Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Brann, gerði sér lítið fyrir og var með fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Bestu deildar karla. Var hann meðal annars með hárrétt úrslit úr leik Stjörnunnar og ÍA, en hann spáði því líka rétt þar að Haukur Andri Haraldsson myndi fá rautt spjald.
Þór Llorens Þórðarson spáir í þriðju umferðina sem fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Þór var hetja Káramanna í sigrinum óvænta gegn Fylki í Mjólkurbikarnum á dögunum en hann er með eitraðan vinstri fót.
Þór Llorens Þórðarson spáir í þriðju umferðina sem fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Þór var hetja Káramanna í sigrinum óvænta gegn Fylki í Mjólkurbikarnum á dögunum en hann er með eitraðan vinstri fót.
FH 2 - 3 KR (18:00 í kvöld)
Þetta verður markaleikur eftir bragðdaufan fyrri hálfleik, Jói Bjarna smellir einum uppi vinkilinn bara uppá banterinn.
ÍA 3 - 0 Vestri (18:00 í kvöld)
Viktor Jóns elskar að skora í höllinni og opnar markareikninginn og kemur ÍA í 1-0. Stony ákveður svo að leika sér aðeins og tekur óvænt langskot 2-0. Það á enginn séns í Hlyn Sævar í föstu leikatriði og tryggir hann þeim þægilegan 3-0 sigur.
Valur 2 - 0 KA (18:00 í kvöld)
Ef Stefán Þór stendur á milli stanganna þá lokar hann búrinu og dælir boltum í gegn á Tryggva Hrafn sem stingur alla af og klárar þetta fyrir Valsara. Er búinn að horfa á hann hérna í garðinum við hliðina á mér og hann lítur helvíti vel út.
Breiðablik 3 - 1 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Blikar taka þennan eftir hörkuleik. Árni Snær ver víti og skorar svo sjálfur úr aukaspyrnu en það dugir ekki til.
ÍBV 2 - 2 Fram (16:00 á morgun)
Líflegur leikur þar sem Omar Sowe og Breki Baxter verða í aðalhlutverki og skora eitt mark hver, Gummi Magg setur eitt og Fred jafnar svo á 90. mín og krækir í stig fyrir Framara.
Afturelding 1 - 0 Víkingur R. (19:15 á morgun)
Senur í Mosó. Það verður alvöru mæting þar sem mosfellingar búa til alvöru stemningu og þar verður Hilmar Ásgeirs fremstur í flokki. Jökull kemst fljótlega í hausinn á Víkingunum og heldur hreinu. Hrannar Snær er pirrandi fljótur og hættir ekki að keyra á menn, hann klárar þetta fyrir Mosfellinga í uppbótartíma og fer úr treyjunni því hann má það.
Fyrri spámenn:
Eggert Aron (5 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 0 | +6 | 6 |
2. Stjarnan | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 2 | +2 | 6 |
3. Vestri | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
4. Fram | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 3 | +1 | 3 |
5. Breiðablik | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 4 | 0 | 3 |
6. ÍA | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
7. KR | 2 | 0 | 2 | 0 | 5 - 5 | 0 | 2 |
8. Valur | 2 | 0 | 2 | 0 | 4 - 4 | 0 | 2 |
9. Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
10. ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
11. KA | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 6 | -4 | 1 |
12. FH | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 3 | -2 | 0 |
Athugasemdir