Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Það þekktu eflaust fáir knattspyrnu unnendur nafnið Birnir Snær Ingason áður en Pepsi-deildin hófst í maí. Birnir er tvítugur leikmaður Fjölnis sem fékk tækifæri í fimm leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í fyrra.
Eftir að hafa setið á varamannabekknum fyrstu leiki sumarsins, fékk hann tækifærið í byrjunarliði Fjölnis í 7. umferð. Þar vakti góð frammistaða hans athygli og hefur hann haldið sæti sínu í byrjunarliðinu síðan.
Hann er leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fótbolta.net en hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins í 5-0 sigri á Þrótti.
Eftir að hafa setið á varamannabekknum fyrstu leiki sumarsins, fékk hann tækifærið í byrjunarliði Fjölnis í 7. umferð. Þar vakti góð frammistaða hans athygli og hefur hann haldið sæti sínu í byrjunarliðinu síðan.
Hann er leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fótbolta.net en hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins í 5-0 sigri á Þrótti.
„Það er alltaf gaman að skora mark og ekkert verra ef þau eru tvö. Tilfinningin var mjög góð og vonandi fylgja fleiri mörk í kjölfarið," sagði Birnir Snær sem var að skora fyrstu meistaraflokksmörkin sín. Hann var að vonum ánægður með spilamennsku liðsins í leiknum gegn Þrótti.
„Það voru margir jákvæðir punktar í leiknum á móti Þrótti. Við sköpuðum okkur helling af færum og skoruðum fimm mörk. Einnig var jákvætt að halda hreinu," sagði Birnir sem Fjölnisliðið hefur skorað hvorki fleiri né færri en 21 mark í Pepsi-deildinni í sumar.
„Við höfum skorað slatta af mörkum í sumar. Það sem ég held að munurinn á sókninni í fyrra og núna er að við erum mun meira "direct" og höfum nýtt okkar færi betur. Við erum með marga sóknarsinnaða leikmenn í liðinu sem hafa góðan skilning á leiknum og það hefur hjálpað gríðarlega."
Fjölnir situr sem er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Íslandsmeisturunum í FH. Miklar breytingar urðu á liði Fjölnis fyrir tímabilið og því hefur góður árangur liðsins í upphafi móts komið nokkrum mikið á óvart.
„Við misstum marga góða leikmenn eftir tímabilið í fyrra og þurftum að leita af nýjum leikmönnum til að fylla upp í skarð þeirra. Við fengum til okkar marga útlendinga þannig við vissum ekki alveg hvernig þetta myndi vera í sumar en þeir hafa komið gríðarlega sterkir inn í liðið," sagði Birnir sem segir að miðað við spilamennsku liðsins það sem af er, þá komi það honum ekki á óvart að liðið sitji í öðru sæti deildarinnar.
„Ef við höldum áfram þessari spilamennsku og höldum áfram að leggja okkur alla fram þá eru okkur allir vegir færir, það er einungis undir okkur komið hvað við getum ná langt."
Eins og fyrr segir, kom Birnir við sögu í fimm leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra. Það sem af er sumri hefur Birnir spilað í sex leikjum og þar af, byrjað í síðustu þremur leikjum.
„Ég hef æft vel og unnið markvisst í þeim þáttum sem ég þurft að bæta með góðri aðstoð þjálfaranna minna og hefur það skilað mér meiri spilatíma í ár. Ég hef þá sýn að það er alltaf hægt að bæta sig ekki bara veikleikana heldur einnig þar sem styrkleikarnir liggja," sagði Birnir sem er ánægður með spilamennsku sína í sumar.
„Ég byrjaði frekar rólega og kom inná í nokkrum leikjum svo hef ég byrjað undanfarna leiki. Seinustu tvo leiki er ég búinn að vera sáttur með spilamennskuna mína og vonandi held ég því áfram," sagði hinn ungi og efnilegi, Birnir Snær Ingason leikmaður 8. umferðar í Pepsi-deild karla.
Sjá einnig:
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir