Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 10:36
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham leiðir baráttuna um Akanji - Rogers til Liverpool?
Powerade
Hvert fer Manuel Akanji?
Hvert fer Manuel Akanji?
Mynd: EPA
Liverpool skoðar Morgan Rogers
Liverpool skoðar Morgan Rogers
Mynd: EPA
Það styttist í gluggalok og örvæntingin farin að grípa um sig hjá stóru félögunum í Evrópu.

Tottenham Hotspur leiðir baráttuna um svissneska varnarmanninn Manuel Akanji (30), sem er á mála hjá Manchester City. AC Milan og Crystal Palace eru einnig á eftir leikmanninum. (Gazzetta dello Sport)

Hansi Flick, þjálfari Barcelona, segist sannfærður um að halda hinum 22 ára gamla Fermin Lopez, sem á 2 A-landsleiki fyrir spænska landsliðið. Fermin hefur verið sterklega orðaður við Chelsea. (ESPN)

Chelsea er reiðubúið að leggja fram tilboð í Fermin sem er metinn á 78 milljónir punda. (Mundo Deportivo)

West Ham hefur skráð sig í baráttuna um Fabio Vieira (25), miðjumann Arsenal, en Stuttgart og annað stórt li í þýsku deildinni hafa einnig áhuga á portúgalska miðjumanninum. (Sky Sports)

Noussair Mazraoui (27), leikmaður Manchester United og Marokkó, er á óskalista Juventus á Ítalíu. (Gazzetta dello Sport)

RB Leipzig ætlar að reyna við Harvey Elliott (22), leikmann Liverpool og U21 árs landsliðs Englands, en félagið sér hann sem arftaka Xavi Simons sem gekk í raðir Tottenham á dögunum. (ESPN)

Liverpool gæti reynt að fá Morgan Rogers (23), leikmann Aston Villa, ef Elliott fer til Leipzig. (Football Insider)

Brasilíski sóknarmaðurinn Rodrygo (24) verður áfram hjá Real Madrid þrátt fyrir áhuga Arsenal og Liverpool. (Marca)

Leeds United hefur áfram áhuga á Bilal El Khannouss (23), leikmanni Leicester eftir að félaginu mistókst að fá argentínska leikmanninn Facundo Buonanotte frá Brighton. (Athletic)

Chelsea er að íhuga að virkja kaupákvæði í samningi Roger Fernandes (19) hjá Braga áður en glugginn lokar. (A Bola)

Aston Villa er að skoða þann möguleika á að kaupa Enzo Boyomo (23), varnarmann Osasuna og kamerúnska landsliðsins, en hann er talinn falur fyrir 21,25 milljónir punda. (Telegraph)

Tvö félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Dodi Lukebakio (27) frá Sevilla. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner