Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   lau 02. maí 2009 18:10
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Rakel tryggði Þór/KA titilinn í uppbótartíma
Rakel Hönnudóttir hampar sigurlaununum í leikslok.
Rakel Hönnudóttir hampar sigurlaununum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarmeistarar Þór/KA 2009.
Lengjubikarmeistarar Þór/KA 2009.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2-3 Þór/KA
1-0 Björk Gunnarsdóttir (’34)
1-1 Mateja Zver (’62)
2-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (’75)
2-2 Mateja Zver (’84)
2-3 Rakel Hönnudóttir (’93)
Rautt spjald: Sandra Sigurðardóttir (Stjarnan ’83)

Þór/KA vann Lengjubikar kvenna eftir 2-3 sigur á Stjörnunni í Kórnum nú í dag en Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Akureyrarstúlkna í uppbótartíma.

Björk Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir rúmlega hálftíma leik með góðu skoti fyrir utan vítateig sem fór yfir hina 15 ára gömlu Helenu Jónsdóttur í marki Þór/KA og í markið.

Slóvakski framherjinn Mateja Zver kom hingað til lands í gærkvöld og var komin beint í byrjunarliðið hjá Þór/KA og það munaði mikið um hana í dag. Hún jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik eftir að hafa leikið laglega á varnarmenn Stjörnunnar og skorað.

Inga Birna Friðjónsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir þegar stundarfjórðungur var eftir með góðu skoti í teignum eftir fyrirgjöf Eddu Maríu Birgisdóttur.

Það varð svo algjör viðsnúningur þegar sex mínútur voru eftir af leiknum er Sandra Sigurðardóttir tók boltann með hendi fyrir utan vítateig og fékk að líta rauða spjaldið. Zver skoraði svo beint úr aukaspyrnunni sem var dæmd og jafnaði metin.

Það var svo fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir sem tryggði Þór/KA sigurinn þegar þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma eftir góða fyrirgjöf Vesnu Smiljcovic og lokastaðan 2-3 fyrir Þór/KA.

Stjarnan: Sandra Sigurðardóttir, Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (Nanna Rut Jónsdóttir ’83), Kristrún Kristjánsdóttir, Anika L. Baldursdóttir (Inga Birna Friðjónsdóttir ’60), Edda María Birgisdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Guðríður Hannesdóttir, Eyrún Guðmundsdóttir.
Varamenn Helga Franklínsdóttir, Nanna R. Jónsdóttir, Inga Birna Friðþjófsdóttir, Katrín K. Emilsdóttir, Ástrós A Klemensdóttir, Eydís L Eysteinsdóttir, Íris Ósk Valmundsdóttir.

Þór/KA Helena Jónsdóttir, Inga Dís Júlíusdóttir, Elva Friðjónsdóttir, Karen Nóadóttir, Silvía Sigurðardóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Vesna Smiljcovic, Rakel Óla Sigmundsdóttir (Elva Baldursdóttir ’81), Rakel Hönnudóttir, Mateja Zver, Bojana Besic.
Varamenn: Kristín Geirsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Sonja Geirsdóttir, Íunn Eir Gunnarsdóttir, Elva Baldursdóttir, Eva Hafdís Ásgrímsdóttir, Alda Karen Ólafsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner