Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Besta-deild karla
Víkingur R.
LL 2
2
Breiðablik
Besta-deild karla
Fram
LL 2
1
Valur
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 3
2
KA
Víkingur R.
2
2
Breiðablik
0-1 Tobias Thomsen '7
Óskar Borgþórsson '18 1-1
Viktor Karl Einarsson '52
Valdimar Þór Ingimundarson '62 2-1
2-2 Arnór Gauti Jónsson '73
31.08.2025  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f) ('89)
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
19. Óskar Borgþórsson ('82)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('82)
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson ('70)
77. Stígur Diljan Þórðarson ('70)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
7. Erlingur Agnarsson ('70)
8. Viktor Örlygur Andrason
15. Róbert Orri Þorkelsson ('89)
20. Tarik Ibrahimagic ('70)
24. Davíð Örn Atlason ('82)
27. Matthías Vilhjálmsson ('82)
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
36. Þorri Ingólfsson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('14)
Stígur Diljan Þórðarson ('32)
Matthías Vilhjálmsson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkur fótboltaleikur! Ívar Orri flautar til leiksloka, liðin skilja jöfn að eftir stórskemmtilegar nítíu mínútur.
95. mín
Ingvar Jóns með frábæra tæklingu! Blikar keyra í skyndisókn, Ágúst Orri fær bolta í gegn en Ingvar Jóns keyrir úr markinu og tæklar boltann í innkast.
95. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Blikar koma boltanum frá eftir nokkurt klafs.
92. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Daníel Hafsteins tekur en Höskuldur skallar frá. Víkingar halda í boltann.
90. mín
Fimm mínútum bætt við Bæði lið í leit að sigurmarki!
90. mín
Valdimar Þór með skalla á mark Blika, en Anton Ari ver örugglega.
89. mín
Inn:Róbert Orri Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Oliver Ekroth (Víkingur R.)
88. mín
Oliver Ekroth tognar Davíð Ingvarsson keyrir upp kantinn. Ekroth eltir og virðist togna á sprettinum. Blikar uppskera hornspyrnu að lokum.
86. mín Gult spjald: Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Tregur við að gefa Blikum boltann þegar þeir eiga aukapsyrnu og uppsker gult spjald.
82. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
82. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
81. mín
Víkingar í frábæru færi! Víkingar fá hornspyrnu, Daníel Hafsteinsson tekur. Boltinn á fjær, Karl Friðleifur skallar að marki af stuttu færi en Anton Ari ver frábærlega!
78. mín Gult spjald: Eiður Benedikt Eiríksson (Breiðablik)
Hiti í mönnum á bekknum.
77. mín
Víkingar ógna! Víkingar fá hornspyrnu, boltinn kemur á nærsvæðið. Þar rís Sveinn Gísli manna hæst og sneiðir boltann rétt framhjá marki gestanna.
76. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu. Boltinn á fjær á Damir sem setur boltann framhjá marki Víkings.
75. mín
Anton Ari lengi að taka útspark, bekkur Víkinga saka Blika um leiktöf. Dóri Árna tekur illa í þau ummæli og segir hátt og skýrt að þeir séu að reyna vinna leikinn.
73. mín MARK!
Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
Stoðsending: Damir Muminovic
BLIKAR JAFNA! Breiðablik fær hornspyrnu, Höskuldur setur boltann á fjær, Damir skallar fyrir markið og Arnór Gauti kastar sér á boltann og stýrir honum í netið af stuttu færi!

Lokamínúturnar verða eflaust rosalegar!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
70. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.)
Báðir leikmenn Víkings sem eru á spjaldi teknir af velli
70. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur R.)
Gylfi Þór búinn að vera frábær í dag.
70. mín
Gylfi Þór tekur hornspyrnuna, boltinn á Daníel Hafsteinsson sem tekur skot en boltinn beint í Ásgeir Helga, varnarmann Breiðabliks.
68. mín
Gylfi Þór með skot sem fer af varnarmanni og rétt framhjá marki Breiðabliks.
65. mín
Víkingar með öll völd Helgi Guðjóns með skot yfir mark gestanna. Blikar átt erfitt uppdráttar manni færri, skiljanlega kannski.
65. mín
Gylfi Þór lætur vaða af löngu færi, en Anton Ari ver örugglega í marki gestanna.
62. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
VÍKINGAR LEIÐA! Frábært spil Víkinga!

Gylfi inn á teiginn, Stígur gefur á Helga sem gefur fyrir markið á Valdimar sem stýrir boltanum í netið af stuttu færi.

Markið lá í loftinu, Víkingar með mikla yfirburði eftir að Viktor Karl var rekinn af velli!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

59. mín
Inn:Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
59. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Tobias Thomsen (Breiðablik)
58. mín
ANTON ARI VÁ! Valdimnar Þór með þrumuskot úr teignum, en Anton Ari ver meistaralega!

Anton Ari búinn að verja frábærlega í þrígang með skömmu millibili.
56. mín
Anton Ari í stuði! Gylfi með skot við vítateig í bláhornið, en Anton Ari ver frábærlega í marki gestanna.
55. mín
Gylfi með aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Gylfi Þór tekur spyrnuna, eftir langa bið. Gylfi tekur skotið í nærhornið en Anton Ari ver vel!
52. mín Rautt spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
VIKTOR KARL REKINN AF VELLI! Daníel Hafsteinsson vinnur boltann af Viktori rétt fyrir utan teig. Viktor Karl dettur við tæklingu Daníels og í kjölfarið fellur Daníel við.

Ívar Orri, dómari leiksins, metur það sem svo að Viktor rænir Víkinga upplögðu marktækifæri og rekur Blikann af velli.

Þetta er ansi grófur dómur að mínu mati!
49. mín
Sveinn Gísli er sestur niður og fær aðhlynningu.

Góð tíðindi fyrir Víkinga, Sveinn heldur leik áfram eftir að hlúið var að honum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Tobias Thomsen sparkar þessu af stað.
46. mín
Inn:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Blikar gera eina breytingu í hálfleik, Davíð Ingvars fer aftar á völlinn og Ágúst á kantinn.
45. mín
Hálfleikstölfræði í boði Sýn Sport Víkingur R. - Breiðablik

50% - Með bolta - 50%
7 - Skot - 6
3 - Skot á mark - 1
127 - Heppnaðar sendingar - 125
7 - Brot - 4
45. mín
Hálfleikur
Frábærum fyrri hálfleik lokið Þvílík skemmtun sem þessi fyrri hálfleikur hefur verið. Bæði lið hafa fengið góð færi, tempóið í hámarki og mikil harka.
45. mín
+1

Breiðablik fær hornspyrnu, taka það stutt. Aron Bjarnason keyrir á teiginn og sker boltann út á Damir sem tekur skotið, en boltinn yfir.

45. mín
Tveimur mínútum bætt við.
41. mín
Ekroth keyrir upp völlinn og setur boltann beint útaf.

Liggur niðri og heldur utan um hnéð á sér. Svíinn stendur þó upp eftir smástund og heldur leik áfram.
38. mín
ANTON ARI! Helgi Guðjóns með sendingu upp völlinn á Daníel Hafsteinsson sem keyrir inn á teiginn og sleppur í gegn á móti Antoni Ara.

Daníel tekur skotið en Anton Ari lokar vel og ver frábærlega í marki Breiðabliks!
36. mín
Viktor Karl með þrumuskot fyrir utan teig en boltinn framhjá marki Víkings.
35. mín
Nú fá Víkingar hornspyrnu, Helgi Guðjóns tekur en boltinn yfir teiginn og aftur fyrir endalínu, líklega slakasta hornspyrna sumarsins.
34. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Höskuldur gefur fyrir. Ingvar kýlir boltann í teiginn en fær boltann strax aftur og hættan líður hjá.
33. mín
Blikar fá hornspyrnu, Höskuldur með sendingu fyrir markið, en Víkingar koma boltanum frá.
32. mín Gult spjald: Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.)
Brýtur á Höskuldi og stöðvar skyndisókn Blika.
31. mín
Víkin troðfull
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Myndaveisla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

28. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Gylfi tekur. Frábær fyrirgjöf á Karl Friðleif sem skallar boltann framhjá marki Breiðabliks.
25. mín
STÖNGIN! Stígur Diljan með flotta takta í teig Breiðabliks, tekur skot úr þröngri stöðu. Boltinn í Viktor Örn og þaðan í innanverða stöngina.

Þarna munaði litlu!
24. mín
Davíð Ingvarsson dansar í teignum og tekur skotið, en boltinn í varnarmann Víkings.
23. mín
Oliver Ekroth með skot af löngu færi en boltinn framhjá, lítil hætta.
18. mín MARK!
Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Oliver Ekroth
ÓSKAR BORGÞÓRSSON HNEIGÐU ÞIG! Oliver Ekroth með langa sendingu upp völlinn á Óskar Borgþórsson.

Óskar vinnur Kristinn Jónsson í skallabaráttunni, sker inn á völlinn, boltinn skoppandi en Óskar lætur vaða fyrir utan teig og boltinn í bláhornið.

Þvílíkt mark!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

15. mín
Víkingar ógna! Valdimar Þór með frábæran snúning, æðir upp hægri kantinn og gefur fyrir á Stíg Diljan sem skallar rétt framhjá.
14. mín Gult spjald: Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur R.)
Gylfi fyrstur í bókina Fer fyrir aukaspyrnu Breiðabliks og fær fyrsta spjald leiksins.
12. mín
Frábær stemning hér í Víkinni!
7. mín MARK!
Tobias Thomsen (Breiðablik)
Stoðsending: Damir Muminovic
TOBIAS THOMSEN BRÝTUR ÍSINN! Breiðablik fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Víkings.

Höskuldur með fyrirgjöf á fjær á Damir sem skallar þvert fyrir markið á Tobias Thomsen sem stangar boltann í netið.

Níunda mark Thomsen í deildinni í sumar, þrjú af þeim gegn Víkingi!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

6. mín
Höskuldur með skot af löngu færi, boltinn í varnarmann og aftur fyrir endalínu, Blikar fá hornspyrnu. Víkingar skalla þó hornspyrnuna frá.
5. mín
Nikolaj Hansen gerir vel og keyrir að marki Blika, hann lætur vaða en Anton Ari ver örugglega.
3. mín
Víkingur fær fyrstu hornspyrnu leiksins, Gylfi tekur og kemur boltanum á Niko Hansen sem skallar boltann yfir mark gestanna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gylfi Þór á upphafsspark leiksins.

Víkingar rauðsvartir, Breiðablik leika í sínum hvítu varatreyjun.
Fyrir leik
Víkin troðfull Liðin ganga til vallar, stappað í stúkunni og sólin í stuði, þetta stefnir í veislu!
Fyrir leik
Það er oftast mikið fjör og mikið um mörk i þessum leikjum. “Bæði lið skora og fjöldi marka” er skemmtilegt veðmál. “Já og yfir 2,5” er 1,8 á epic. Gott veðmál
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 4-1 sigri gegn Vestra síðastliðinn þriðjudag.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Helgi Guðjónsson. Þeir Viktor Örlygur Andrason og Davíð Örn Atlason taka sér þá sæti á bekknum.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-3 sigri gegn Virtus úti í San Marínó.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Tobias Thomsen, Viktor Örn Margeirsson og Aron Bjarnason.

Fyrir leik
Viðrar vel
Fyrir leik
Fyrir leik
Arnar Sveinn spáir í spilin Sparkspekingurinn og lífskúnstnerinn Arnar Sveinn Geirsson spáir Víkingum sigri í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðabliki.

Víkingur R. 2 - 1 Breiðablik

Breiðablik unnu síðast leik í deildinni 19. júlí á meðan Víkingar hafa verið ná takti og unnið síðustu tvo. Breiðablik eiga auðvitað góðar minningar úr Fossvoginum og eru með besta útivallar recordið í deildinni á meðan Víkingur er með næstbesta heimavöllinn á þessu ári. Þetta verður alvöru leikur og ekki ólíklegt að við sjáum rauð spjöld. En Blikarnir munu stimpla sig út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þar sem að Víkingur vinnur þennan leik 2-1.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Breiðablik í Sambandsdeildinni Breiðablik er búið að tryggja sér þátttöku í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar eftir sigur gegn AC Virtus í San Marínó síðastliðinn fimmtudag.

Þar mætir liðið Shamrock Rovers (heima), Shakhtar Donetsk (úti), KuPS (heima), Strasbourg (úti), Samsunspor (heima), Lausanne-Sport (úti).

Breiðablik mun að öllum líkindum spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli, þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfur UEFA í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Blikar sannfærandi í fyrri umferðinni Liðin mættust í fyrri umferðinni 1. júní, þar sem Tobias Thomsen reyndist Víkingum óþægur ljár í þúfu, en honum tókst að skora tvö mörk og leggja upp annað. Matthías Vilhjálmsson skoraði þá sárabótamark fyrir Víking undir lok leiks.

Breiðablik 3-1 Víkingur R.

Tobias Thomsen '17 1-0
Viktor Örn Margeirsson '32 2-0
Tobias Thomsen '52 3-0
Matthías Vilhjálmsson '88 3-1



Fyrir leik
Blikar eiga góðar minningar úr Víkinni Blikar minnast eflaust með hlýju síðustu viðureignar liðanna í Víkinni, því þegar þeir heimsóttu Víkinga þar síðast lyftu Kópavogsbúar þeim stóra.

Víkingur R. 0-3 Breiðablik

0-1 Ísak Snær Þorvaldsson '37
0-2 Ísak Snær Þorvaldsson '50
0-3 Aron Bjarnason '80



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Erkifjendurnir mætast! Heilir og sælir lesendur góðir, verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Víkingsvelli. Hér í kvöld tekur Víkingur á móti Breiðabliki í stórleik 21. umferðar Bestu-deildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason ('59)
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson ('46)
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen ('59)
- Meðalaldur 30 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason ('59)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('46)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('59)
29. Gabríel Snær Hallsson
33. Gylfi Berg Snæhólm
99. Guðmundur Magnússon
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Dagur Elís Gíslason

Gul spjöld:
Eiður Benedikt Eiríksson ('78)

Rauð spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('52)