Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Besta-deild karla
Fram
19:15 0
0
Afturelding
Besta-deild karla
Valur
19:15 0
0
Víkingur R.
Besta-deild karla
Stjarnan
27' 0
1
ÍBV
Valur
0
0
Víkingur R.
28.04.2025  -  19:15
Valsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Spáin Magnús Þórir Matthíasson, lýsandi og fyrrum fótboltamaður, spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar sem hefst í dag.

Valur 2-1 Víkingur
Stórleikur umferðarinnar þar sem Gylfi okkar Sig mætir á sinn gamla heimavöll þar sem honum leið mjög vel en hann hafði enga trú á að þetta Valslið gæti lyft titlum á komandi tímabili, fór í frægu fýluna og fékk félagaskipti í Víkina. Valsmenn verið að sigla undir radarinn í fyrstu leikjunum með besta leikmann deildarinnar innan sinna raða á meðan það hefur verið hikst í Evrópu-Víkingum og meiðsli verið að plaga hópinn. Þegar það rignir þá oft hellirignir og það er staðan hjá Víkingum og ég spái 2-1 sigri Valsmanna. Staðan verður 1-1 í hálfleik eftir mörk frá Patrick Pedersen og Valdimari Þór Ingimundarsyni. Seinni hálfleikur verður bráðfjörugur en mörkin munu láta bíða eftir sér. Sölvi mun gera það sem hann hefur verið að hugsa undanfarið og kippir Gylfa af velli á 70 mínútu sem mun koma mörgum í opna skjöldu. Þetta verður til þess að leikmenn Víkinga á vellinum verða jafn hissa og fólkið í stúkunni og Valsmenn ganga á lagið síðustu 20 mínúrnar og Adam Ægir Pálsson gerir sigurmarkið á 82.mínútu á móti sínum gömlu félögum í Víking. Brosmildari mann munið þið ekki sjá í viðtölum það sem eftir lifir sumars en Túfa leggur alvarleikan og klisjurnar til hliðar og verður léttur og skemmtilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna í kvöld en honum til aðstoðar verða Patrik Freyr Guðmundsson og Ragnar Þór Bender.

Eftirlitsmaður KSÍ er Ingi Jónsson og varadómari er Elías Ingi Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður gefur hér Aroni Elís rautt spjald í viðureign liðanna í fyrra.
Fyrir leik
Sögulínur Það er ekki nóg með það að hér eru að mætast tvö af stærstu liðum deildarinnar heldur er Gylfi Þór Sigurðsson að mæta liðinu sem hann spilaði fyrir á síðasta tímabili. Það verður því áhugavert að sjá hvernig stuðningsmenn Vals taka á móti honum.

Það verður einnig vel hitað upp fyrir leikinn þar sem Fjósið opnar 17:30 og það er almennileg dagskrá í boði.
Fyrir leik
Víkingar að sýna veikleika Eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins hjá Víkingum sem voru báðir sigrar, bjuggust flestir við því að þeir væru jafn sterkir og á síðasta tímabili. Síðan þá hafa þeir hinsvegar tapað fyrir báðum nýliðum deildarinnar, fyrst gegn ÍBV í Mjólkurbikarnum og síðan gegn Aftureldingu 1-0 í síðustu umferð deildarinnar.

Deildin hefur þó spilast þannig að keppinautar Víkinga um titilinn hafa líka hikstað þannig með sigri hér í kvöld jafna þeir Breiðablik af stigum á toppi deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga og Aron Baldvin Þórðarson aðstoðarþjálfari
Fyrir leik
Fín byrjun hjá Val Valsarar hefðu líkast til viljað fara betur af stað í deildinni en þessi byrjun verður líkast til að teljast bara ágæt. Þeir hafa gert tvö jafntefli og unnið einn leik í fyrstu þremur leikjunum, en þessi einu sigur leikur kom í síðustu umferð gegn KA.

Jónatan Ingi Jónsson var í miklu stuði í þeim leik og skoraði tvö mörk, en hann hefur verið líkast til besti leikmaður Valsara á þessu tímabili hingað til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson
Fyrir leik
Stórleikur umferðarinnar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Víkings í 4. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Valsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: