mið 23.apr 2025 13:00 Mynd: Helgi Þór Gunnarsson |
|

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 11. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í næst neðsta sæti í spánni eru nýliðar Selfoss.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Selfoss, 49 stig
12. Völsungur, 24 stig
11. Selfoss
Selfyssingar eru komnir aftur upp í Lengjudeildina eftir stutt stopp í 2. deild. Það má segja að síðasta sumar hafi gengið eins og í sögu. Það var í raun aldrei í hættu að Selfoss væri ekki að fara upp, þeir voru í góðri stöðu nánast allt sumarið. Svo unnu þeir Fótbolti.net bikarinn að auki. Það er örugglega hægt að færa rök fyrir því að það hafi gert Selfossi gott að fara niður um deild í eitt sumar þar sem margir heimamenn fengu stærri hlutverk og tóku því vel. Núna koma þeir aftur upp í næst efstu deild og ætla að afsanna þessa spá. Selfoss, með þetta stóra bæjarfélag á bak við sig, á að ekki að vera neðar en í þessari deild. Það eru alveg hreinar línur.
Þjálfarinn: Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi fyrir síðasta tímabil og fékk það verkefni að koma liðinu aftur upp, sem hann svo gerði. Bjarni er einn af reynslumestu þjálfurum landsins, en hann hóf þjálfaraferilinn á heimaslóðunum með Þrótti Neskaupstað. Á sínum ferli hefur Bjarni þjálfað Tindastól, Grindavík, Breiðablik, ÍBV, Fylki, Stjörnuna, KA og Vestra ásamt því að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands en hann hefur lyft öllum helstu bikurum sem hægt er að vinna hér á landi og hefur upplifað flestallt í fótboltanum. Bjarni verður með fyrrum landsliðsframherjann Heiðar Helguson sér til aðstoðar.
Álit Badda
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.
Spurning hvort reynsluleysi geti bitið þá í afturendann
„Selfyssingar koma brattir upp í Lengjudeildina sem þeir þekkja vel. Bjarni Jó kann að vinna enda hefur hann sannað það margoft, fótbolti hefur aldrei verið flókinn í hans augum, grunngildin að verja markið sitt og vera effektívir sóknarlega er hans séreinkenni og hann hefur dregið það algjörlega fram í þessu unga og skemmtilega Selfossliði."
„Selfoss er að spila á færri þekktum nöfnum ef oft áður og er spurning hvort reynsluleysi geti bitið þá í afturendann en ég er spenntur fyrir sumrinu hjá þeim, þeir hafa misst mjög öfluga leikmenn í Gonza, Ingva Rafni og Valdimar en bætt við sig mjög öflugum mönnum í Frosta, Harley Willard og svo er ég mjög spenntur fyrir Alexander Berntsson."
„Ég sé Selfyssinga gefa öllum liðum leik og verða þeir erfiðir að eiga við, Jón Vignir mun leiða sitt lið áfram af krafti í hvern einasta leik."
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í fótbolta. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í Lengjudeildinni.
Lykilmenn: Jón Vignir Pétursson og Nacho Gil
Jón Vignir, fyrirliðinn sjálfur. Uppalinn Selfyssingur sem er gríðarlega mikilvægur innan sem utan vallar. Öskrar menn í gang og stýrir leik liðsins vel á miðsvæðinu. Frábær leiðtogi sem menn stóla mikið á. Frábær í bolta, góðar sendingar, skot og mikil hlaupageta sem hentar Bjarnaboltanum einstaklega vel. Nacho Gil kemur með mikilvæga reynslu til að miðla inn í ungt lið Selfoss. Kom á miðju tímabili í fyrra frá Vestra eftir að hann hafði spilaði stórt hlutverk í að koma þeim upp 2023. Hefur sannað sig í þessari deild bæði með Vestra og Þór Akureyri. Hann á eftir að reynast Selfyssingum drjúgur í sumar bæði innan vallar sem utan.
Gaman að fylgjast með: Eysteinn Ernir Sverrisson
Ungur og ótrúlega efnilegur vinstri bakvörður. Eins og rennilás upp og niður völlinn allan leikinn, með góða krossa og góður varnarmaður þrátt fyrir að vera ekkert mjög hár í loftinu. Svipuð týpa og Miloz Kerkez ef það ætti að líkja honum við einhvern.
Komnir:
Alexander Berntsson frá Færeyjum
Harley Willard frá KA
Frosti Brynjólfsson frá Haukum
Raúl Tanque frá Spáni
Elvar Orri Sigurbjörnsson frá Árborg (var á láni)
Farnir:
Gonzalo Zamorano til Spánar
Jose Sanchez til Spánar
Ingvi Rafn Óskarsson hættur
Valdimar Jóhannsson til Njarðvíkur
Adrian Sanchez
Óliver Þorkelsson í Hauka
Fyrstu þrír leikir Selfoss:
2. maí, Selfoss - Grindavík (JÁVERK-völlurinn)
9. maí, Fylkir - Selfoss (tekk VÖLLURINN)
17. maí, Selfoss - Völsungur (JÁVERK-völlurinn)
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Selfoss, 49 stig
12. Völsungur, 24 stig
11. Selfoss
Selfyssingar eru komnir aftur upp í Lengjudeildina eftir stutt stopp í 2. deild. Það má segja að síðasta sumar hafi gengið eins og í sögu. Það var í raun aldrei í hættu að Selfoss væri ekki að fara upp, þeir voru í góðri stöðu nánast allt sumarið. Svo unnu þeir Fótbolti.net bikarinn að auki. Það er örugglega hægt að færa rök fyrir því að það hafi gert Selfossi gott að fara niður um deild í eitt sumar þar sem margir heimamenn fengu stærri hlutverk og tóku því vel. Núna koma þeir aftur upp í næst efstu deild og ætla að afsanna þessa spá. Selfoss, með þetta stóra bæjarfélag á bak við sig, á að ekki að vera neðar en í þessari deild. Það eru alveg hreinar línur.
Þjálfarinn: Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson tók við Selfossi fyrir síðasta tímabil og fékk það verkefni að koma liðinu aftur upp, sem hann svo gerði. Bjarni er einn af reynslumestu þjálfurum landsins, en hann hóf þjálfaraferilinn á heimaslóðunum með Þrótti Neskaupstað. Á sínum ferli hefur Bjarni þjálfað Tindastól, Grindavík, Breiðablik, ÍBV, Fylki, Stjörnuna, KA og Vestra ásamt því að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands en hann hefur lyft öllum helstu bikurum sem hægt er að vinna hér á landi og hefur upplifað flestallt í fótboltanum. Bjarni verður með fyrrum landsliðsframherjann Heiðar Helguson sér til aðstoðar.
Álit Badda
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spurning hvort reynsluleysi geti bitið þá í afturendann
„Selfyssingar koma brattir upp í Lengjudeildina sem þeir þekkja vel. Bjarni Jó kann að vinna enda hefur hann sannað það margoft, fótbolti hefur aldrei verið flókinn í hans augum, grunngildin að verja markið sitt og vera effektívir sóknarlega er hans séreinkenni og hann hefur dregið það algjörlega fram í þessu unga og skemmtilega Selfossliði."
„Selfoss er að spila á færri þekktum nöfnum ef oft áður og er spurning hvort reynsluleysi geti bitið þá í afturendann en ég er spenntur fyrir sumrinu hjá þeim, þeir hafa misst mjög öfluga leikmenn í Gonza, Ingva Rafni og Valdimar en bætt við sig mjög öflugum mönnum í Frosta, Harley Willard og svo er ég mjög spenntur fyrir Alexander Berntsson."
„Ég sé Selfyssinga gefa öllum liðum leik og verða þeir erfiðir að eiga við, Jón Vignir mun leiða sitt lið áfram af krafti í hvern einasta leik."
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í fótbolta. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í Lengjudeildinni.
Lykilmenn: Jón Vignir Pétursson og Nacho Gil
Jón Vignir, fyrirliðinn sjálfur. Uppalinn Selfyssingur sem er gríðarlega mikilvægur innan sem utan vallar. Öskrar menn í gang og stýrir leik liðsins vel á miðsvæðinu. Frábær leiðtogi sem menn stóla mikið á. Frábær í bolta, góðar sendingar, skot og mikil hlaupageta sem hentar Bjarnaboltanum einstaklega vel. Nacho Gil kemur með mikilvæga reynslu til að miðla inn í ungt lið Selfoss. Kom á miðju tímabili í fyrra frá Vestra eftir að hann hafði spilaði stórt hlutverk í að koma þeim upp 2023. Hefur sannað sig í þessari deild bæði með Vestra og Þór Akureyri. Hann á eftir að reynast Selfyssingum drjúgur í sumar bæði innan vallar sem utan.
Gaman að fylgjast með: Eysteinn Ernir Sverrisson
Ungur og ótrúlega efnilegur vinstri bakvörður. Eins og rennilás upp og niður völlinn allan leikinn, með góða krossa og góður varnarmaður þrátt fyrir að vera ekkert mjög hár í loftinu. Svipuð týpa og Miloz Kerkez ef það ætti að líkja honum við einhvern.
Komnir:
Alexander Berntsson frá Færeyjum
Harley Willard frá KA
Frosti Brynjólfsson frá Haukum
Raúl Tanque frá Spáni
Elvar Orri Sigurbjörnsson frá Árborg (var á láni)
Farnir:
Gonzalo Zamorano til Spánar
Jose Sanchez til Spánar
Ingvi Rafn Óskarsson hættur
Valdimar Jóhannsson til Njarðvíkur
Adrian Sanchez
Óliver Þorkelsson í Hauka

Fyrstu þrír leikir Selfoss:
2. maí, Selfoss - Grindavík (JÁVERK-völlurinn)
9. maí, Fylkir - Selfoss (tekk VÖLLURINN)
17. maí, Selfoss - Völsungur (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir