir hversu öflugur hann er en hann er að ná upp leikæfingu."
„Ég held að Fram sé með betra lið en í fyrra. Þeir eru ekki endilega með betri leikmenn á pappír en tölfræðin úr þessum leikjum sem þeir hafa spilað sýna það. Þeir líta mjög vel út. Ég er á því að þeir séu með sterkara lið í fyrra þó þeir hafi misst einhver nöfn," segir Láki.

ÍBV skoraði ekki í fyrstu tveimur umferðunum í Bestu deildinni en þrátt fyrir það segist Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, ekki hafa áhyggjur af markaskorun síns liðs.
„Við fengum mjög mikið af góðum færum gegn Aftureldingu en sóknarleikurinn okkar í fyrsta leik gegn Víkingi var bara slakur. Við vörðumst vel en þegar við unnum boltann virkuðum við stressaðir og tókum rangar ákvarðanir. Í tveimur síðustu leikjum höfum við skapað fullt af færum og þetta er ekki eitthvað sem við höfum áhyggjur af allavega," segir Láki.
ÍBV vann frækinn sigur gegn Víkingi í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Skírdag. Hver var munurinn á ÍBV liðinu frá leiknum gegn Víkingi í fyrstu umferð og þar til liðin mættust á Skírdag?
„Við erum bara komnir lengra með liðið og það er kominn meiri liðsbragur á liðið. Við höfum nokkurn veginn verið með sama byrjunarliðið í gegnum þessa þrjá leiki, eitthvað sem við gátum ekki gert í vetur þar sem voru miklar breytingar vegna forfalla. Fyrst og fremst var hugsunin í síðasta leik að þróa liðið áfram og bæta okkur," segir Láki.
Sóknarmaðurinn Omar Sowe, sem kom frá Leikni, kom inn af bekknum í fyrstu tveimur umferðunum og skoraði svo tvö mörk gegn Víkingi. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og því var hann á bekknum í byrjun Íslandsmótsins.
„Hann er heill en hefur skort leikæfingu. Hann missti fimm síðustu leikina fyrir mót út. Engin óskastaða fyrir okkur. Það tóku sig upp meiðsli sem hann var með í fyrra þegar hann var hjá Leikni og við ákváðum að gefa þessu aðeins meiri tíma. Það vita allir hversu öflugur hann er en hann er að ná upp leikæfingu."
„Ég held að Fram sé með betra lið en í fyrra. Þeir eru ekki endilega með betri leikmenn á pappír en tölfræðin úr þessum leikjum sem þeir hafa spilað sýna það. Þeir líta mjög vel út. Ég er á því að þeir séu með sterkara lið í fyrra þó þeir hafi misst einhver nöfn," segir Láki.
20.04.2025 16:26
Láki: Ekki eitthvað sem við höfum áhyggjur af allavega
Fyrir leik
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Síðustu dagar hafa verið góðir fyrir Fram; þeir unnu sigur á Breiðabliki í deildinni og lögðu svo FH í bikarnum.
„Það er rosa gaman þegar það gengur vel, en þetta er fljótt að breytast. Við verðum að halda okkur við efnið og halda áfram að gera réttu hlutina. Við þurfum að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum sigri og að vera þetta lið sem við höfum verið í síðustu tveimur leikjum. Við megum ekki fara að slaka á og halda að við séum svakalega góðir. Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir. Við ætlum að reyna að verða það," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Þeir eru vel skipulagt lið
„Við horfðum á ÍBV sigra Víkinga glæsilega í bikarnum. Þeir eru með hörkulið. Ég hef séð þá tvisvar í sumar og þeir eru vel skipulagt lið," segir Rúnar um mótherja dagsins.
„Það er alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja. Veðurspáin er ekkert sérstök. Við þurfum að bíða og sjá hvernig vindar blása. Það spáir slatta af metrum á fimmtudaginn og maður þarf að leggja leikinn upp með það að leiðarljósi líka."
Gerir 3-0 sigur ÍBV á Víkingum þig stressaðan fyrir komandi leik?
„Nei, alls ekki. Það var bara gott að ÍBV vann. Mér fannst þeir spila vel á móti Víkingi í deildinni í fyrstu umferð. Það er mjög gott skipulag á liðinu og maður sá það líka á móti Aftureldingu. Þeir eru vel mannaðir með góðan skipulagðan varnarleik og þegar þeir fara fram, þá eru þeir með markvissar góðar sóknir. Það verður gaman að sjá hversu langt Láki er kominn með liðið," segir Rúnar sem er spenntur að fara til Eyja.

Síðustu dagar hafa verið góðir fyrir Fram; þeir unnu sigur á Breiðabliki í deildinni og lögðu svo FH í bikarnum.
„Það er rosa gaman þegar það gengur vel, en þetta er fljótt að breytast. Við verðum að halda okkur við efnið og halda áfram að gera réttu hlutina. Við þurfum að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum sigri og að vera þetta lið sem við höfum verið í síðustu tveimur leikjum. Við megum ekki fara að slaka á og halda að við séum svakalega góðir. Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir. Við ætlum að reyna að verða það," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Þeir eru vel skipulagt lið
„Við horfðum á ÍBV sigra Víkinga glæsilega í bikarnum. Þeir eru með hörkulið. Ég hef séð þá tvisvar í sumar og þeir eru vel skipulagt lið," segir Rúnar um mótherja dagsins.
„Það er alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja. Veðurspáin er ekkert sérstök. Við þurfum að bíða og sjá hvernig vindar blása. Það spáir slatta af metrum á fimmtudaginn og maður þarf að leggja leikinn upp með það að leiðarljósi líka."
Gerir 3-0 sigur ÍBV á Víkingum þig stressaðan fyrir komandi leik?
„Nei, alls ekki. Það var bara gott að ÍBV vann. Mér fannst þeir spila vel á móti Víkingi í deildinni í fyrstu umferð. Það er mjög gott skipulag á liðinu og maður sá það líka á móti Aftureldingu. Þeir eru vel mannaðir með góðan skipulagðan varnarleik og þegar þeir fara fram, þá eru þeir með markvissar góðar sóknir. Það verður gaman að sjá hversu langt Láki er kominn með liðið," segir Rúnar sem er spenntur að fara til Eyja.
22.04.2025 16:30
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Fyrir leik
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Jóhann Ingi verður með flautuna í dag en Eysteinn Hrafnkelsson og Bergur Daði Ágústsson eru aðstoðardómarar leiksins. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er fjórði dómari.

Jóhann Ingi verður með flautuna í dag en Eysteinn Hrafnkelsson og Bergur Daði Ágústsson eru aðstoðardómarar leiksins. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er fjórði dómari.
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan

7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
('45)

12. Simon Tibbling
16. Israel Garcia
('70)

19. Kennie Chopart

23. Már Ægisson
('70)

26. Sigurjón Rúnarsson

29. Vuk Oskar Dimitrijevic
('82)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
36. Þorsteinn Örn Kjartansson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson
11. Magnús Þórðarson
('82)

17. Adam Örn Arnarson
25. Freyr Sigurðsson
('70)

30. Kristófer Konráðsson
('70)

32. Hlynur Örn Andrason
71. Alex Freyr Elísson
('45)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta
Gul spjöld:
Kyle McLagan ('30)
Sigurjón Rúnarsson ('63)
Rauð spjöld: