Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 20. júlí 2016 08:00
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Bestur í 11. umferð: Menn nýttu tækifærið til að núllstilla
Óskar Örn Hauksson - KR
Óskar Örn átti frábæran leik gegn Fylki.
Óskar Örn átti frábæran leik gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Óskar í fyrri leiknum gegn Grasshopper.
Óskar í fyrri leiknum gegn Grasshopper.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Óskar Örn Hauksson skoraði tvö mörk og lagði upp annað þegar KR vann 4-1 útisigur gegn Fylki í 11. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudag. Mikilvægur sigur KR-inga í fallbaráttuslag en fyrir leikinn hafði liðið verið í mesta basli með að skora í deildinni.

Nú opnuðust flóðgáttir og Óskar Örn er leikmaður umferðarinnar fyrir sína frammistöðu.

Smelltu hér til að sjá úrvalslið umferðarinnar

„Við nýttum færin okkar. Við höfum fengið fullt af færum í sumar en boltinn hefur ekki viljað leka inn. Þetta er í ökkla eða eyra hjá okkur en það er fullt af mörkum í þessu liði og ég hef engar áhyggjur af framhaldinu," segir Óskar.

Þjálfaraskipti urðu hjá KR á meðan Evrópumóti landsliða stóð. Bjarni Guðjónsson var látinn taka pokann sinn og Willum Þór Þórsson tók við. Hvaða breytingar urðu með komu hans?

„Ég held að allir sjái að það eru engar stórkostlegar breytingar sem hafa verið gerðar, liðið er svipað og allt það. Nú bara fengu menn tækifæri til að núllstilla sig og það er eins og menn hafi nýtt sér það. Þarna fengu menn byrjunarpunkt aftur. Það voru sett ný markmið og horft fram á við. Við erum á góðri leið þar."

Óskar er staddur í Sviss þar sem KR er að fara að mæta Grasshopper á fimmtudagskvöld í síðari viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn á KR-velli endaði með 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik. Hvernig metur Óskar möguleika KR-inga?

„Mér lýst hrikalega vel á þennan leik. Það er gaman að vera að mæta svona góðu liði með leik í höndunum. Við gerum okkur þó grein fyrir því að allir búist við því að þeir klári þetta einvígi. Við gerum allt sem við getum til að eiga möguleika á að slá þá út. Það verður erfitt," segir Óskar en það myndi gera rosalega mikið fyrir tímabilið hjá KR að ná óvæntum úrslitum ytra.

„Það myndi gera það klárlega. Það myndi gefa okkur margt en við gerum okkur grein fyrir því að það er hægara sagt en gert að koma hingað og vinna. En við reynum."

Sjá einnig:
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner