Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Selfoss
2
1
Grindavík
Raul Gomez Martorell '25 1-0
1-1 Breki Þór Hermannsson '48 , víti
Raul Gomez Martorell '53 2-1
02.05.2025  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Frábærar aðstæður, geta ekki verið betri
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 410
Maður leiksins: Ívan Breki Sigurðsson (Selfoss)
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson ('90)
5. Jón Vignir Pétursson (f)
6. Daði Kolviður Einarsson
7. Harley Willard ('75)
8. Raul Gomez Martorell ('82)
10. Nacho Gil
11. Alfredo Ivan Arguello Sanabria
21. Frosti Brynjólfsson
28. Eysteinn Ernir Sverrisson
32. Aron Lucas Vokes
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson
4. Alexander Berntsson
15. Alexander Clive Vokes ('75)
18. Dagur Jósefsson
20. Elvar Orri Sigurbjörnsson ('82)
77. Einar Bjarki Einarsson ('90)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Heiðar Helguson
Helgi Bárðarson
Halldór Rafn Halldórsson

Gul spjöld:
Aron Lucas Vokes ('14)
Nacho Gil ('26)
Robert Blakala ('48)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Selfyssingar byrja þetta mót vel! Arnar flautar til leiksloka og Selfyssingar vinna sanngjarnan sigur
90. mín
+4

Selfoss liggur til baka á meðan Grindavík reynir að sækja jöfnunarmark
90. mín
Inn:Einar Bjarki Einarsson (Selfoss) Út:Ívan Breki Sigurðsson (Selfoss)
87. mín
Rétt framhjá! Elvar finnur Frosta inná teig Grindavíkur og hann fær tíma til að láta vaða og gerir það en skotið hans rétt sleikir stöngina og framhjá
87. mín
Inn:Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík) Út:Sindri Þór Guðmundsson (Grindavík)
83. mín
Ívan Breki vinnur boltann hátt á vallarhelming Grindavíkur og finnu Elvar í teignum en hann nær ekki skotinu
82. mín
Inn:Elvar Orri Sigurbjörnsson (Selfoss) Út:Raul Gomez Martorell (Selfoss)
79. mín
Ingi með góðan sprett upp kannitnn og á fyrirgjöf á Adam sem hittir boltann ekki vel og setur hann í markspyrnu
77. mín
Inn:Arnór Gauti Úlfarsson (Grindavík) Út:Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
76. mín
Breki með skot yfir markið
75. mín
Inn:Alexander Clive Vokes (Selfoss) Út:Harley Willard (Selfoss)
74. mín
Harley með skot beint á Matias
73. mín
Frosti sloppinn í gegn Frosti sleppur í gegn en varnarmenn Grindavíkur eru fljótir og ná að stýra honum í erfiða stöðu en Frost nær skoti sem Matias ver vel
71. mín
Eysteinn með langan bolta inná teig Grindavíkur þar sem Harley er fyrstur á boltann og á skot beint í varnarmann Grindavíkur
69. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Grindavík)
Stoppa Aron Lucas sem er á spretti upp völlinn
68. mín
Afleidd spyrna sem Selfyssingar hreinsa
67. mín
Grindavík fær hornspyrnu
66. mín
Ármann kemst inná teig Selfoss og nýtir sér tæknina sína og kemur sér í skotstöðu en skot hans létt fyrir Robert
63. mín
Grindavík leitar mikið af löngum boltum yfir varnarmenn Selfyssinga en lítið komið úr þeim
60. mín
Taka þetta stutt en Grindavík hreinsar
60. mín
Selfoss fær horn
59. mín
Grindvíkingar aftur að fara niður í teignum en Arnar ósammála
55. mín
Raul hreinsar í burtu
55. mín
Grindavík fær horn
53. mín MARK!
Raul Gomez Martorell (Selfoss)
Stoðsending: Ívan Breki Sigurðsson
Selfoss að komast yfir!!! Þetta tók ekki langan tíma

Aron Lucas aftur með góða fyrirgjöf á Ívan sem nær ekki að stýra boltanum á markið en tekur hann fallega niður fyrir Raul sem getur ekki annað en skorað úr 3 metra færi
48. mín Mark úr víti!
Breki Þór Hermannsson (Grindavík)
Grindavík jafnar Breki sendir Robert í vitlaust horn. Yfirveguð spyrna
48. mín Gult spjald: Robert Blakala (Selfoss)
47. mín
Vítaspyrna fyrir Grindavík! Eftir hættulegt færi frá Grindavík berst boltinn út á Inga sem á skot í hendina á Nacho
46. mín
Seinni hálfleikur byrjaður Selfoss byrjar seinni hálfleikinn
45. mín
Hálfleikur
Selfoss yfir í hálfleik Selfoss búnir að hafa yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiða verðskuldað
45. mín
Árni kemst inní teig Selfoss en skotið laust og framhjá
44. mín
Grindavík hreinsar
44. mín
Selfoss fær horn
43. mín
Raul reynir skot af löngu færi beint á Matias
41. mín
Fyrirgjöfin á fjær þar sem enginn er mættur
40. mín
Selfoss fær horn
39. mín
Adam í ágætri stöðu og lætur vaða en skotið beint í Jón Vigni
37. mín
Frosti í færi Frosti í svipuðu færi og Ívan var í áðan og nánast sama niðurstaða. Frosti kemst í þröngt færi og á skot beint á Matias
36. mín
Ívan kominn aftur inná
35. mín
Selfoss spilar einum færri á meðan Ívan situr fyrir utan
34. mín
Ívan leggst niður og þarf aðhlynningu
31. mín
Breki Þór á fyrirgjöf á fjær þar sem Ármann hefur betur gegn Eysteini en skallinn framhjá markinu
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Grindavík baða út höndum og vilja vítaspyrnu en Arnar er ekki á sama máli
29. mín
FÆRI! Ívan Breki kemst einn gegn Matias en er í þröngri stöðu og skýtur beint á hann
28. mín
Langt innkast frá Grindavík endar fyrir framan fóta Sölva sem á skot en Selfyssingar koma sér fyrir það
26. mín Gult spjald: Nacho Gil (Selfoss)
25. mín MARK!
Raul Gomez Martorell (Selfoss)
Stoðsending: Aron Lucas Vokes
Selfyssingar komast yfir!!! Aron Lucas á fyrirgjöf frá hægri kanntinum á Raul sem á frábæran skalla í fjær hornið sem Matias á ekki séns í
24. mín
Ívan kemst fyrir sendingu Sölva en boltinn berst beint á Matias
23. mín
Hættuleg sending frá Ármanni inná teig Selfoss en enginn mættur að skalla boltann inn
21. mín
Frosti með skalla beint á Matias
21. mín
Grindavík hreinsar
20. mín
Selfyssingar fá fyrsta horn leiksins
19. mín
Fyrirgjöfin nær ekki yfir fyrsta mann
18. mín
Alferdo vinnur aukaspyrnu við hliðarlínuna. Tækifæri til að senda boltann fyrir
15. mín
Breki Þór með skot langt framhjá marki Selfyssinga
14. mín Gult spjald: Aron Lucas Vokes (Selfoss)
Stoppar upphlaup Grindvíkinga
13. mín
Fyrsta skot leiksins frá Harley fer framhjá
12. mín
Fyrirgjöf í gegnum allann pakkann og í marksprynu
11. mín
Selfoss fær aðra aukaspyrnu á ágætum stað
10. mín
Skotið frá Jón Vigni beint í varnarmann
9. mín
Tækifæri fyrir Selfoss Selfoss að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað
9. mín
Það verður líkelga mikið að gera fyrir Arnar Þór dómara leiksins í dag. Mikið um 50/50 bolta og það ætlar enginn að gefa neitt eftir
6. mín
Fyrsti leikur sumarsins á grasi þannig auðvitað tekur það alla tíma að venjast
2. mín
Ingi Þór á hættulega fyrirgjöf en hún fer í gegnum alla
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Grindavík byrjar með boltann og sækir í norður
Fyrir leik
Liðin að ganga inná völlinn
Fyrir leik
Það styttist í þetta Bæði lið að hita upp og allt að verða klárt
Fyrir leik
Jáverk grasið tilbúið Það verður spilað á gras velli Selfoss á morgun.

Undanfarin ár hafa fyrstu heimaleikir Selfoss farið fram á gervigrasi Selfoss sem er staðsett á bakvið Jáverk-völlinn en eftir gott vor lítur völlurinn vel út.

Mynd: Guðmundur Fannar Vigfússon

Fyrir leik
Spáin Fótbolti.net vinnur nú að því að gera spá fyrir Lengjudeild karla þar sem að allir þjálfarar og fyrirliðar spá fyrir sumrinu og fá liðin 1-11 sitg þar sem ekki er hægt að spá fyrir hvar sitt eigið lið endar.

Selfossi er spáð falli. Eftir gott sumar í fyrra fær Selfoss 49 stig og sitja þá í 11. sæti af 12 mögulegum. Aðeins Völsungur fyrir neðan þá. Selfyssingar ætla sér svo sannarlega að byggja ofan á gott sumar en hafa ekki getað sýnt það nægilega vel á undirbúningstímabilinu.

   23.04.2025 13:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 11. sæti


Grindavík í miðjumoði. Grindavík fær 101 stig og er þá í 8. sæti akkúrat á milli falls og umspils. Grindavíkur menn eru staðráðnir í því að gefa fólkinu sínu eitthvað að brosa yfir í sumar og það kæmi ekki mikið á óvart ef þeir ná að stelast í umspil.

   25.04.2025 16:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 8. sæti


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Grindavík
   25.04.2025 16:30
„Fagna því að liðið snúi aftur heim"


Grindavík lék í Lengjudeildinni í fyrra og lentu í 9. sæti. Þeir voru tíu stigum frá falli og níu stigum frá umspili um að komast upp um deild þannig að þeir voru ekki að spila um mikið á síðasta timabili og markmiðið í sumar er líklega að láta minna á sig og komast vonandi í umspil.

Það hafa nokkrir nýjir leikmenn gegniað um dyrnar hjá Grindavík en Arnór Gauti, Guðjón Þorsteinsson, Kristófer Máni, Árni Salvar, Breki Þór, Sindri Þór, Ingi Þór, Arnór Smári og Stefán Óli hafa allir skrifað undir samning eða verða á láni. Ármann Ingi kemur einnig á láni en hann spilaði með Grindavík undir lok síðasta tímabils.

Grindavík hafa verið að ganga í gegnum skrítna tíma þannig að fyrir þeirra hönd verður vonandi hægt að gleðjast yfir fótboltanum á komandi tímabili

Mynd: Grindavík

Fyrir leik
Selfoss
   23.04.2025 13:30
„Við verðum að mæta af krafti og hrekja þessa spá"

Selfyssingar eru nýliðar á þessu tímabili í Lengjudeildinni eftir fall árið 2023. Dean Martin var þá þjálfari liðsins en nú hefur Bjarni Jóhannsson tekið við liðinu og gert góða hluti. Selfoss gerði sig lítið fyrir og valtaði yfir 2. deildina í fyrra og unnu fótbolta.net bikarinn.

Selfoss styrkir hópinn sinn þetta ár um fjóra leikmenn en Frosti Brynjólfs, Harley Willard, Alexander Berntsson og Raúl hafa allir skrifað undir hjá Selfyssingum. Nacho Gil sem kom á láni til Selfoss á síðasta tímabili skrifaði undir eins árs samning og leikur með félaginu út þetta tímabil. Einnig hafa fjölmargir ungir og efnilegir leikmenn skrifað undir samning hjá Selfossi.

Selfoss hafa líka misst nokkra leikmenn en Ingvi Rafn lagði skóna á hilluna eftir síðasta sumar og þeir Jose, Gonzalo og Valdimar hafa allir kvatt Selfoss.

Selfoss kynntu líka stórglæsilega afmælisbúninga á dögunum sem að eflaust margir Selfyssingar eru spenntir að sjá á vellinum.

Mynd: Selfoss

Fyrir leik
Fyrsta umferð Lengjudeild karla! Komið þið sæl og verið velkomin á Jáverk-völlinn þar sem Selfoss tekur á móti Grindavík í fyrstu umferð Lengjudeildar karla

Mynd: Árni Þór Grétarsson

föstudagur 2. maí
18:00 Þór-HK (Boginn)
18:00 Selfoss-Grindavík (JÁVERK-völlurinn)
18:30 Fjölnir-Keflavík (Egilshöll)
18:30 Njarðvík-Fylkir (JBÓ völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Leiknir R. (AVIS völlurinn)

laugardagur 3. maí
16:00 ÍR-Völsungur (Egilshöll)
Byrjunarlið:
1. Matias Niemela (m)
2. Árni Salvar Heimisson
7. Ármann Ingi Finnbogason ('77)
9. Adam Árni Róbertsson (f)
10. Ingi Þór Sigurðsson
11. Breki Þór Hermannsson
16. Dennis Nieblas
18. Christian Bjarmi Alexandersson
21. Kristófer Máni Pálsson
23. Sindri Þór Guðmundsson ('87)
25. Sölvi Snær Ásgeirsson
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
4. Arnór Gauti Úlfarsson ('77)
6. Viktor Guðberg Hauksson ('87)
12. Þórður Davíð Sigurjónsson
17. Andri Karl Júlíusson Hammer
22. Lárus Orri Ólafsson
26. Eysteinn Rúnarsson
27. Gísli Grétar Sigurðsson
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Maciej Majewski
Sigurvin Ingi Árnason
Jón Aðalgeir Ólafsson
Mikael Tamar Elíasson

Gul spjöld:
Sindri Þór Guðmundsson ('69)

Rauð spjöld: